Gamalt Lokapróf Flashcards

1
Q

Fjallið um mismunandi sjónarmið við verðlagningu (pricing) og hvernig þau tengjast m.a. ímynd og / eða skynjuðum gæðum.

A

Þegar við erum að keppa við önnur fyrirtæki á verðum, þá erum við í öllum tilfellum að keppa við í kostnaði. Þegar við segjum við markaðinn að við getum verið ódýrari en þessi að þá erum við að segja við markaðinn að við erum með lægri kostnað - hráefnin sem við erum með eru ódýrari en hjá hinum.

Dæmi: munur á hamborgurum í matvörubúð og Hamborgarabúllunni, þar er miklu dýrara að fá hamborgara tilbúinn en þá ertu líka að borga fyrir þjónustuna og gæðin. American style og steik á apótekinu, american style er að auglýsa steik á 3000kr, þar er kostnaðarmunur, það er miklu ódýrari fyrir american style að gera þessa steik heldur en fyrir apótekið. American Style gæti verið að kaupa sína steik frosna í bónus. Þarf líka að borga fyrir þjónustuna sem Apótekið veitir. Þetta skapar ímynd því þegar þú hugsar um t.d Apótekið þá ertu að hugsa að fara einhvert fínt og flott út að borða flottan mat. Líka menntaður kokkur að elda matinn á Apótekinu. Skapar allt jákvæða ímynd í huga viðskiptavina og mun ólíka ímynd miðað við American Style. Þegar þú kaupir ódýra steik þá veistu hvað þú ert að borga fyrir. Veltur á gæðum og ímyndum.

Mismunandi sjónarmið við verðlagningu: Lægra verð = lægri kostnaður. Hærra verð = Hærri kostnaður. Fyrirtæki sem eru með lægri verð eru með lægri kostnað, minni gæði, lélegri þjónusta. Þú borgar fyrir það sem þú færð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Að móta verðstefnu, ferli og útskýrðu hvert þrep

A
  1. Skilgreina markmið með verðlagningu
    - Það hefur lengi verið talað um það að það er
    ákveðin græðgismenning í ferðaþjónustu, sem
    dæmi kostar kjötsúpuskál í Perlunni 5k.
  2. Ákvarða eftirspurn
    - Hversu mikil eftirspurn er? Ef þú þarft milljón í
    tekjur fyrir skatt og það koma ca 100 manns þá
    þarftu að selja miðan á ca 10k. En ef það koma
    1000 manns þá þarftu bara að selja miðan á 1k.
    Ég þarf að vita hvað það er líklegt að eg selji mikið
    af vörunni, og gera áætlun.
  3. Áætla kostnað
    - Hvað er það sem ég þarf að borga, það getur
    verið erfitt því að það eru t.d hagsveiflur á Íslandi.
  4. Greina verð, kostnað og tilboð samkeppnisaðila
  5. Ákvarða verðaðferð
  6. Ákvarða endanlegt verð.
    - Þegar við erum að keppa við önnur fyrirtæki á
    verðum, þá erum við í öllum tilfellum að keppa í
    kostnaði. Þegar að við segjum við markaðinn við
    getum verið ódýrari en þessi að þá erum við að
    segja við markaðinn við erum með lægri
    kostnað. Stundum er þetta bara gert svona að
    við seljum þetta bara á 5k og sjáum hvað við
    seljum mikið, en stundum er þetta akkúrat á
    hinn veginn, stundum er sagt annaðhvort upp
    eða niður, t.d. Ef hann getur selt hamborgara á
    5k þá get ég það líka, þarna er algjörlega verið
    að gera lítið úr kostnaði og tilboði
    samkeppnisaðila.
    T.d. þá er munur á hamborgara í bónus eða á
    búllunni. Í bónus kaupum við 4 homborgara á
    795kr en þá þurfum við líka að kaupa meðlætið
    og elda þá sjálf. En á búllunni færðu kannski 4
    hamborgara á 6000kr en þá ertu líka að borga
    fyrir þjónustuna og gæði.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Lýstu kaupákvörðunarferli einstaklinga.

