G11 - Samhæfð markaðssamskipti ppt. Flashcards
1
Q
Skilgreining á samhæfð markaðssamskipti (IMC):
A
- Samhæfð markaðssamskipti, eða samhæft kynningarstarf, miðar að því að fyrirtæki samþætti og samhæfi allt kynningarstarf sitt í þeim tilgangi að koma á framfæri skýrum, mótsagnarlausum og sannfærandi skilaboðum um fyrirtækið og/eða vörur þess. … að skapa sér sterka, jákvæða og einstaka stöðu í huga viðskiptavinar.
- (Nútíma markaðsfærsla gerir kröfu um meira en þróun góðra vara, að hún sé á réttu verði og aðgengileg fyrir viðskiptavinina. Fyrirtæki þurfa að hafa samskipti við viðskiptavini sína, bæði núverandi og þá sem eiga að verða það í framtíðinni).
2
Q
Samval kynningarráða (e. Promotion mix)
A
Hér er átt við sérstakt samval sk. kynningarráða, þ.e. auglýsinga, sölumennsku, söluauka og almannatengsla, sem fyrirtæki nota til að ná markmiðum sínum.
3
Q
Hægt að fara fimm leiðir í kynningarstarfi samkvæmt samval kynningarráða (e. Promotion mix):
A
- Auglýsingar (e. advertising)
- Bein markaðssetning (e. direct marketing)
- Söluhvatar (e. sales promotion)
- Almannatengsl (e. public relations)
- Persónuleg sölumennska (e. personal selling)
4
Q
Í fjárhagsáætlun kynningarstarfsins, hvaða aðferð er talin skila bestum árangri?
A
Markmiðsaðferðin