Hjúkrun eftir aðgerð á meltingarvegi Flashcards
Hvað er meltingarvegurinn langur?
7-8 metrar
Hvaða líkamlegu þættir geta valdið vandamálum í meltingarvegi?
Blæðing
Rof
Stífla
Bólga
Sýking
Krabbamein
Drep v/skerts blóðflæðis
Starfræn truflun v/taugavandamála
Hvaða sálrænu þættir geta valdið vandamálum í meltingarvegi?
Kvíði
Streita
Hvaða upplýsingum viljum við safna hjá sjúklingi með vandamál í meltingarvegi?
Verkir
Lífsmörk
Ógleði
Uppköst
Hægðalosun/-mynstur (breytingar, niðurgangur, harðlífi)
Útlit hægða
Vindlosun
Matarlyst/þyngdarmynstur
Næringarástand, næringarmat
Líkamsskoðun
Hvaða rannsóknir eru framkvæmdar við upplýsingasöfnun hjá sjúkdómum með veltingarvegsvandamál?
Blóð:
- Status
- CRP
- Sölt
- Lifrar- og brispróf
- Æxlisvísar
Þvag:
- Blóð
- Sýking
Hægðir:
- Blóð
- Sýking
Speglanir:
- Vélinda/magi/skeifugörn
- Ristill/endaþarmur
- Gallvegir (ERCP)
Myndrannsóknir:
- Rtg
- CT
- MRI
- Ómun
Hvaða aðgerðir á meltingarvegi eru framkvæmdar í kviðsjá?
Botnlangaaðgerðir
Gallblöðruaðgerðir
Ristilaðgerðir
Aðgerðir til greiningar (explorative)
Bakflæðisaðgerðir (Nissen fundoplication)
Skurðaðgerðir við offitu
Hvaða aðgerðir á meltingarvegi eru framkvæmdar með opinni aðgerð?
Vélindabrottnám
Brottnám á maga
Lifraraðgerðir
Whipple
Abdominal/perineal resection
Endaþarmsaðgerðir
Kviðslitsaðgerðir
Stómaaðgerðir
Í hverju felst hjúkrun fyrir aðgerð á meltingarvegi?
Upplýsingasöfnun
Prehabilitation
Undirbúningur og fræðsla
Stuðningur
Hvaða hjúkrunargreiningar fá sjúklingar fyrir aðgerð á meltingarvegi?
Undirbúningur fyrir aðgerð
Ónóg þekking
Hvaða hjúkrunargreiningar fá sjúklingar eftir aðgerð á meltingarvegi?
Hætta á fylgikvillum aðgerðar
Verkir
Hætta á vökva- og elektrolítaójafnvægi
Truflun á starfsemi meltingar
Skert sjálfsbjargargeta
Næring minni en líkamsþörf
Ófullnægjandi öndun
Andleg vanlíðan
Ónóg þekking
Breytt líkamsímynd
Skurðsár/vefjaskaði sár
Hætta á sýkingu
Hætta á þrýstingssárum
Byltuhætta
Undirbúningur útskriftar
Hverjir geta fylgikvillar aðgerða verið?
Blæðing
Blóðtappi
Sýking
Lungnabólga
Anastomosuleki
Hvernig fylgjumst við með og komum í veg fyrir fylgikvilla aðgerða?
Lífsmörk
Hreyfing
Öndunaræfingar
Fylgjast með blóðprufum
Eftirlit
Fræðsla
Hvað eiga sjúklingar auðveldara með að gera eftir aðgerð ef þeir fá viðeigandi verkjastillingu?
Sjúklingar eiga auðveldara með:
- hreyfingu
- djúpöndun
- hvíld
- bata
Þeim líður líka betur andlega.
Hvaða lyf eru gefin eftir litlar aðgerðir s.s. botnlangatökur, gallkaganir, lítil kviðslit o.fl.?
Íbúfen og paratabs fast/pn
Tradolan pn
Hvaða lyf eru gefin fyrir og eftir kviðsjárspeglanir (flýtibati)?
Targin og paratabs fyrir aðgerð og reglulega eftir.
Targin skipt út fyrir Tradolan við útskrift.
Hvaða lyf eru gefin fyrir og eftir opnar kviðarholsskurðaðgerðir (flýtibati)?
Paratabs fyrir og fast eftir aðgerð.
Utanbastdeyfing (FBA/BFA).
