Lokapróf áfengis- og vímuefnamál Flashcards
Hvað er SUD? Skilgreindu
Substance use disorder: er langvinnur sjúkdómur sem felur í sér vanhæfni til að stjórna notkun efna (t.d. áfengi, fíkniefni eða nikótíns) þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar.
Notkun á hvaða efnum hafa haldist stöðug þrátt fyrir þekkingu á skaðsemi þeirra?
Áfengi og tóbak
Börn sem alast upp hjá foreldrum með vímuefnaröskun eru líklegri til að alast upp við vanrækslu og/eða vera beitt ofbeldi en börn sem alast ekki upp við vímuefnaneyslu foreldra?
Satt
Hvert af eftirtöldu ætti að vera á lista yfir óbeinan kostnað varðandi átak gegn vímuefnaneyslu?
a) kostnaður við fangelsun þeirra sem dæmdir eru fyrir fíkniefnabrot
b)veita fjölskyldum þeirra sem dæmdir eru fyrir fíkniefnabrot viðeigandi aðstoð hjá fagaðila
c) kostnaður við forvarnir og meðferð
d) kostnaður við heilbrigðisþjónustu vegna hliðarsjúkdóma fyrir einstaklinga með vímuefnaröskun
e) allt ofantalið er rétt
E) Allt ofantalið er rétt.
Samkvæmt Leamon ofl. Hafa að minnsta kosti ___ prósent jarðarbúa notað að minnsta kosti eitt hugbreytandi efni (vímugjafa) á einhverjum tímapunkti í lífi þeirra.
50%
Algengasta vímuefnið í heiminum er
kannabis/marijuana
Fíkniefnaneysla er ___ algengasta dánarorsök fullorðna um allan heim.
Sjötta
Áfengi er ___ áhrifaþáttur í öllum bílslysum.
40%
Félags- og menningarlegir þættir í samfélögum hafa áhrif á neyslu vímuefna hjá einstaklingum.
Félags- og menningarlegir þættir hjálpa til við að móta ákvörðun einstaklingsins um að byrja að nota vímuefni.
Konur eru ólíklegri til að þróa með sér áfengisröskun en karlar. Satt/Ósatt?
Satt
Misnotkun á vímuefni yfir tiltekin tíma er þekkt sem
Tíðni vímuefnaneyslu. Dæmi, mamman fær sér mjög mikið að drekka fös, lau og sun þegar börnin eru í pabbahelgi.
Hver af eftirfarandi fullyrðingum er rétt samkvæmt sjúkdómskenningu E.M. Jellinek?
Hann hélt því fram að áfengissýki væri sjúkdómur á svipaðan hátt og krabbamein eða lungnabólga
Hornsteinn í líkani Jellinek um áfengissýki er að einstaklingurinn….
Er með líkamlegan sjúkdóm frekar en siðferðisbrest.
Dr. Benjamin Rush (1812) skilgreindi áfengissýki sem “sjúkdóm” sem væri
Allt sem gæti valdið ójafnvægi í taugakerfinu.
Áhrif vímuefna á fóstur, sérstaklega á fyrsta þriðjundi meðgöndu, eru…
Mikil
Hvað af eftirfarandi fullyrðingum er rétt?
a) Það er samband á milli vímuefnaneyslu móður, þunglyndis og sjálfsvígstilrauna eftir fæðingu.
b) fæstar konur á barneignaaldri með vímuefnaröskun fá viðeigandi aðstoð
c)
Það er samband á milli vímuefnaneyslu móður, þunglyndis og sjálfsvígstilrauna eftir fæðingu.
Hvað af eftirtöldu er EKKI eitt af afleiðingum sem getur komið fram hjá börnum eftir fæðingu vegna amfetamínneyslu móður á meðgöngu?
a)Auknar líkur á athyglisbrest og ofvirkni
b) frávik í andliti
c) lægri fæðingarþyngd
d) meðfæddar heilaskemmdir
b) frávik í andliti. S.s. börn geta fæðst með skarð í vör óháð því að móðir hafi neytt vímuefna á meðan þungun. Skoða “federal alcohol syndrome”. Áfengisheilkenni.
Þegar barnshafandi kona neytir áfengis mun áfengismagn fósturs í blóði…
Ná næstum því sama stigi af áfengismagni og hjá móður á 15 mínútum.
Konur með áfengisröskun (AUD) eru sjöfalt líklegri til að þjást af ____ en karlar með AUD
Þunglyndi
Ef móðir neytir áfengis með barn á brjósti þá berst áfengið ekki í móðurmjólkina. Rétt eða rangt?
Rangt.
