G9 - Digital marketing - Stafræn markaðssetning ppt Flashcards
Hefðbundin markaðsstarf nær yfir..
TV, útvarp, utandyra, bíó, plaköt & fréttamiðlar, sölukynning, sýning á sölustað, merchandizing, markpóstur, bæklingar..
Hvað einkennir hefðbundið markaðsstarf?
Útsendingarstíll (e. Broadcast style), one way samskipti frá fyrirtæki til viðskiptavina, push marketing, oft á tíðum short term results (sölubúst, aukin vitund).
Kostir og gallar á hefðbundinni markaðssetningu?
Kostir: Kostir: Möguleiki á að ná til margra, getur aukið vitund ef hún er góð, eiga sér sögu og hafa virkað hingað til, það er oft á tíðum mikil þekking innan fyrirtækja í notkun á hefðbundnum miðlum.
Gallar: Dýrar markaðsaðgerðir sem erfitt er að mæla, dýrt að kaupa markaðsrannsóknir til að taka upplýstar ákvarðanir, targeting er mjög takmörkuð, auðvelt að eyða markaðsfé á vitlausum stöðum.
Hvað er stafræn markaðssetning?
Stafræn markaðssetning er þegar vara eða þjónusta er markaðssett eftir þeim leiðum sem eru í boði á netinu. Hún krefst bæði nýrra leiða til að nálgast viðskiptavini og skilning á hegðun þeirra í samanburði við hefðbundna markaðssetningu. Með aukinni stafrænni þróun fylgja nýjar og krefjandi áskoranir fyrir stjórnendur sem snúa að markaðssetningu fyrirtækja. Þeir standa frammi fyrir vaxandi, flóknum og örum breytingum sem þeir fá yfirleitt engu um ráðið.
Dæmi um stafrænar samskiptaleiðir:
Leitarvélabestun (SEO) – allir vilja vera efst á Google, efnismarkaðssetning, auglýsingar á leitarvélum, digital Display (CPC/CPM), markaðssetning á samfélagsmiðlum, email marketing og fl.
Þrír lykilþættir stafrænnar markaðssetningar:
Channels, content og data (ísl. rásir, efni og gögn).
Hver voru áhrif tækniþróunar á markaðsmál?
- Með tilkomu internetsins heyra samskiptahindranir milli fyrirtækja og neytenda sögunni til. Á samfélagsmiðlum hafa neytendur og fyrirtæki öðlast sterkan vettvang til þess að tengjast, eiga samskipti og auka vörumerkjavitund.
- Það má segja að samfélagsmiðlar hafi hrint af stað byltingu í markaðssetningu þar sem neytandinn er við stjórnvölinn og ber auknar væntingar til fyrirtækja um gegnsæi.
- Þessi tengslavettvangur milli fyrirtækja og neytenda er hins vegar ekki eingöngu hliðhollur neytandanum heldur geta fyrirtæki byggt upp traust fylgjenda sinna og byggt upp langvarandi viðskiptasamband með því að sýna fyrirtækið út frá fleiri sjónarhornum. Þannig geta fyrirtæki byggt upp traust samband milli sem leiðir til sölu.
- Hugmyndafræðin á bak við þetta er að nota samfélagsmiðla til að bjóða upp á einhver verðmæti fyrir fólk, t.d. mikilvægar upplýsingar, fróðleik eða skemmtun, en ekki fyrir beina sölu.
Hvernig er kauphegðun skilgreind?
Kauphegðun er skilgreind sem ákvörðunarferli og aðgerðir fólks sem taka þátt í að kaupa og nota vöru. Kauphegðun sem slík lýsir hegðun lokaneytanda sem kaupir vörur og þjónustu til persónulegrar notkunar.
Hvernig myndiru þá lýsa breytt kauphegðun?
- Með aukinni tækniþróun, þróun internetisins og betri nettengingu (WIFI,4G,5G) hefur kauphegðun neytenda breyst og færst nær alfarið á netið.
- Breytt kauphegðun hefur einnig haft áhrif á söluleiðir viðskiptavinarins.
Hvað viljum við vita um markhópinn sem við erum að beina vöru/þjónustu okkar að?
Viðhörf og hegðun, þörf, löngun, markmið, æviskeið, þekkingarstig, önnur vörumerki/fyrirtæki sem þau eru að fylgja, áhugamál, hvatning.
The philosophy of inbound marketing
- “Pull” tactics
- Attracting website visitors via data-driven content
- Converting website visitors with tailored website experiences
- Informative and educational
- Indirect approach
The philosophy of outbound marketing
- “Push” tactics
- Broadcasting a message far and wide
- Limited targeting
- Also called “traditional” marketing
- Limited data on buyer’s intent
Buyers persona er..
..rauði þráðurinn í stefnumiðaðri markaðsáætlunargerð
Hvort er PESTEL macro eða micro?
macro
Hvort er Porters Five Forces macro eða micro?
micro