A
  1. Kemur upp þörf, vandamál -
  2. Upplýsingaöflun -
  3. Meta valkosti
  4. Kaup
  5. Mat á kaupum eftir að varan er keypt
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Lýstu kaupákvörðunarferli fyrirtækis

A
  1. Kemur upp þörf, vandamál
  2. Ákvörðun um hversu mikið magn vantar
  3. Leit af mögulegum vörum
  4. Öflun og greining á tilboðum
  5. Tilboð metin og birgjar valdir
  6. Val á pöntunarleið
  7. Kaupin metin.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er STP marketing og hvaða þremur þáttum samanstendur það af?

A

STP marketing, eða miðuð markaðssetning, samanstendur af markaðshlutun, miðun og staðfærslu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

(STP marketing) Hvað er markaðshlutun?

A

er það ferli þegar skipt er markaði í minni samstæðari hópa sem hafa svipaðar þarfir, einkenni eða hegðun og gætu því viljað það svipaðar vörur eða jafnvel sömu vörur. Þegar við erum að greina markaðshlutinn, þá erum við að skoða viðhorf, venjur og vilja. Við erum í einhverskonar þáttagreiningu, hverjir eru hvað, og gera grein fyrir hverjum hóp og hvaða einkenni eru dregin fram.
Markaðnum er skipt niður í:
- Landfræðileg skipting (Svæði, stærð borga eða
bæjar og þéttleiki byggðar.
- Lýðfræðileg skipting (Aldur, kyn, tekjur, starf,
kynþáttur, trúarbrögð, þjóðerni)
- Landlýðfræðileg skipting

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

(STP marketing) Hvað er markaðsmiðun?

A

er það að fyrirtæki veit að það getur ekki og þarf ekki að sinna þörfum allra á þeim markaði sem það er í, og þess vegna þurfa þau að velja sér markhóp/a sem það ætlar að höfða til, þá velur það markhópa út frá hversu líklegt það sé að það nái árangri og getur skapað sér forskot á markaðinum. Þau eru semsagt að miða á markað sem þau geta höfðað til.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

(STP marketing) Hvað er staðfærsla á markaði?

A

er að skapa skýra, aðgreinanlega og eftirsóknaverða stöðu í huga neytenda fyrir vöru samanborið við vörur samkeppnisaðila. Þá skipuleggja fyrirtæki staðfærslu sem aðgreinir vörur þeirra frá vörum samkeppnisaðilans og þannig skapa forskot hjá þeim markhópi sem fyrirtækið höfðar til. En við þessa vinnu, að staðfærsla vöru á markaði, þá verður fyrirtækið að skilgreina samkeppnisyfirburði (forskot) sína og það er stór grundvöllur. Til að ná samkeppnisyfirburðum verða vörur fyrirtækisins og innihalda meira virði fyrir markhópinn, annað hvort með lægra verði eða með betri eiginleikum/ávinningum fyrir neytandann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

(ekki líkleg prófspurning) Ræðið innri markaðsfærslu (internal marketing) og setjið í samhengi við m.a. Þjónustuþríhyrninginn

A

Á vinstri hlið markaðsþríhyrningsins er að finna sk. innri markaðsfærslu (e. internal marketing). Hér fer fram það mikilvæga starf sem stuðlar að því að starfsfólkið geti framkvæmt “loforðið” sem ytri markaðsfærslan gefur til kynna. Hér er t.d. um að ræða þjálfun, hvatningu og umbun starfsfólks fyrir það starf sem innt er af hendi. Ef starfsfólkið hefur ekki hæfni og vilja til að framkvæma þjónustuna eins og til er ætlast, getur fyrirtækið með engu móti staðið við “loforðið” og markaðsþríhyrningurinn mun falla saman. Við innri markaðsfærslu er gengið út frá því að bein tengsl séu á milli ánægju starfsfólks og ánægju viðskiptavina. Ef starfsandi í þjónustufyrirtæki er mjög slæmur og óánægja starfsmanna áberandi, er mjög líklegt að sú óánægja hafi áhrif á skynjun viðskiptavinarins á gæðum þjónustunnar. Ánægja viðskiptavinanna hefur í flestum tilvikum hvetjandi áhrif á starfsmanninn í þá átt að standa sig vel í starfi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Þegar við erum að greina markaðshlutun, þá erum við að skoða viðhorf, venjur og vilja. Við erum í einhverskonar þáttagreiningu, hverjir eru hvað, og gera grein fyrir hverjum hóp og hvaða einkenni eru dregin fram.
Markaðnum er skipt niður í:

