Hjúkrun sjúklinga eftir bæklunarskurðaðgerðir Flashcards
Hver eru 5 hlutverk beina?
Stuðningur
Vernd
Hreyfing
Hematopoiesis
Mineral homeostasis
Við hvaða aldur er beinmassi mestur?
um 35 ára
Hvað gerist í beinþynningu?
millifrumuefnið rýrnar og beinin verða stökk og brothætt
Hver er algengasta ástæða bráðainnlagnar á bæklun?
beinþynningarbrot
Nefndu 3 frumugerðir beina
Osteoblastar (beinmyndandi frumur)
Osteoclastar (beinætur)
Osteocytar (beinfrumur)
Nefndu dæmi um skipulagðar aðgerðir í bæklun
Liðskipti í mjöðm
Liðskipti í hné
Liðskipti í öxl
Hryggspenging
Osteotomia
Arthrodesa
Tumorar, sarcoma, osteosarcoma
Teinatökur
Amputering
Hver er helsta ábendingin fyrir liðskiptaaðgerð á mjöðm/hné?
Slit í liðnum
Verkir
Hreyfiskerðing
Afhverju er hætta á liðhlaupi í mjöðm eftir liðskiptaaðgerð og hvenær minnkar hættan?
Mjúkvefir sem halda við mjaðmaliðinn eru laskaðir eftir aðgerðina og hætta er á að kúlan fari úr skálinni við ákveðnar hreyfingar.
Hættan minnkar eftir ca. 3 mánuði.
Hver eru einkenni liðhlaups?
Miklir verkir
Fótur styttur og innroteraður
Geta ekki notað fótinn
Hver er meðferðin við liðhlaupi?
Kippt í liðinn í slævingu
Stundum:
- Fótur settur í gifs frá ökkla að læri til að hindra hreyfingu
- Spelka í sama tilgangi
- Skálarauki (aðgerð)
Hvaða hreyfitakmarkanir eru eftir liðskipti í mjöðm?
Ekki innrotera aðgerðarfæti
Ekki beygja meira en 90° í mjöðm
Ekki krossleggja fætur
Nota hjálpartæki
Hvað getur valdið því að fólk þarf gervilið í hné?
Slit í lið
Verkir
Hreyfiskerðing
Ofþyngd
Áverki
Rétt eða rangt? Betri árangur er eftir liðskiptaaðgerðir á hnjám heldur en mjöðmum.
Rangt. Ekki jafn öruggur árangur og eftir mjaðmaliðskipti.
Hvað er hryggspenging og hvenær er það gert?
Hryggjaliðir festir saman til að hindra hreyfingu.
Gert eftir hryggsúlubrot.
Til hvers er osteotomia og við hverju er hún oft notuð?
Til að rétta stöðu beins.
Notuð við hallux valgus/hjólbeinóttum.
Nefndu algeng bráðatilfelli á bæklun
Mjaðmabrot eða lærleggsbrot
Ökklabrot
Sköflungsbrot
Upphandleggsbrot
Úlnliðsbrot (sjaldnast innlögn)
Hryggsúlubrot
Fjöláverki (fjöltrauma)
Hverjar eru 3 gerðir mjaðmabrota?
Brot á lærleggshálsi (collum fractura)
Brot á lærleggshnútu (pertrochanter fractura)
Brot undir lærleggshnútu (subtrochanter fractura)
Hverjar eru helstu orsakir mjaðmabrota?
Beinþynning
Hrumleiki
Lágorkuáverkar
Hver er meðalaldur þeirra sem fá mjaðmabrot og hjá hvaða kyni er það algengara.
Meðalaldur 83-84 ára. Konur (3:1)
Við hvaða aðstæður verða beinþynningarbrot?
Við lágorkuáverka eins og fall á jafnsléttu.
Stundum þarf ekki fall til.
Hverjir eru þekktir áhættuþættir beinþynningar (osteopenia)?
Kyn (kona)
Aldur
Erfðir
Næring
Undirþyngd
Hreyfingarleysi
Reykingar
Áfengisneysla
Beinbrotnað áður
Hvað er sarcopenia?
Minnkaður vöðvamassi.
Hvað eykur sarcopenia líkurnar á?
beinþynningu og byltum
Hvernig er fyrirbyggin/meðferð sarcopeniu?
Líkamsþjálfun
Næring: próteininntekt
D-vítamín
Hver er skilgreiningin á hrumleika (frailty)?
Heilkenni þar sem sarcopenia er undirliggjandi þáttur og einstaklingur hefur að auki a.m.k. þrjá af þessum þáttum:
- óviljandi þyngdartap
- magnleysi
- þreyta
- hæggengi
- minnkuð líkamleg virkni
Í hverju felst meðferðin við hrumleika?
- Líkamsþjálfun
- Orku- og próteinbætt fæði
- D-vítamín
- Minnka fjöllyfjanotkun
Hvernig er Garden flokkunin á lærleggshálsbrotum?
Garden 1-2:
- Ótilfærð brot sem oftast er hægt að festa með einföldum nöglum
Garden 3-4:
- Tilfærð brot þar sem blóðflæði er líklegast skert inn í kúluna og hætta á drepi í beini
Hver er ábendingin fyrir gervilið?
Ef blóðflæði inn í collum er í hættu og fyrirséð að drep verði í kúlu (Garden 3-4).
Hvað er hálfur gerviliður (bipolar prótesa)?
Þegar einungis eru notaðar mjaðmakúlur með áföstu skafti (ekki skál á móti)
Hver er meðferðin ef brot á lærleggshálsi er ekki eða lítið tilfært? (Garden 1-2)
Þá eru settir Hanson naglar upp í kúluna.
Við hvernig broti er DHS negling (dynamic hip screw) oft notuð?
Broti á lærleggshnútu
Hvernig festing er notuð við broti undir lærleggshnútu?
Mergnagli - Gammanagli
Hverjir eru helstu þættirnir í hjúkrun sjúklinga fyrir bæklunaraðgerð?
Prehabilitation
Fræðsla
Næring og fasta
Vökvajafnvægi
Þrýstingssáravarnir
Óráðsvarnir
Verkjastilling
Hagræðing
Eftirlit með ástandi
Rannsóknir
Undirbúningur fyrir skurðaðgerð
Nefndu algengar hjúkrunargreiningar eftir bæklunaraðgerðir
Hætta á fylgikvillum aðgerðar
Verkir
Skert líkamleg hreyfigeta
Skurðsár
Hætta á vökvaójafnvægi
Hætta á óráði
Hætta á sýkingu
Hætta á skertri starfsemi úttauga-/æðakerfis
Röskun á fjölskyldulífi
Hverjir geta fylgikvillar bæklunaraðgerða verið?
Liðhlaup
Blæðing
Ógleði og uppköst
Truflun á svefni
Bráðarugl
Blóðtappi
Þvagfærasýking
Þvagtregða
Lungnabólga
Aspiration
Sárasýkingar
Bráður nýrnaskaði
Rétt eða rangt: algengt er að nota bólgueyðandi lyf eftir bæklunarskurðaðgerðir?
rangt
Hversu miklar líkur eru á óráði eftir mjaðmabrot?
50%
Hvenær kemur sýking í beini oftast fram eftir áverkann?
innan við 4 vikum eftir áverkann
Hver eru 5 einkenni compartment syndrome / þrengslaheilkenni?
Pain
Paresthesia
Pallor
Paralysis
Pulselessness