Hjúkrun eftir aðgerð á meltingarvegi Flashcards
Hvað er meltingarvegurinn langur?
7-8 metrar
Hvaða líkamlegu þættir geta valdið vandamálum í meltingarvegi?
Blæðing
Rof
Stífla
Bólga
Sýking
Krabbamein
Drep v/skerts blóðflæðis
Starfræn truflun v/taugavandamála
Hvaða sálrænu þættir geta valdið vandamálum í meltingarvegi?
Kvíði
Streita
Hvaða upplýsingum viljum við safna hjá sjúklingi með vandamál í meltingarvegi?
Verkir
Lífsmörk
Ógleði
Uppköst
Hægðalosun/-mynstur (breytingar, niðurgangur, harðlífi)
Útlit hægða
Vindlosun
Matarlyst/þyngdarmynstur
Næringarástand, næringarmat
Líkamsskoðun
Hvaða rannsóknir eru framkvæmdar við upplýsingasöfnun hjá sjúkdómum með veltingarvegsvandamál?
Blóð:
- Status
- CRP
- Sölt
- Lifrar- og brispróf
- Æxlisvísar
Þvag:
- Blóð
- Sýking
Hægðir:
- Blóð
- Sýking
Speglanir:
- Vélinda/magi/skeifugörn
- Ristill/endaþarmur
- Gallvegir (ERCP)
Myndrannsóknir:
- Rtg
- CT
- MRI
- Ómun
Hvaða aðgerðir á meltingarvegi eru framkvæmdar í kviðsjá?
Botnlangaaðgerðir
Gallblöðruaðgerðir
Ristilaðgerðir
Aðgerðir til greiningar (explorative)
Bakflæðisaðgerðir (Nissen fundoplication)
Skurðaðgerðir við offitu
Hvaða aðgerðir á meltingarvegi eru framkvæmdar með opinni aðgerð?
Vélindabrottnám
Brottnám á maga
Lifraraðgerðir
Whipple
Abdominal/perineal resection
Endaþarmsaðgerðir
Kviðslitsaðgerðir
Stómaaðgerðir
Í hverju felst hjúkrun fyrir aðgerð á meltingarvegi?
Upplýsingasöfnun
Prehabilitation
Undirbúningur og fræðsla
Stuðningur
Hvaða hjúkrunargreiningar fá sjúklingar fyrir aðgerð á meltingarvegi?
Undirbúningur fyrir aðgerð
Ónóg þekking
Hvaða hjúkrunargreiningar fá sjúklingar eftir aðgerð á meltingarvegi?
Hætta á fylgikvillum aðgerðar
Verkir
Hætta á vökva- og elektrolítaójafnvægi
Truflun á starfsemi meltingar
Skert sjálfsbjargargeta
Næring minni en líkamsþörf
Ófullnægjandi öndun
Andleg vanlíðan
Ónóg þekking
Breytt líkamsímynd
Skurðsár/vefjaskaði sár
Hætta á sýkingu
Hætta á þrýstingssárum
Byltuhætta
Undirbúningur útskriftar
Hverjir geta fylgikvillar aðgerða verið?
Blæðing
Blóðtappi
Sýking
Lungnabólga
Anastomosuleki
Hvernig fylgjumst við með og komum í veg fyrir fylgikvilla aðgerða?
Lífsmörk
Hreyfing
Öndunaræfingar
Fylgjast með blóðprufum
Eftirlit
Fræðsla
Hvað eiga sjúklingar auðveldara með að gera eftir aðgerð ef þeir fá viðeigandi verkjastillingu?
Sjúklingar eiga auðveldara með:
- hreyfingu
- djúpöndun
- hvíld
- bata
Þeim líður líka betur andlega.
Hvaða lyf eru gefin eftir litlar aðgerðir s.s. botnlangatökur, gallkaganir, lítil kviðslit o.fl.?
Íbúfen og paratabs fast/pn
Tradolan pn
Hvaða lyf eru gefin fyrir og eftir kviðsjárspeglanir (flýtibati)?
Targin og paratabs fyrir aðgerð og reglulega eftir.
Targin skipt út fyrir Tradolan við útskrift.
Hvaða lyf eru gefin fyrir og eftir opnar kviðarholsskurðaðgerðir (flýtibati)?
Paratabs fyrir og fast eftir aðgerð.
Utanbastdeyfing (FBA/BFA).
Tradolan sett inn þegar deyfing tekin út.