A

Landfræðileg skipting (Svæði, stærð borga eða bæjar og þéttleiki byggðar.
Lýðfræðileg skipting (Aldur, kyn, tekjur, starf, kynþáttur, trúarbrögð, þjóðerni)
Landlýðfræðileg skipting (Hér byggir markaðshlutinn á sambandinu milli staðsetningu og búsetu annars vegar og lýðfræðilegum breytum hins vegar.
Sálfræðileg skiptin (Félagstaða, lífsstíll, Einstaklingseinkenni)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvernig er framkvæmd markaðshlutunar háttað?(stig)

A
  • Könnunarstig: skoða m.a. viðhorf, venjur og vilja
  • Greiningarstig: þáttagreining v/fylgni þátta og
    hópgreining þar sem myndaður er einn hópur.
  • Lýsingarstig: gerð er grein fyrir hverjum hóp og
    einkenni hans dregin fram.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Í kaupákvörðunarferlinu eru fimm hlutverk, skilgreindu þau:

A
  • Upphafsmaður (initiator) : sá sem byrjar að velta fyrir
    sér kaupum.
  • Áhrifamaður (influencer) : sá sem reynir að sannfæra
    aðra um hvað eigi að kaupa, Safna upplýsingum og
    reyna að hafa áhrif á hvað skiptir máli við kaupin.
  • Ákvarðanataki (decider) : Sá sem hefur völdin og/eða
    fjármagnið til þess að taka ákvörðun um hvað verður
    keypt.
  • Kaupandi (buyer) : sá sem kaupir vöruna.
  • Notandi (user): sá sem notar vöruna.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Þrepi 2 í kaupákvörðunarferli einstaklinga er upplýsingaöflun sem skiptist í tvær leitir, lýstu þeim

A

Innri leit: Leitar sér upplýsinga út frá eigin upplifun og
þekkingu.
Ytri leit: Leitað til annara aðila eins og t.d., vina,
fjölskyldu, sölufólks, ofl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er augnablik sannleikans (moment of truth) og hvernig getur slíkt augnablik verið öðruvísi í ferðaþjónustufyrirtækjum en öðrum fyrirtækjum?

A

Á sér stað þegar starfsmaður og viðskiptavinur eiga samskipti. Færni aðeins undir starfsmanni komið. Kærulaus mistök geta skilið eftir sig óánægðan viðskiptavin. S.s Stundin þegar þjónustan gerist er oft nefnd augnablik sannleikans því hér er loforðið framkvæmt eða ekki framkvæmt. Moment of truth skapar tilfinningu viðskiptavinar fyrir fyrirtæki, vörumerki, vöru eða þjónustu. Moment of truth getur átt sér þannig stað í ferðaþjónustufyrirtækjum að það kemur sér fyrir í einstakri upplifun sem þjónusta ferðafyrirtækisins á að veita neytendunum, viðskiptavinur metur hvort loforðinu var framkvæmt við upplifinuna sem hann keypti. T.d þegar komið er upp í rútu leiðsöguferðar og ferðin hefst, þá metur viðskiptavinurinn hvort hann sé að fá það sem hann óskaðist eftir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvaða söluráður (marketing mix) á sérstaklega og eingöngu við í samhengi við markaðsfærslu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum?

A

Lovelock söluráðurinn: Framleiðni og gæði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Lýstu marketing mix í almennu samhengi og nefnið 7P

A

Marketing mix samanstendur af:
Price (verð),
Product (vara),
Physical evidence(umgjörð),
process (ferlar),
People (fólk),
Promotion (kynningarstarf)
Place (dreifing).

