Hjúkrun sjúklinga eftir aðgerðir á kvenlíffærum Flashcards
Hvers vegna verður vefur í kvenlíffærum næmari fyrir smiti með tíðarhvörfum?
Þá verður minnkað estrógen sem veldur rýrnun í leggöngum og börmum og vefur verður næmari fyrir smiti.
Hvað er vaginitis?
Sýking í leggöngum
Hverjir eru áhættuþættir sýkinga í kvenlíffærum?
Frjósemistími
Tíðahvörf
Lár estrogen styrkur
Meðganga
Neysla getnaðarvarna um munn
Lélegt hreinlæti
Þröngar flíkur
Gerviefni
Mikill þvottur/skolun
Sýklalyf
Ofnæmi
Sykursýki
Samfarir/munnmök við sýktan einstakling
Hvernig fer mat á sjúklingum með sýkingar í kvenlíffærum fram?
Skoðun eins fljótt og mögulegt er
Leiðbeina sjúklingi að þvo sér ekki að neðan fyrir skoðun
Sjúkrasaga
Hvaða hjúkrunargreiningar eiga við um sjúklinga með sýkingu í kvenlíffærum?
Óþægindi í tengslum við bruna, lykt eða kláða vegna smits
Kvíði tengdur einkennum
Hætta tengd sýkingu eða hafa dreift sýkingu (smitskömm)
Þekkingaskortur á eðlilegu hreinlæti og fyrirbyggjandi aðgerðum (smitvörnum)
Hvert er markmið hjúkrunar sjúklinga með sýkingu í kvenlíffærum?
Draga úr óþægindum
Draga úr kvíða sem tengjast einkennum
Forvarnir gegn endursýkingu eða smiti með kynlífi
Fræða sjúkling um aðferðir til að koma í veg fyrir sýkingar í leggöngum og eða ytri kynfærum og stjórna sjálfsumönnun
Algengasti kynlífsborni sjúkdómurinn á meðal kynferðislega virkts ungs fólks er…
Human papillomavirus (HPV)
Nefndu kynsjúkdóm sem einnig getur borist með snertingu og sem getur smitast þegar sýkti einstaklingurinn er með einkenni
Herpes týpa 2 (herpes genitalis)
Hver er meðferðin við HPV?
Staðbundin meðferð á kynfæravörtum eða fjalægðar með skurðaðgerð
Forvarnir:
- Bólusetning
- Leghálsstrok
Hver er meðferðin við herpes týpu 2?
Engin lækning
Veirulyf geta dregið úr einkennum
Hvernig geta bólgusjúkdómar í grindarholi oft byrjað?
Getur byrjað með leghálsbólgu og haft áhrif á leg (legslímubólga), eggjaleiðara (salpingitis), eggjastokka (ovhoritis), og æðakerfi í kviðarholi
Hverjar eru algengar ástæður bólgusjúkdóma í grindarholi?
Gonorrhea og chlamydia
Hver eru einkenni bólgusjúkdóma í grindarholi?
Legganga útferð
Sársauki við kynlíf
Verkur í neðra kviðarholi
Eymsli við þreifingu í legi/leghálsi
Hiti
Almenn vanlíðan
Lystarstol
Ógleði
Höfuðverkur
Hver er meðferðin við bólgusjúkdómum í grindarholi?
Breiðvirk sýklalyf
Meðhöndla kynlífsfélaga (koma í veg fyrir endurtekið smit)
Verkjalyf
Hvíld og næring
Sjúklingafræðsla
__% sem lifa með HIV eru konur
25%