Snemma á meðgöngu hefur verið sýnt fram á að nikótín, áfengi, marijúana, ópíöt, kókaín og metamfetamín geta haft fósturskemmandi áhrif. Satt/ósatt?
Satt
Allir einstaklingar sem hafa drukkið áfengi til lengri tíma þurfa að halda áfram að auka það áfengismagn sem þeir neyta til þess að ná tilteknu stigi ölvunar alla ævi.
Rangt
Wernicke - Korsakoff sjúkdómur (Wernicke - Korsakoff heilkenni) getur verið banvænn
a) taugasjúkdómur
b) hjarta- og æðasjúkdómur
c) aukaverkun vegna skorpulifur.
d) meltingafærasjúkdómur
e) húðsjúkdómur
a) taugasjúkdómur
Talið er að ____ sé árangursríkasta meðferðin fyrir sjúklinga sem meðhöndla þarf vegna fráhvarfa af áfengisneyslu.
Benzodiusarlyf
Hætta getur verið fyrir einstakling að blanda bensódíazepím lyfjum saman við mörg lyfseðilsskyld- og lausasölulyf eða fæðubótarefni. Satt/ósatt?
Satt.
Að neyta kókaíns með ___ eykur líkur á hjartastoppi hjá einstaklingum en ef þeir eru að nota kókaín eitt og sér
a)amfetamín
b)heróín
c)morfín
d)áfengi
e.marijúana/kannabis
Áfengi
Einstaklingar sem hafa lengi reykt marijúana/kannabis geta þróað með sér
a) stærri svæði við hippocampus (dreki) og amygdala (mandla) í heila.
b) minni virkni ónæmiskerfisins.
c) betri REM svefn
d). meiri áhættu á að fá ákveðin krabbamein
e)betri virkni meltingafæra.
Meiri áhættu á að fá ákveðin krabbamein
Bensódíazepín lyf geta truflað
a)kynferðislega virkni
b)svefn
c) minni
d)andlega líðan
e.allt ofantalið er rétt
e. allt ofantalið er rétt
Hvað af eftirfarandi fullyrðingum um marijúana/kannabis er rétt?
a) Majijúana/kannabis uppfyllir skilyrði fyrir því að vera ávanabindandi vímuefni
b) Þol fyrir marijúana/kannabis (THC) þróast ekki hjá þeim sem neyta efnisins.
c) Marijúana/kannabis misnotkun útleysir ofbeldisfulla hegðun hjá einstaklingum.
d) marijúana/kannabis eykur styrk samdráttar í hjartavöðva.
a. Marijúana/kannabis uppfyllir skilyrði fyrir því að vera ávanabindandi vímuefni
Langvinn misnotkun á ópíóíðum getur oft leitt til ____ fyrir notandann
a) aukinna verkja
b) aukningu á endurliti (e.flashes)
c) aukinnar hægðatregðu
c)aukningu á svefnleysi
e.ekkert að ofantöldu er rétt.
c) aukinnar hægðatregðu
Marijúana/kannaibs neysla hefur verið tengt við truflun á kyngetu hjá körlum. Satt/ósatt?
Satt
Hvert af eftirtöldu er EKKI hluti af meðferð á göngudeildum?
a) sjúkrahúsvist
b)hjónabandsráðgjöf
c)verknám
d)einstaklings- og hópmeðferð
e.sjálfseflingarnámskeið
a. sjúkrahúsvist
Ferlið við bata við vímuefnaröskun (SUD) er hægt að lýsa sem ferli með
a) því að fjarlægja æxli með skurðaðgerð
b)því að það er stutt ferli og tekur fljótt af.
c)eins og að jafna sig eftir handleggsbrot
d)sjúkdómastjórnun við langvinnum sjúkdómum.
e) skaðaminnkun
d). sjúkdómastjórnun við langvinnum sjúkdómum.
Þegar einstaklingur með vímuefnaröskun (SUD) er staddur á “undirbúningsstigi” (preparation stage) til þess að hætta í neyslu er viðkomandi tilbúinn til að breyta viðhorfum sínum og hegðun innan tiltekins tímaramma, venjulega innan næsta mánaðar. Satt/ósatt?
Satt
Um það bil 90% þeirra sem háðir eru morfínlyfjum (ópíóíðum) og ljúka aðeins afeitrun á sjúkrahúsi byrja aftur að misnota vímuefni á innan við sex mánuðum. Satt/ósatt?
Satt
Þvagpróf sem eiga að greina eiturefni (lyf/vímurgni) í þvagi geta ekki greint mörg lyf sem eru misnotuð. Satt/ósatt.
