G1 - kafli 1.1 ppt Flashcards
Ánægja viðskiptavina og hvernig er vítahringur þess
Mat viðskiptavinarins á því að hve miklu leyti frammistaða tiltekinnar vöru mætir væntingum hans. Ef varan stenst ekki væntingar verður viðskiptavinurinn óánægður og ef varan stenst væntingar eða fer fram úr þeim verður viðskiptavinurinn ánægður eða jafnvel mjög ánægður.
Ánægja viðskiptavina samanstendur af verðmæti viðskiptavina og væntingar viðskiptavina
→ Ánægja viðskiptavina → verða tryggir og hagnaður vex → tryggt starfsmanna eykst → Gæði þjónustu aukast →
Hvaða þættir hafa áhrif á ánægju viðskiptavina
þjónustugæði, vörugæði, verð, aðstæður og persónulegir þættir.
Hvað er marketing? (ísl. markaðssetning)
Með hugmyndafræði markaðssetningar þá erum við að reyna að búa til einhvers konar aukið virði.
Markaðssetning er ferlið þar sem fyrirtæki skapa verðmæti fyrir viðskiptavini og samfélagið, sem leiðir til sterkra sambanda við viðskipavini sem fanga verðmæti frá viðskiptavinum á móti
Marketing mix í almennum skilningi
Eitt af grundvalla hugtökum í markaðsfræði er “samval söluráða” (e. marketing mix), stundum kallað p-in fjögur en þau standa fyrir vara (e. product), verð (e. price), vettvangur (e. place) og vegsauki (e. promotion). Í hefðbundu framleiðslufyrirtæki eða í fyrirtæki sem markaðsfærir áþreifanlegar vörur, eru þetta breytur sem skipta mestu máli í markaðsáætlanagerðinni. Það er því hlutverk markaðsfólks að stjórna eða stuðla að því að eðlilegt samskipt sé á milli þessara breyta en gengið er út frá því að til sé einhver samsetning sem sé hagstæðust miðað við skilgreindan markhóp sem höfða á til.
Marketing mix fyrir ferðaþjónustufyrirtæki
Verð - vara - umgjörð - ferlar - fólk - kynningarstarf - dreifing -
Framleiðni og gæði (productivity & quality) er hið áttunda P’ið fyrir ferðaþjónustu
Hvað er vara í víðasta skilningi?
Allt sem við kemur vörunni / þjónustunni
Hönnun - umbúðir - litur - magn - stærð
Pakkningar - áletrun - skilaboð á pakka
Virkni - bragð - gæði - upplifun - skynjun
Þarfir - langanir - óskir - hönnun > markhópur
Útskýrðu The Marketing Process
- Í fyrsta lagi þurfum við að skilja markaðsaðstæður og þarfir og langanir viðskiptavina.
1.1 Notað er tvö mælitæki/greiningartól: PESTEl og five forces til þess. PESTEL er ytri aðstæðugreining sem taka á þeim aðstæðum mögulega sem hafa áhrif á einhvern markað. Makró eða ytri markaðsaðstæður. Það þýðir að fyrirtæki hvert og eitt getur ekki haft áhrif á þróun þarna. EIh sem við höfum ekki áhrif á en hefur áhrif á okkar rekstur. Five forces er hins vegar flokkað sem míkró eða innra umhverfi. Þarna erum við að velta fyrir okkur við hverja erum við í samkeppni, hvað er álíkt með þeim fyrirtækjum. - Hanna viðskiptavinadrifna markaðsstefnu
- Smíða samþætta markaðsáætlun sem skilar betri virði.
- Byggja upp arðbær tengsl og skapa ánægju viðskiptavina
- Fanga verðmæti frá viðskiptavinum til að skapa hagnað og eigið fé/sanngirni viðskiptavina.
Viðskiptavinir eru lífæð fyrirtækja. Þegar fyrirtæki uppfylla þarfir viðskiptavina..
Koma þeir aftur
Tala á jákvæðan hátt um fyrirtækið
Eru tilbúnir til að borga sanngjarnt verð
Hver eru grunnhugtök markaðsfærslu
Þarfir, langanir og eftirspurn
Vörur og þjónusa
Virði, ánægja og gæði
Viðskipti á markaði og tengsl
Markaður
Þarfir
Þarfir: Mannleg þörf er ástand þar sem finna má skort
Grunnþarfir, t.d matur, fatnaður, hlýja og öryggi
Félagslegar þarfir, t.d tilheyra, ástúð, skemmtun, slökun
Virðingaþarfir, t.d álit, viðurkenning, frægð
Einstaklingsþarfir, t.d þekking, sjálfsálit
Langanir
mótað af menningu og persónuleika einstaklings
Ekki rugla saman óskir og langanir
Þegar samfélag þróast stækka langanir fólks
Óskir
Fólk hefur nánast ótakmarkaða óskir, en takmarkað fjármagn. Þess vegna verða óskir kröfur þegar þær eru studdar af kaupmætti.
Fimm marketing management orientations sem fyrirtæki/stofnanir hallast að eru…
framleiðslu, vara, sala, markaðssetning og markaðssetning 3.0
Ólík hugmyndafræði við framkvæmd markaðsstarfs:
- Framleiðsluáhersla gerir ráð fyrir að neytendur vilji vörur sem séu ódýrar og auðfáanlegar. Fyrirtækið leggur því allt undir til að ná sem mestum afköstum og víðtækastri dreifingu.
- Vöruáhersla gerir ráð fyrir að neytendur vilji hágæðavörur sem slái aðrar vörur út hvað varðar einkenni og aukahluti. Fyrirtækið setur því mesta orku og vinnu í að framleiða og endurbæta vörur sínar.
- Söluáhersla gerir ráð fyrir að ef neytendur eru látnir afskiptalausir, þá muni þeir ekki kaupa nægilega mikið af vörum fyrirtækisins, til að fullnægja kröfum um arðsemi. Fyrirtækið verður því að framkvæma “harða” sölu- og auglýsingastarfsemi.
- Markaðsáhersla segir að til að ná markmiðum fyrirtækisins, verði það að skilgreina þarfir og óskir markhópa sinna og fullnægja þeim á skilvirkari og hagkvæmari hátt en samkeppnisaðilarnir gera.
- Félagsleg markaðsáhersla gerir ráð fyrir því að markmið fyrirtækisins sé að skilgreina þarfir, óskir og áhugamál markhópa sinna og fullnægja þeim betur en samkeppnisaðilarnir gera. Það verði þó aðeins gert á þann hátt að hagur neytenda og þjóðfélagsins í heild sé ætíð hafður að leiðarljósi.
Píramídi félagslegri markaðsáherslu:
Samfélagið (velferð almennings) - fyrirtækið (hagnaður/ávinningur) - Neytandinn (þarfir, langanir, ánægja)