5_Lyf við hjartabilun Flashcards
Á hvaða 3 vegu kemur hjartabilun fram í líkamanum?
1) Lítið útstreymi hjarta (veldur líkamlegum og andlegum einkennum
2) Of mikið blóð í bláæðunum (veldur bjúg)
3) Of mikið blóð í lungunum (veldur mæði,
Hverjar eru kvartanir sjúklinga með hjartabilun? (5)
1) Mæði
2) Bjúgur í fótleggjum
3) Krónísk þreyta
4) Pissa oft á nóttunni
5) Rugl og slæmt minni
Hvað er meint með neuroendocrine activeringu?
Innkirtlafrumur sem seyta hormónum eftir að þær fá taugaboð (þær tengjast hjartabilunarefninu því þær seyta hormónum sem hækka BP sem svar við hjartabilun, sem leiðir til frekari hjartabilunar)
Hvernig er vítahringurinn í versnandi hjartabilun?
Hjartabilun -> Minna útstreymi = Lágur BP. -> setur af stað hormón til að hækka BP (með æðaþrengingu og aukinni Na og vatns endurupptöku):
1) Renin-angiotensin-aldosteron
2) Vasopresin
3) Endothelin
Þessi aukni BP leiðir til meiri vinnu og súrefnisþarfar í hjartanu sem getur valdið frekari hjartaskemmdum -> meiri hjartabilun
(í framhaldi af vítahringnum) Lyfjagjöf við hjartabilun snýst þá um að stöða ferlin sem..? (2)
hækka BP og auka súrefnisþörf hjartans
Hvaða stóru lyfjaflokkar eru notaðir gegn hjartabilun (gegn háþrýstingi)? (4)
1) Þvagræsilyf
2) ACE-hemlar
3) Beta-blokkar
4) Vasopressin antagonisti
Hvar í nýrungum og hvernig virka Loop-diuretics?
Verka í Henle’s loop.
Samkeppnishindri á Cl- bindingu í transporter út úr lykkjunni-> aukið Cl- í þvagi og þar með líka Na+. Þá fæst ekki osmósustyrkurinn f. utan lykkjuna til að vatn komast út úr píplunni.
Hvar í nýrungum virka Thiazíð?
Í fjarpíplum
Hvernig virka aldósterónhemlar?
Þetta eru aldósteron antagonistar sem tengjast aldosteron viðtökum
Hverjar eru aukaverkanir þvagræsilyfja? (4)
1) Þurrkur
2) Hypokalemia
3) Hypomagnesemia
4) Hækkun þvagsýru
Hvernig virka ARB lyf?
Angiotensin II receptor blockers:
eru antagónistar sem fara á viðtaka angiotensins