G3 - Markaðsrannsóknir - Markaðsáætlanir ppt. Flashcards
Hvað er stefnumarkandi áætlanagerð? (e. Strategic marketing planning)
Stefnumarkandi áætlanagerð er það ferli sem þróar og heldur við eðlilegu sambandi milli markmiða, hæfileika og linda skipulagsheilda annars vegar og síbreytilegra markaðstækifæra hins vegar.
Hverjar eru algengar áætlanir í fyrirtækjum?
Ársáætlun
Langtímaáætlun
Stefnumarkandi áætlun
Hvert er ferli áætlanargerðar?
Gert er greiningu á stöðu fyrirtækisins. Síðan er farið að áætlun, framkvæmd (aðgerðir tengdar áætlun) og eftirlit (mæla árangur, meta árangur og viðbrögð).
Hvert er hlutverk stjórnar og stjórnanda í stefnumótun?
Stjórn móta og ákveð, meta og hafa áhrif á, og hafa eftirlit.
Stjórnandi hugar að daglegum rekstri, setur af stað aðgerðir, og tryggir heildarvelferð.
Hver eru megin verkefni stefnumótunar?
Skilgreina hlutverk og framtíðarsýn
Ákvarða stefnumarkandi aðgerðir
Sjá til þess að til staðar séu nauðsynlegar bjargir/lindir
Þróa starfsemina áfram og meta árangur
Markaðsferlið, eða markaðsfærslan, samanstendur af fjórum grundvallar aðgerðum, þ.e. ….
greining markaðstækifæra, val markhópa, samval söluráða og stjórnun markaðsstarfsins.
Fjallað er um sögulega þróun markaðsrannsókna. Hvert er einkenni Fyrir tíma markaðsrannsókna (e. The Pre-Marketing Research Era)?
Einkenni þessa tímabils er það að framleiðendur þekktu vel sína viðskiptavini og þurftu því lítið á markaðsrannsóknum að halda. Markast af iðnbyltingunni.
Hvert var einkenni Þróunartímabilsins (e. The Early Development Era)?
Einkenni þessa tímabils er það að í kjölfar iðnbyltingarinnar myndaðist viss fjarlægð milli framleiðenda og neytenda. Markaðsupplýsingar voru því nauðsynlegar til að öðlast betri skilning á markaðinum.
Tímabil spurningalista (e. The Questionnaire Era), á hvaða árum var það áberandi?
Spurningalistar, sem enn þann dag í dag eru mikilvægir, urðu áberandi milli 1920 og 1940.
Hvað einkenndi Magnbundna tímabilið (e. The Quantitative Era)?
Á þessu tímabili komu fram margar aðferðir sem höfðu það að markmiði að greina neytendur og markaði á magnbundinn hátt. Fengnar voru “að láni” aðferðir félagsvísinda, s.s. úrtaksfræði, tilgátupróf og aðrar tölfræðilegar aðferðir við úrvinnslu gagna. (1940-1960)
Hvað einkenndi Samþykktartímabilið (e. The Organizational Acceptance Era) ?
Á þessu tímabili varð stjórnendum það ljóst að markaðsrannsóknir voru nauðsynlegar til að innleiða markaðshugsunina og ná árangri í samkeppninni. (1960-1980)
Hvað einkenndi Tæknitímabilið (e. The Technological Era)?
Á þessu tímabili hafa komið fram ótal leiðir, sem oftast byggja á reiknigetu tölva, til að greina gögn/viðfangsefni og fá þannig stuðning til að taka betri ákvarðanir. (1980 - 1990)
Hvað einkenndi Alheimsvæðing markaðsrannsókna (e. Globalization - Online Era)?
Tímabilið eftir 1990, sem einkennis af alheimsvæðingu fyrirtækja, einnig í markaðsrannsóknum. Nútímatölvutækni gerir mögulegt að nálgast upplýsingar með öðrum hætti en áður og mun hraðar. Jafnvel talað um að vera sítengdur (Hjartalínurit!!).
Hvernig rannsóknaraðferðir virðast vera vaxandi núna í samhengi við framtíðina?
Eigindlegar rannsóknaraðferðir virðast vera vaxandi.
Hvað er markaðsupplýsingakerfið?
Fólk, tæki og aðferðir til að safna, flokka, greina, meta og dreifa nauðsynlegum upplýsingum til þeirra sem taka markaðslegar ákvarðandir.