Urologia Flashcards
Sjúklingur kemur inn með verk í öðrum flanka og hita. Nefndu 5 diff. dx.
- Akút pyelonephrit
- Renal infarct
- Cholecystitis
- Pancreatitis
- Mesenteric ischemia
LUTS einkenni.
- Tíð þvaglát
- Bráð þvaglát
- Dysuria
- Þvagtregða/-stopp
- Veik buna
- Tíðar UTI (vegna retention í blöðru)
Til hvernig sýkingar getur “staghorn calculus” í renal pelvis á ómun bent?
Proteus (veldur t.d. krónískum pyelonephrit).
Hvernig líta clear cell renal carcinoma frumur út í biopsiu?
Þær eru í clusters, með gegnsæju umfrymi en aðskildar með neti af æðavef.
Konur með sársaukalausa hematuriu skyldi gruna um…
fleiri diff dx líka
…cancer þar til annað sannast.
T.d. renal cell carcinoma eða urothelial carcinomas.
(Fleiri diff.dx.: lyfja-induceruð hematuria, storkutruflanir, renal venu thrombosa).
Hvað eru urothelial carcinomas?
Carcinoma í renal pelvis, þvagleiðurum eða blöðru.
Hvernig hematuriu valda glomerulonephritar og sýkingar í þvagvegum yfirleitt?
Microscopiskri, sem sagt yfirleitt ekki rauðu þvagi sem sj. kvartar sjálfur yfir.
Hvernig er renal cell carcinoma stigaður?
Eftir TNM kerfinu.
Hvað gerist í BPH?
Prostata stækkar innan frá vegna 5-DHT (dihydrotestosterons) og þrengir að þvagrásinni.
Einkenni sjúklinga með BPH.
Yfir 50 ára
LUTS einkenni en yfirleitt ekki tíð þvaglát (ólíkt t.d. UTI).
Hvernig er prostata í BPH?
Sléttur og gúmmíkenndur, ekki harður og hnútóttur.
Uppvinnsla í BPH.
- Rectal exam
- Þvagskoðun og -greining (til að greina frá UTI).
Meðferð BPH.
- Tamsulosin
- 5-alfa reduktasa hemlar (Finasteride)
- TURP
Hvað gerir Tamsulosin (Flomax)?
Það er alfa blokker og notað í BPH. Slakar á vöðvanum í þvagblöðrubotni og vöðvaþráðum í prostata. Aukaverkun er orthostatismi og mikil hypotensio.
Fyrir hvað stendur TURP? Hverjar eru 2 aukaverkanir aðgerðarinnar?
Transurethral resection of the prostate. Getur valdið þvagleka og ristruflunum.
Í hvaða 2 flokka skiptast ristruflanir almennt? Hvernig má greina þar á milli?
Sálrænar og líkamlegar.
Fylgist með risi á nóttunni.
Meðferð ristruflana, 5 atriði.
- Meðhöndla fyrst undirliggjandi sjúkdóma, t.d. diabetes.
- PDE-hemlar (phosphodiesterasa hemlar), t.d. Sildenafil (Viagra).
- Pumpur
- Sprautur
- Prothesa
Hvað er Sildenafil og hvaða lyf má ekki nota samtímis?
Sildenafil er Viagra og það má ekki nota nítröt samtímis, það veldur blóðþrýstingsfalli.
Hvað gerist í testicular torsion?
Eista snýst utan um sitt eigið peduncul, heftir þannig blóðflæði og verður ischemiskt.
Einkenni sjúklings með testicular torsion.
- Mjög slæmur spontan verkur í pung
- Versnar stundum þegar sj. rís upp úr legu.
- Cremaster reflex mögulega ekki til staðar.
Rannsókn ef sj. er með grun um testicular tosion.
- Ómun eða doppler til að meta blóðflæði.
- Akút þvag í almennt, micro og ræktun.
Meðferð við testicular torsion.
- Akút skurðaðgerð! Snúið ofan af eistanu en ef það er dautt, þá er það fjarlægt.
- Alltaf gerð bilateral orchipexy um leið.
Hvað er epididymitis?
Sýking í eistnalyppum. Orsökuð ýmist af kynsjúkdómum, t.d. lekanda og klamdydíu, eða E.coli (ekki kynsjúkdómur).
Einkenni epididymitis.
- Spontan verkur í pung.
- Verkur skánar við að standa upp.
- Sárt að pissa
- Aum fyrirferð í pung
- Hiti/skjálfti