Þessir þættir snúast í kringum markhóp og mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvaða markhóp getur maður þjónað og hverjum ekki. Þessar sjö söluráður kallast 7 (8)P og í öllum þessum þáttum þurfum við að vera í samtali eða vera í ábyrgð um hvaða aðgerðir við þurfum að gera til þess að geta haft áhrif á viðskiptavini, til þess að gera þá trygga og slíkt. Þær söluráður sem eiga sérstaklega við markaðsfærslu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum er framleiðni og gæði (productivity & quality) sem er þá hið áttunda P.

17
Q

GAP 1 og helstu ástæður fyrir því að það myndast:

A

Fyrirtæki vita ekki hverjar væntingar viðskiptavina eru.

Helstu ástæður fyrir því að þetta gap myndast eru:
- Markaðsrannsóknir eru ómarkvissar

  • Upplýsingamiðlun ófullnægjandi
  • Ófullnægjandi áhersla á CRM (Customer relationship marketing)
18
Q

GAP 2 og helstu ástæður þess að það myndast:

A

Staðlar gæðaþjónustu ekki réttir.
Það er ekki nóg að vita væntingar viðskiptavina til að tryggja góða þjónustu heldur þarf hönnun þjónustunar og ferlar hennar að vera í lagi ásamt því að þjónustan verður að vera hluta til stöðluð til að uppfylla væntingar viðskiptavinsins.

Helstu ástæður þess að þetta gap myndast eru:

  • Slæm hönnun þjónustu
  • Vöntun á viðskiptamiðuðum stöðlum
  • Ófullnægjandi umgjörð og þjónustuvettvangur -
19
Q

GAP 3 og helstu ástæður fyrir því að þetta Gap myndast:

A

Þjónustan er ekki rétt framkvæmd.

Þriðja framkvæmdagapið mælir hversu mikill munur er á þjónustustefnu fyrirtækis og raunverulegrar þjónustu þess og má starfsfólki fyrirtækisins þar um helst að kenna. Það kemur því ekki á óvart að ófullnægjandi mannauðsstjórnun sé helsta ástæðan þess að þetta framkvæmdagap myndast.

Helstu ástæður fyrir því að þetta Gap myndast er:

  • Mannauðsstjórnun er ófullnægjandi
  • Viðskiptavinurinn ekki ‘í takti’
  • Milliliðir flækja málin
  • Framboð og eftirspurn fer ekki saman
  • Slök viðbrögð ef eitthvað fer úr lagi
20
Q

GAP 4 Og helstu ástæður fyrir því að þetta gap myndast:

A

Frammistaða ekki í samræmi við loforð

Þetta Gap mælir hversu mikill munur er á því hvernig þjónustan er veitt og hverju viðskiptavininum var lofað.
Það er ekki nóg að framkvæmdin er til sóma heldur þurfa loforð sem fyrirtæki gefur frá sér að standast og það sé samræmi milli allra deilda innan fyrirtækisins.

Helstu ástæður að þetta Gap myndast er:

  • Ófullnægjandi samþætting allra markaðsaðgerða
  • Slök stjórnun væntinga
  • Loforðin yfirgengileg
  • Ómarkviss lárétt samskipti
  • Óviðeigandi verðlagning
21
Q

Gæðalíkan þjónustu (GAPs model of service quality) og hvað er þjónustugap?

A

Hugmyndalíkan sem staðsetur lykilhugtök, aðferðir og ákvarðanir í markaðssetningu þjónustu.

Þjónustugap er munurinn á skynjun fyrirtækisins á væntingum viðskiptavinarins og væntingum viðskiptavinarins um veitta þjónustu. Það myndast þegar væntingar viðskiptavina til þjónustunnar eru ekki þær sömu og skynjun þeirra á þjónustu.

22
Q

GAP 5

A

GAP 5 er á milli Upplifun þjónustu og Væntingar um þjónustu
Ástæðan fyrir að þetta gap myndast er út af vandamálum í hinum göpunum.
Til að loka þessu gapi þá þarf að loka öllum hinum göpunum.