Hjúkrun sjúklinga með þvagfærasjúkdóma Flashcards
Hver er eðlileg blöðrurýmd?
300-500 ml
Hvað á restþvag að vera mikið?
<75 ml
Hvað er polyuria?
Flóðmiga. Útskilur meira en 3000 ml/sól
Hvað er oliguria?
Lítill þvagútskilnaður. Útskilur minna <400 ml/sól
Hvað er anuria?
Útskilur minna en 50-100 ml/sól
Hvað er frequency?
Tíð þvaglát, oftar en á 3 klst fresti
Hvað er hesitancy?
Bunubið, erfiðleikar við að hefja þvaglát
Hvað er dysuria?
verkur/óþægindi við þvaglát, sviði
Hvað er nocturia?
næturþvaglát
Hvað er hematuria?
blóð í þvagi
Hvað er retentio?
þvagstopp/tregða
Hvað er pyuria?
hvít blóðkorn í þvagi
Hvað getur koníakslitað þvag verið merki um?
uppsöfnun á bilirubini, þurrk eða hita
Hvað getur brúnt eða svart þvag verið merki um?
gamalt blóð eða alvarlegan þurrk
Hvað er incontinence?
þvagleki
Rétt eða rangt: þvagleki er eðlilegur fylgikvilli öldrunar
rangt
Hvernig flokkast þvagleki?
Ósjálfrátt viðbragð
Vegna tauga/mænuskaða
Álagsþvagleki
Bráðaþvagleki
Stöðugur þvagleki
Starfrænn þvagleki
Hverjar geta afleiðingar þvagleka verið?
Skert lífsgæði og sjálfstæði
Sýkingar
Hver er meðferðin við þvagleka?
Skoða kaffi- og vökvainntöku
Meðhöndla hægðatregðu
Grindarbotnsæfingar
Krampalosandi lyf (slaka á blöðru)
Skurðaðgerðir
Hverjir eru áhættuþættir þvagleka?
Aldraðir
Konur (sem hafa fætt vaginalt)
Sykursýki
Taugasjúkdómar
Þvagræsilyf
Róandi lyf
Hvað er verið að skoða í rannsóknum á þvagi?
Almenn og smásjárskoðun:
-Eðlisþyngd
-pH
-Glúkósi
-Prótein
-Hvít blóðkorn
-Rauð blóðkorn
-Bakteríur
Þvagtest:
-Nitröt og eða leukocyte esterasi
RNT:
-Ræktun, næmi, talning
-Sýking
Hvað er verið að skoða í blóðprófum?
S. kreatínín
S. urea
S. kalíum
S. natríum
Hvít blóðkorn
CRP
PSA (prostate specific antigen)
Blöðruspeglun er gerð í….
…. staðdeyfingu eða léttri svæfingu
Hvað er pyelonephritis?
sýking og bólga í pelvis nýrand og parenchimi
Hvað er urosepsis?
Þegar UTI bakteríur komast út í blóð
Hverjar eru hjúkrunargreingingarnar fyrir þvagfærasýkingu?
Verkir
Hækkun á líkamshita
Truflun á þvagútskilnaði
Fræðsla (um meðferð, eftirlit og fyrirbyggingu)
VHvernig má fyrirbyggja þvagfærasýkingar?
Drekka mikið -> mikið þvagmagn
Frítt þvagrennsli
Fullkomin blöðrutæming
Pissa eftir samfarir (konur)
Trönuberjasafi
Fyrirbyggjandi sýklalyf (konur)
Hvað er CAUTI og hversu há % eru þær af öllum spítalasýkingum?
Þvagfærasýkingar af völdum þvagleggja.
40% allra spítalasýkinga.
Í hverju felst bladder bundle?
- Fylgja reglum sýkingavarna
- Nota blöðruómtæki
- Ekki setja legg að óþörfu
- Nota önnur hjálpartæki
- Fjarlægja strax og auðið er
Nefndu 2 þætti sem geta valdið stíflum í þvagvegum
Nýrnasteinar
Stækkaður blöðruhálskirtill
Hverjar geta afleiðingar tæmingarerfiðleika verið?
Þvagleki
Sýking
Neurogen blaðra (slöpp blaðra)
Varanlegur blöðruskaði
Nýrnaskaði
Hverjar eru helstu orsakir nýrnasteina?
