25_Meltingarlyf Flashcards
Hvað er Myenteric plexus?
Bæði para- og sympathetic ganglion í vöðvalagi meltingarvegarins
Hvað er submucosal plexus?
Bara parasympathetiskt ganglion í submucosunni
Hvernig er gastríni seytt?
Út í blóðið af G frumum (gastrín er semsagt endocrine hormón)
Hvað er cholecystokínín (CCK)?
Paracrine hormón sem er seytt af frumum í skeifugörn sem örvar losun á galli frá gallblöðru og meltingarensímum frá brisi
Hvað gerir gastrín?
Örvar parietal frumur til að seyta magasýru
Hverju seyta Chief frumur í maga?
Pepsinogen
Hvað gerir intrinsic factor í parietal frumunum?
Frásogar B12
Hvaða hlutverk hafa prostaglandín í meltingarveginum á seytingu efna? (3)
1) Örva slímframleiðslu
2) Örva bicarbonate framleiðslu (sem hlutleysir sýru í skeifugörn)
3) Bælir magasýrumyndun
Hvaða boðefni örva magasýrumyndun? (3)
1) Histamín
2) Gastrín
3) Ach
Hvaða boðefni bæla magasýrumyndun (2)
1) Prostaglandín
2) Somatóstatín
Hvað gerir Somatostatin?
Hamlar seytun ýmissa hormóna:
Vaxtarhormón, Insúlín, glúkagon, Histamine, Gastrin, CCK
Hvað er ætisár?
Samheiti yfir magasár og skeifugarnarsár
Hverjar eru 2 ábendingar fyrir notkun magalyfja?
1) Vélindabakflæði
2) Ætisár
Hvað þýðir Dyspepsia?
Magaverkur
4 flokkar Magalyfja?
1) Sýrubindandi lyf (ýmis saltsambönd)
2) Lyf sem hemja sýrumyndun
3) Lyf sem styrkja varnir magans
4) Önnur lyf
Nefna tvær gerðir lyfja sem hemja sýrumyndun:
1) Histamínblokkar (H2-viðtakablokkar)
2) Prótonpumpuhemlar
Nefna lyf sem styrkir varnir magans:
Misoprostol (það er Prostaglandín)
Hvernig virka sýrubindandi lyf?
Hafa engin áhrif á sýruframleiðslu en binda sýruna í maganum
Nefna tvær gerðir sýrubindandi lyfja:
1) Magnesium sölt
2) Aluminium sölt
Hvaða 2 lyf eru í flokknum “Önnur magalyf”?
Gaviscon og Antapsin
Hvernig virkar Gaviscon?
Breytir magasýrunni í froðu sem kemur í veg fyrir að hún fara upp í vélinda
Hvernig virkar Antapsin?
Myndar hlífðarhimnu yfir skaddaðri slímhúð
Nefna tvö lyfjaheiti yfir Histamínblokka (H2)
1) Ranitidinum
2) Famotidinum
(Hissa, rani og famous)
Algengustu aukaverkanir H2 histamínblokka? (2)
1) Höfuðverkur
2) Svimi
Hvað þýðir PPI?
Proton Pump Inhibitors
Nefna prótónpumpuhemla lyfjaheiti:
Omperazolum
Hvernig bæla prótonpumpuhemlar losun á magasýru?
Með sérstakri hömlun á H+/K+ ATPasa ensíminu
Hvernig hindrun valda PPI á H+/K+ ATPasa pumpunni?
Óafturkræfri
Hversu lengi eru nýjar prótónpumpur í maganum að myndast?
48 klst
Hver er verkun Misoprostols? (2)
1) Minnka sýrumyndun
2) Auka mucus og bicarbonate framleiðslu
Við hverju er Misoprostol kjörlyf?
Sári af völdum NSAID
Hver var mest notaða gerðin af sýruhemjandi lyfjum fyrir 2000?
H2 viðtaka blokkar
Hver er mest notaða gerðin af sýruhemjandi lyfjum síðan eftir 2000?
PPI
Hvað gerist ef sýrustigið fer yfir pH 4?
Þá óvirkjast pepsín
því pepsín og sýran eru í samspili við að brjóta niður prótein
Hvað þarf pH að vera lengi yfir 4 til að græða magabólgu?
16 klst
Hvernig væri meðferð á vægu bakflæði án bólgu?
t.d. PPI eftir þörfum
Hvernig væri meðferð á bakflæði með bólgu?
Græðsla: PPI 1x á dag í 4-6 vikur
Viðhaldsmeðferð: PPI eftir þörfum
Hvort er H.pylori ætisár oftar í maga eða skeifugörn?
Mun oftar í skeifugörn
Hvernig væri meðferð gegn H.pylori magasári? (3)
- vikan
1) PPI x2 á dag
2) Sýklalyfin Amoxicillin og Clarithromycin
3) Síðan PPI x1 á dag í 30 daga
Hvaða áhrif hafa NSAID á magaslímhúð?
Hindra prostaglandín myndun sem örvar:
1) Mucus framleiðslu
2) Bicarbonate framleiðslu
Hvernig væri meðferð á sári af völdum gigtarlyfja?
PPI lyf x1 á dag í 30 daga
Hvað veldur Stress (gjörgæslu) magasári? (4)
1) Bruni á meira en 30% líkamsyfirborði
2) Alvarlegir sjúkdómar
3) Stórar aðgerðir
4) Höfuðáverkar
Meðferð gegn stress (gjörgæslu) magasári?
PPI x2 á dag