Hjúkrun sjúklinga eftir bæklunarskurðaðgerðir Flashcards
Hver eru 5 hlutverk beina?
Stuðningur
Vernd
Hreyfing
Hematopoiesis
Mineral homeostasis
Við hvaða aldur er beinmassi mestur?
um 35 ára
Hvað gerist í beinþynningu?
millifrumuefnið rýrnar og beinin verða stökk og brothætt
Hver er algengasta ástæða bráðainnlagnar á bæklun?
beinþynningarbrot
Nefndu 3 frumugerðir beina
Osteoblastar (beinmyndandi frumur)
Osteoclastar (beinætur)
Osteocytar (beinfrumur)
Nefndu dæmi um skipulagðar aðgerðir í bæklun
Liðskipti í mjöðm
Liðskipti í hné
Liðskipti í öxl
Hryggspenging
Osteotomia
Arthrodesa
Tumorar, sarcoma, osteosarcoma
Teinatökur
Amputering
Hver er helsta ábendingin fyrir liðskiptaaðgerð á mjöðm/hné?
Slit í liðnum
Verkir
Hreyfiskerðing
Afhverju er hætta á liðhlaupi í mjöðm eftir liðskiptaaðgerð og hvenær minnkar hættan?
Mjúkvefir sem halda við mjaðmaliðinn eru laskaðir eftir aðgerðina og hætta er á að kúlan fari úr skálinni við ákveðnar hreyfingar.
Hættan minnkar eftir ca. 3 mánuði.
Hver eru einkenni liðhlaups?
Miklir verkir
Fótur styttur og innroteraður
Geta ekki notað fótinn
Hver er meðferðin við liðhlaupi?
Kippt í liðinn í slævingu
Stundum:
- Fótur settur í gifs frá ökkla að læri til að hindra hreyfingu
- Spelka í sama tilgangi
- Skálarauki (aðgerð)
Hvaða hreyfitakmarkanir eru eftir liðskipti í mjöðm?
Ekki innrotera aðgerðarfæti
Ekki beygja meira en 90° í mjöðm
Ekki krossleggja fætur
Nota hjálpartæki
Hvað getur valdið því að fólk þarf gervilið í hné?
Slit í lið
Verkir
Hreyfiskerðing
Ofþyngd
Áverki
Rétt eða rangt? Betri árangur er eftir liðskiptaaðgerðir á hnjám heldur en mjöðmum.
Rangt. Ekki jafn öruggur árangur og eftir mjaðmaliðskipti.
Hvað er hryggspenging og hvenær er það gert?
Hryggjaliðir festir saman til að hindra hreyfingu.
Gert eftir hryggsúlubrot.
Til hvers er osteotomia og við hverju er hún oft notuð?
Til að rétta stöðu beins.
Notuð við hallux valgus/hjólbeinóttum.