Hjúkrun eftir aðgerð á höfði Flashcards
Hvað er craniotomy?
Inngrip þar sem hluti af höfuðkúpu er fjarlægður til að komast að heila
Hvað er craniectomy?
Inngrip þar sem hluti af höfuðkúpu er fjarlægður til að komast að heila, heilahólfum eða æðum
Hvað einkennir góðkynja æxli í heila?
vaxa hægt
ólíklegt að þau komi aftur ef þau eru fjarlægð
dreifa sér ekki
þarf oftast bara aðgerð
Geta verið “illkynja” vegna staðsetningar
Hvað einkennir illkynja æxli í heila?
vaxa hratt
meiri líkur að þau komi aftur
dreifa sér
ekki hægt að meðhöndla aðeins með aðgerð
oftast þarf viðbótarmeðferð með eins og geisla- og/eða lyfjameðferð
Nefndu 2 ástæður fyrir craniotomy
Heilaæxli
Hreinsa blæðingu
Hvar liggja sjúklingar eftir craniotomy og hversu lengi?
Gjörgæsla í 4 tíma og síðan hágæsla fram á næsta dag eða eftir ástandi
3-5 dagar á legudeild
Í hverju felst hjúkrun eftir aðgerð á höfði?
Mæla öll lífsmörk reglulega
Mat á meðvitund með Glasgow coma scale
Meta pupillur
Fylgjast með einkennum um hækkaðan innankúpuþrýsting (ICP)
Hver eru snemmbúin einkenni innankúpuþrýstings?
Óróleiki
óáttun
breytt öndun
tilgangslausar hreyfingar
breytingar á ljósopum
máttminnkun
höfuðverkur sem versnar við hreyfingu og áreynslu
Hver eru síðbúin einkenni innankúpuþrýstings?
Minnkandi meðvitund
hægur púls
hæg öndun og breyting á öndunarmynstri
hækkun á systólískum blóðþrýstingi
hiti án sýkingar
uppköst
óeðlilegar stellingar
reflexar hverfa
Hverjar eru hjúkrunargreiningarnar eftir aðgerð á höfði?
Verkir
Vefjaskaði/sár
Hætta á vökvaójafnvægi
Ófullnægjandi öndun
Skert líkamleg hreyfigeta/skert sjálfsbjargargeta
Kvíði
Röskun á fjölskyldulífi
Nefndu helstu ástæðuna fyrir aðgerð á heiladingli
góðkynja æxli
- þrýstingseinkenni
- hormónatruflun
Hver er meðferðin við subdural blæðingu?
craniotomy
borhola
eftirlit
Hver er algengasta orsök innanskúmsblæðingar?
Rof á æðagúl
Hver eru einkenni innanskúmsblæðinga?
Skyndilegur höfuðverkur
Ógleði, uppköst
Hnakkastífleiki
Ljósfælni, hljóðfælni
Minnkuð meðvitund
Hver er meðferðin við innanskúmsblæðingum?
craniotomy
æðaþræðing