Hjúkrun sjúklinga í svæfingu/deyfingu í skurðaðgerð Flashcards
Hvaða upplýsingum er aflað um sjúkling fyrir svæfingu?
Heilsufarssaga
Föst lyf
Reykingar
Áfengi
Fíkniefni
Tannstatus
Fræðsla um föstu
Fyrir hvað stendur ASA og hvernig er flokkunin?
American Society of Anesthesiologists.
ASA 1: Heilbrigður einstaklingur, reykir ekki, engin/lítil áfengisneysla.
ASA 2: Sjúklingur með vægan kerfisbundinn sjúkdóm. T.d. reykir, neytir áfengis, þungun, offita, DM,…
ASA 3: Sjúklingur með alvarlegan kerfisbundinn sjúkdóm. T.d. kransæðasjúkdómur, DM, háþrýstingur, COPD, lifrarbólga, sjúkleg offita.
ASA 4: Sjúklingur með alvarlegan kerfisbundinn sjúkdóm sem ógnar stöðugt lífi.
ASA 5: Dauðvona sjúklingur sem mun ekki lifa af án aðgerðar.
ASA 6: Sjúklingur hefur verið úrskurðaður heiladauður. Líffæragjafi.
Hverjar geta afleiðingar mikils kvíða fyrir aðgerð verið?
Áhrif á bataferlið eftir aðgerð
Kvíði og þunglyndi eftir aðgerð
Aukin þörf fyrir svæfingalyf
Auknir verkir eftir aðgerð
Seinkun á sáragróanda
Aukin hætta á sýkingu
Verri útkoma
Lengri dvöl á sjúkrahúsi
Hvernig er “triad of anaesthesia?
Meðvitundarleysi
Verkjastilling
Vöðvaslökun
Þegar talað er um svæfingu er átt við 3 tímabil:
Innleiðsla svæfingar (induction)
Viðhald svæfingar (maintenance)
Vöknun (emergence)
Hvaða svæfingarlyf er mest notaða lyfið?
Própófól
Hvað tekur sjúkling langan tíma að sofna við notkun própófóls?
15-30 sek
Hverjir eru kostir og gallar própófóls?
Kostir:
- Sjúklingur sofnar og vaknar fljótt
- Lítil ógleðihætta
- Berkjuvíkkandi
Gallar:
- Sársauki við gjöf
- Æðavíkkandi
- Lækkar blóðþrýsting
Hvenær eru svæfingargös notuð og hvað er alltaf gefið með þeim?
Notuð til viðhalds svæfingar.
Alltaf gefin með súrefni.
Hvaða verkjalyf eru gefin sjúklingum í svæfingu?
Fentanýl
Remifentanýl
Staðdeyfilyf
Bólgueyðandi lyf (NSAID)
Hvernig verka vöðvaslakandi lyf?
Blokkera taugaboð við taugavöðvamót beinagrindavöðva (koma í veg fyrir afskautun og samrátt) og verka eingöngu lamandi, hafa ekki áhrif á meðvitund
Hvenær eru lyf án afskautunar notuð?
En afskautandi lyf?
Lyf án afskautunar: notuð til að auðvelda barkaþræðingu og fá slökun á vöðvum til að auðvelda framkvæmd skurðaðgerða.
Afskautandi lyf: eingöngu notuð í bráðaaðgerðum í innleiðslu svæfingar
Hvaða lyf er gefið í lok aðgerðar til að hemja verkun vöðvaslakandi lyfja?
Robulin/Neostigmin
Nefndu algeng róandi lyf notuð í svæfingu/slævingu
Midazólam
Benzodiazepine
Hvað þarf að skoða við mat á loftvegi fyrir svæfingu?
Munn
Tennur
Hreyfanleika háls og höfuðs