UTI
Ónóg vökvainntekt
Ofvirkir kalkkirtlar
Hreyfingarleysi
Óþekkt orsök
Hvað er helsta einkenni nýrnasteina?
nýrnacolic verkir
Hver er meðferðin við nýrnasteinum?
90-95% ganga niður sjálfir
Aðgerðir:
- JJ-leggur
- Ureteroscopy
- Opin skurðaðgerð
Hvað þarf að fræða nýrnasteinasjúklinga um?
Auka vökvainntekt
Hreyfing
Mataræði (minnka prótein og salt)
Hvað er há % karla með stækkun á blöðruhálskirtli við 60 ára aldur?
En við 85 ára aldur?
60 ára: 50%
85 ára: 90%
Hver eru einkenni stækkaðs blöðruhálskirtils?
Nocturia
Urge
Leki
Blóð
Aukið residual þvag
Þvagstopp
Hver er meðferðin við stækkuðum blöðruhálskirtli?
Lyf:
- 5-a reductasa hemlar
- a-blokkerar
- hvönn?
Skurðaðgerð:
- TURP
Fyrir hvað stendur TURP?
Trans-Urethral Resection Prostate
Hvaða lyf þarf að hætta að taka fyrir TURP?
Blóðþynningarlyf
Hvaða hjúkrunargreiningar eru algengar eftir TURP?
Hætta á blæðingu (t. aðgerð á blóðríku svæði)
Hætta á sýkingu (t. þvaglegg og inngripi)
Hætta á vökvasöfnun (t. upptöku skolvökva um sárabeð)
Verkir (t. þvaglegg)
Kvíði (t. ótta um mögulegan kynlífsvanda, ófrjósemi, getuleysi)
Truflun á þvaglátum (t. þvagleggstöku)
Hvað er HOLEP?
HOlmium Laser Enucleation Prostate
Hver eru 3 helstu krabbameinin í þvagfærum?
Blöðruhálskirtilskrabbamein
Nýrnakrabbamein
Þvagblöðrukrabbamein
Hvert er algengasta krabbamein karla hérlendis?
Blöðruhálskirtilskrabbamein
Hvernig er blöðruhálskirtilskrabbamein greint?
Hörð prostata við þreifingu
PSA hækkun
Hverjir geta fylgikvillar brottnáms blöðruhálskirtils verið?
Þvagleki
Kynlífsvandi
Hvað er RALP?
robotic-assisted laparoscopic prostatectomy
Brottnám á blöðruhálskirtli með þjarka
Hvaða hjúkrunargreiningar eru algengar eftir prostatectomy?
Hætta á blæðingu
Hætta á sýkingu
Hætta á rofi á rectum
Hætta á hægðatregðu
Verkir
Andleg vanlíðan
Hvað þarf að fræða sjúklinga um við útskrift eftir prostatectomy?
Umhirða þvagleggs
Passa hægðir
Verkir og verkjalyf
Umhirða skurðsárs
Hreyfing og áreynsla
Þvagleki - úrræði
Kynlíf
Andlegt álag
Hvort er nýrnakrabbamein algengara hjá konum eða körlum?
körlum
Hvaða hjúkrunargreiningar eru algengar eftir nýrabrottnám (nephrectomy)?
Hætta á blæðingu
Hætta á vökva- og elektrólýtaójafnvægi
Truflun á starfsemi meltingarvegar
Hætta á blóðtappamyndun
Kvíði og ótti
Fræðsla
Hver eru einkenni krabbameins í þvagblöðru?
sársaukalaus intermittent blæðing með þvagi
oft blöðrubólgueinkenni
Hvort er krabbamein í blöðru algengara hjá konum eða körlum?
körlum
Hverjir eru áhættuþættirnir fyrir krabbameini í blöðru?
reykingar
iðnaðarefni
sýkingar
Fyrir hvað stendur TURBT?
trans-urethral resection of bladder tumor
Hver er meðferðin við ífarandi krabbameini í þvagblöðru?
Cystectomy
Urostoma
Hvaða hjúkrunargreiningar eru lögð sérstök áhersla á eftir cystectomy?
Truflun á vökva- og elektrólýtajafnvægi
Hætta á sýkingu í þvagi
Hætta á veiklun húðar
Hætta á truflun á starfsemi meltingarfæra
Breytt líkamsímynd v. stóma
Hætta á kynlífsvanda