7_Hjartsláttaróregla Flashcards
Hvaða fjórir flokkar eru í Vaughan-Williams flokkuninni?
1) Na ganga blokkar
2) Betablokkar
3) K ganga blokkar
4) Ca ganga blokkar
Hverjar eru 4 orsakir hjartsláttaróreglu?
1) Seinkuð eftir-afskautun (after-depolarisation)
2) Hringörvun (Re-entry)
3) Útlæg (Ectopisk) gangráðsvirkni
4) Hjartablokk
Hvað er Seinkuð eftir-afskautun (Delayed after-depolarisation)?
Eftir-afskautun þýðir auka afskautun (snemm eða seinkuð) Seinkuð þýðir að það gerist eftir endurskautun en rétt áður en venjulega boðspennan hefst.
Vegna of mikils Ca í umfryminu sem veldur óvæntri Ca losun.
Hvað er hringörvun (Re-entry)?
Ef leiðnin er óvenju hæg á einhverjum stað (t.d. ef skaðaðar frumur) þá seinkar boðspennunni á því svæði og kemur út eins og ný boðspenna sem getur gefið auka hjartslag.
Hvað er útlæg (ectopisk) gangráðsvirkni?
Hópur af virkjunarfrumum sem getur virkjað hjartslátt eins og SA node.
(t.d. vegna of mikillar sympatískrar örvunar, eða lekra deyjandi fruma sem seyta Ca eða K)
Hvað er hjartablokk?
Truflun á rafleiðninni, sérstaklega í AV hnútnum.
Na ganga blokkum er skipt í flokka A, B og C sem eru?
A: Lyf sem lengja boðspennuna (þ.e. afskautunin gerist hægar)
B: Lyf sem stytta boðspennuna (þ.e. endurskautunin gerist fyrr)
C: Lyf sem hafa ekki áhrif á lengd boðspennunnar en hægja samt á hröðu afskautuninni
Við hvernig hjartsláttaróreglu eru Betablokkar notaðir?
1) Gegn ectopíu (því þeir blokka áhrif sympatíska kerfisins)
Lækkar líka dánartíðni eftir infarct
Hvaða gagn gera Kalíum ganga blokkarar við hjartsláttaróreglu? (2)
Lengja boðspennu með því að blokka K-gögn og hægja á endurskautuninni.
Og hindra re-entry
Hvað af þessum lyfjum hefur algengar og alvarlegar aukaverkanir?
Kalíum ganga blokkerar
Hvað gera Kalsíum ganga blokkar?
Lengja endurskautun og hægja á hjartslætti
Hvaða lyf gegn hjartsláttaróreglu er utan Vaughan-Williams flokkunar?
Adenosine.
Það örvar K+ göng og stoppar supraventricular tachycardiu
Hvað fellur undir Arrhythmiu?
Óreglulegur hjartsláttur og of hægur eða of hraður hjartsláttur