Tradolan sett inn þegar deyfing tekin út.
Hvers konar verkir eru algengir eftir kviðarholsspeglun, hvar finnur fólk mest fyrir þeim og hvað vara þeir yfirleitt lengi?
Loftverkir í öxlunum.
Vara í 2-3 daga.
Hverjir eru verkþættirnir fyrir hjúkrunargreininguna hætta á vökva- og elektrólýtajafnvægi?
Vigta daglega
Tæma þvagpoka reglulega
Mæla og skrá inn/út og gera upp vökvajafnvægi a.m.k. einu sinni á vakt + sólarhringsuppgjör
Meta bjúg
Mæla súrefnismettun/O2-þörf
Þvagræsandi skv. fyrirmælum
Fylgjast með blóðprufum
Ath. niðurgang, uppköst, hita og svita
Hver eru einkenni garnalömunar (ileus, subileus)?
Ógleði, uppköst
Þaninn kviður
Ekki flatus/garnahljóð
Kviðverkir
Hverjir eru 2 flokkar ileus?
Mechanical ileus og paralytic ileus
Hvaða þættir orsaka mechanical ileus?
Samvextir
Snúningur
Hægðatregða
Fyrirferð
Hvaða þættir orsaka paralytic ileus?
Aðgerð
Bólgur/sýking í kviðarholi
Lyf
Mænuskaði
Hvenær á fyrst að skipta á skurðsáraumbúðum eftir aðgerð?
Á 2. eða 3. degi
Hver er yfirleitt ástæðan fyrir hita á fyrstu dögunum eftir skurðaðgerð á meltingarvegi?
Samfall á lungnablöðrum (grunn öndun vegna verkja í kviðnum)
Hver er meðferðin við samfalli á lungnablöðrum?
Verkjastilling
Öndunaræfingar á klst fresti
Hreyfing
O2 pn
Lífsmörk
Hver er meðferðin við hjúkrunargreiningunni skert sjálfsbjargargeta?
Verkjastilling
Fræðsla
Hvetja til sjálfshjálpar
Hjálpartæki
Aðstoð við ADL eftir þörfum
Hvernig getur birtingarmynd taugaskaða verið eftir skurðaðgerð á kviðarholi?
Risvandamál
Vandamál við tæmingu á þvagblöðru (leki/tregða)
Nefndu 5 mismunandi staðsetningar stóma
Smágirni
Risristill
Þverristill
Fallristill
Bugðuristill
Hvað veldur því að fólk þarf að fá stóma?
Krabbamein
Bólgusjúkdómar
Ristilpokabólga
Trauma
Nefndu 2 ástæður þess að fólk fær enda ristilstóma
Krabbamein í endaþarmi
Colitis Ulcerosa
Nefndu 2 ástæður þess að fólk fær enda smágirnisstóma
Colitis Ulcerosa
Crohn’s
Í hverju felst stómahjúkrun fyrir aðgerð?
Innskriftarmiðstöð 3-7 dögum fyrir aðgerð
Fræðsla til sjúklings og aðstandenda
Nota mynd af meltingarvegi
Lýsing á stóma - myndir/myndbönd
Merkja stómastað, sýna hjálpargögn
Heimsóknarþjónusta Stómasamtakanna
Líkamlegur undirbúningur
Hvað einkennir hægðir úr garnastóma?
Mjög þunnar hægðir sem innihalda mikið af:
- vatni
- elektrólýtum
- meltingarensímum
Hvenær er fyrsta pokaskipting á stóma gerð eftir aðgerð?
ca 5 dögum eftir aðgerð (fyrr ef leki)
Hvernig lítur heilbrigt stóma út?
Rautt og glansandi
Hvernig verður stóma á litinn ef blóðflæði er skert?
svart
Hvað bendir loft í stómapoka til og hvað má sjúklingur gera þegar það gerist?
að meltingin sé komin í gang
sjúklingur má þá byrja að borða
Hvað er ráðlagt að gera við mat ef hægðir eru mjög vatnskenndar í garnastóma?
salta mat aukalega
Hvenær á að tæma poka hjá ileostóma/garnastóma?
Þegar hann er ca. hálffullur.
Hver geta sálræn og félagsleg áhrif stómaaðgerða verið?
Breytt líkamsímynd
Kynlífsvandamál
Breytingar á svefni
Áhyggjur vegna leka og lyktar