Satt
Hvert af eftirfarandi er EKKI ein af “reglunum” sem almennt er framfylgt í fjölskyldum með vímuefnaröskun (SUD)
a. Ekki rugga bátnum með hegðun eða tali.
b) treysta engum
c)ekki skilgreina eigin hugsanir eða tilfinningar um vandamálið í fjölskyldunni sem skapast hefur vegna vímuefnaneyslu fjölskyldumeðlims.
d) ekki tala um vandamálið
e.einstaklingnum finnst hann ekki bera ábyrgð á einstaklingnum með SUD og afleiðingum neyslunnar innan fjölskyldunnar.
e. Einstaklingnum finnst hann ekki bera ábyrgð á einstaklingnum með SUD og afleiðingum neyslunnar innan fjölskyldunnar.
Samkvæmt kennslubókinni Doweiko(2018) er sagt að minnsta tilfinningalega nándin í parasambandi er þegar
a) börn yngri en 5 ára eru á heimilinu
b)aðeins annar aðilinn er í virkri áfengisneyslu
c)einstaklingarnir í parasambandinu starfa á mismunandi tímum utan heimilisins
d) báðir aðilar eru í svipaðri áfengisneyslu
e. það eru unglingar á heimilinu og aðeins annar aðilinn er í launaðri vinnu.
d) báðir aðilar eru í svipaðri áfengisneyslu.
Talið er að aðferð sem notuð er í parasambandi þar sem annar aðilinn er með vímuefnaröskun (SUD) og nefnd er tilfinningaleg afturköllun/skortur á tilfinningalegri tengingu (emotional withdrawl), sé áhrifarík leið fyrir þá að stjórna vímuefnaneyslu maka síns. Satt/ósatt.
Ósatt
Ein af ástæðunum fyrir því að fagaðilar og fræðimenn hafa mótmælt hugtakinu meðvirkni (codependency) er að það snýr að fjölskyldunni í heild. Að verið sé að varpa sök á alla fjölskyldumeðlimi varðandi vímuefnaneyslu einstaklings/einstaklinga innan fjölskyldunnar. Satt/ósatt.
Satt
Talið er að lyfið Buprenorphine sé allt að 200 sinnum sterkara en morfín. Satt/ósatt
Ósatt
Börn sem eiga ___ við foreldra sína er ekki líkleg til að byrja að nota vímuefni.
Sterk tengsl
Samkvæmt textanum í Doweiko (2018) hafa börn að minnsta kosti grunnþekkingu á áfengi og áhrifum þess ____
a) í þriðja bekk grunnskóla
b) fyrsta ári í framhaldsskóla
c)þegar þau útskrifast úr grunnskóla
d)þegar þau eru í leikskóla
e) ef þau eiga eldra systkini.
d) þegar þau eru í leikskóla.
Meðal nemenda sem nota vímuefni í framhaldsskólum er algengasta ólöglega vímuefnið.
a)marijúana/kannabis
b)kókaín
c)áfengi
d)MDMA (ecstasy)
e. sveppir (ekki löglegt vímuefni)
a. marijúana/kannabis
Sýnt hefur verið fram á að ef foreldrar _____ geti haft áhrif á hvort börn/unglingar byrji að nota vímuefni eða ekki.
a) eru tilfinningalega háð börnum sínum
b)eru með eftirlit með börnum sínum
c)líti á börn sín sem jafningja
d)noti refsingar á börn sín
e.eru tilfinningalega fjarlæg börnum sínum.
b) eru með eftirlit með börnum sínum
Unglingar sem eyða meiri tíma í vinnu en nám eru ólíklegri til að byrja að nota vímuefni en jafnaldrar þeirra sem eingöngu eru í námi. Satt/ósatt
ósatt
Um það bil 50-80% þeirra unglinga sem greinast með hegðunarröskun munu þróa með sér vímuefnaröskun einhvern tíma á lífsleiðinni. rangt/rétt
Rétt
Sýnt hefur verið fram á að áfengisdrykkja nemenda sem fara í háskóla strax eftir menntaskóla er svipuð og áfengisdrykkja einstaklinga sem ekki gera það? rangt/rétt?
rangt
Mest áberandi merki um fráhvarf frá áfengi hjá öldruðum er ruglástand.
Rétt/rangt
Rétt
Sýnt hefur verið fram á að um það bil 20% eldra fólks taka inn ávanabindandi lyf sem þau hafa ekki fengið ávísað/uppáskrifað af læknum. Rétt/rangt
Rétt
Hættuleg notkun áfengis fyrir aldraða er skilgreind sem fleiri en ___ drykkir í einni lotu.
a)tveir
b)fjórir
c)þrír
d)fimm
e.sjö
c) þrír