G5 - Kauphegðun áhrifaþættir ppt Flashcards
Kauphegðun á neytendamarkaði
Kauphegðun neytenda, þ.e. einstaklinga eða heimila, sem kaupa vörur eða þjónustu til eigin nota. Neytendur verða fyrir áreiti, annars vegar af sk. markaðsráðum, þ.e. vara, verð, vettvangur og vegsauki, og hins vegar frá ytra umhverfinu, s.s. efnahagur, pólitík og lög, tæknistig, almenningur og menning. Þetta áreiti hefur ákveðin áhrif á einstaklingin, en hvaða áhrif það hefur fer eftir félagslegum sem og sálfræðilegum áhrifaþáttum.
Neytendamarkaður:
Einstaklingar eða heimili sem kaupa eða verða sér út um vörur eða þjónustu til eigin nota. Neytendarannsóknir eru sífellt að aukast þar sem lögð er áhersla á að þekkja betur kauphegðun á neytenda.
Hefðbundið kauphegðunarlíkan. Fyrsti kassinn til vinstri, markaðsráðar þættir:
Vara, verð, vettvangur, vegsauki.
Hefðbundið kauphegðunarlíkan. Önnur áreiti:
Efnahagur, tæknistig, lög og stjórnmál, menning.
Dæmi:
Efnahagur - sem dæmi þá hefur hækkun vaxta hjá seðlabankanum hefur áhrif á kauphegðun okkar.
Lög og stjórnmál - geta einnig haft áhrif t.d. Þegar sett eru hamlandi lög eins og Skattur á áfengi og tóbaks var að hækka og verður þá dýrara.
Menning - Menning sem við tilheyrum hefur áhrif á kauphegðun! T.d. að maður verði að kaupa ákveðna flík til að passa í hópinn, eða samfélagslegur þrýstingur á að eiga bíl eða eiga ekki bíl.
Hefðbundið kauphegðunarlíkan. Svarti kassi neytenda:
Persónuleg einkenni neytenda og ákvörðun neytenda.
Dæmi: Að fá ráðleggingar frá vinum og ættingjum er talið eitt sterkasta söluvopn, þessi recommendation sem varan eða þjónustan fær. Dæmi: Ég ætla að kaupa þvottavél, og spyr vini hvaða þvottavél sé best og kaupi sú sem þeir mæla með, bara því þau segja að hún sé best.
Hefðbundið kauphegðunarlíkan. Viðbrögð neytenda:
Vara, vörumerki, söluaðili, tími viðskipta, magn viðskipta, o.s.frv
Áhrifaþættir á kauphegðun. Menningarlegir þættir:
Menning, undirmenning og stétt.
Áhrifaþættir á kauphegðun. Félagslegir þættir:
Viðmiðunarhópur, fjölskyldan og hlutverk og staða.
Áhrifaþættir á kauphegðun. Persónulegir þættir:
Aldur og líftímaskeið, starf, efnahagslegar aðstæður, lífstíll og persónuleiki og sjálfsmynd.
Áhrifaþættir á kauphegðun. Sálfræðilegir þættir:
Hvatning, skynjun, lærdómur og viðhorf.
Viðmiðunarhópur
Þetta er sá hópur sem hefur bein eða óbein áhrif á viðhorf eða hegðun einstaklingsins.
Hópurinn sem viðkomandi vill vera hluti af (e. Aspirational group)
Þetta er sá hópur sem viðkomandi vill gjarnan verða hluti af síðar meir. Sem dæmi þá gæti unglingur sem æfir fótbolta eða handbolta sé sig sem hluti af landsliðshópi í framtíðinni.
Sigmund Freud hélt því m.a fram að
Freud hélt því fram á sínum tíma að hegðun fólks væri að nokkru leyti ómeðvituð
Maslow kynnti þarfapíramídan:
- (efst) Þörfin fyrir sjálfstjáningu
- (næstefst) Viðurkenningarþörf
- (þriðja-efst) Félagslegar þarfir
- (fjórða-efst) Öryggisþarfir
- (neðst) Líkamlegar þarfir
Hver kom fram með raunsæiskenningarnar?
Ellis