Urologia Flashcards
Sjúklingur kemur inn með verk í öðrum flanka og hita. Nefndu 5 diff. dx.
- Akút pyelonephrit
- Renal infarct
- Cholecystitis
- Pancreatitis
- Mesenteric ischemia
LUTS einkenni.
- Tíð þvaglát
- Bráð þvaglát
- Dysuria
- Þvagtregða/-stopp
- Veik buna
- Tíðar UTI (vegna retention í blöðru)
Til hvernig sýkingar getur “staghorn calculus” í renal pelvis á ómun bent?
Proteus (veldur t.d. krónískum pyelonephrit).
Hvernig líta clear cell renal carcinoma frumur út í biopsiu?
Þær eru í clusters, með gegnsæju umfrymi en aðskildar með neti af æðavef.
Konur með sársaukalausa hematuriu skyldi gruna um…
fleiri diff dx líka
…cancer þar til annað sannast.
T.d. renal cell carcinoma eða urothelial carcinomas.
(Fleiri diff.dx.: lyfja-induceruð hematuria, storkutruflanir, renal venu thrombosa).
Hvað eru urothelial carcinomas?
Carcinoma í renal pelvis, þvagleiðurum eða blöðru.
Hvernig hematuriu valda glomerulonephritar og sýkingar í þvagvegum yfirleitt?
Microscopiskri, sem sagt yfirleitt ekki rauðu þvagi sem sj. kvartar sjálfur yfir.
Hvernig er renal cell carcinoma stigaður?
Eftir TNM kerfinu.
Hvað gerist í BPH?
Prostata stækkar innan frá vegna 5-DHT (dihydrotestosterons) og þrengir að þvagrásinni.
Einkenni sjúklinga með BPH.
Yfir 50 ára
LUTS einkenni en yfirleitt ekki tíð þvaglát (ólíkt t.d. UTI).
Hvernig er prostata í BPH?
Sléttur og gúmmíkenndur, ekki harður og hnútóttur.
Uppvinnsla í BPH.
- Rectal exam
- Þvagskoðun og -greining (til að greina frá UTI).
Meðferð BPH.
- Tamsulosin
- 5-alfa reduktasa hemlar (Finasteride)
- TURP
Hvað gerir Tamsulosin (Flomax)?
Það er alfa blokker og notað í BPH. Slakar á vöðvanum í þvagblöðrubotni og vöðvaþráðum í prostata. Aukaverkun er orthostatismi og mikil hypotensio.
Fyrir hvað stendur TURP? Hverjar eru 2 aukaverkanir aðgerðarinnar?
Transurethral resection of the prostate. Getur valdið þvagleka og ristruflunum.
Í hvaða 2 flokka skiptast ristruflanir almennt? Hvernig má greina þar á milli?
Sálrænar og líkamlegar.
Fylgist með risi á nóttunni.
Meðferð ristruflana, 5 atriði.
- Meðhöndla fyrst undirliggjandi sjúkdóma, t.d. diabetes.
- PDE-hemlar (phosphodiesterasa hemlar), t.d. Sildenafil (Viagra).
- Pumpur
- Sprautur
- Prothesa
Hvað er Sildenafil og hvaða lyf má ekki nota samtímis?
Sildenafil er Viagra og það má ekki nota nítröt samtímis, það veldur blóðþrýstingsfalli.
Hvað gerist í testicular torsion?
Eista snýst utan um sitt eigið peduncul, heftir þannig blóðflæði og verður ischemiskt.
Einkenni sjúklings með testicular torsion.
- Mjög slæmur spontan verkur í pung
- Versnar stundum þegar sj. rís upp úr legu.
- Cremaster reflex mögulega ekki til staðar.
Rannsókn ef sj. er með grun um testicular tosion.
- Ómun eða doppler til að meta blóðflæði.
- Akút þvag í almennt, micro og ræktun.
Meðferð við testicular torsion.
- Akút skurðaðgerð! Snúið ofan af eistanu en ef það er dautt, þá er það fjarlægt.
- Alltaf gerð bilateral orchipexy um leið.
Hvað er epididymitis?
Sýking í eistnalyppum. Orsökuð ýmist af kynsjúkdómum, t.d. lekanda og klamdydíu, eða E.coli (ekki kynsjúkdómur).
Einkenni epididymitis.
- Spontan verkur í pung.
- Verkur skánar við að standa upp.
- Sárt að pissa
- Aum fyrirferð í pung
- Hiti/skjálfti
Uppvinnsla og meðferð epididymitis.
- Doppler eða ómun til að meta blóðflæði og skilja frá testicular torsion, það er eðlilegt hér.
- Fyrsti hluti bunu í Chlamydiu rannsókn og miðbuna í A+M+ræktun.
- Status, diff, sökk og krea.
- Rx. sýklalyf. Ceftriaxone og Azithromycin ef STD, annars Ciprofloxacin.
Hvað orsakar prostatit?
Ýmist bólga eða sýking.
Einkenni sj. með prostatit? (4 atriði)
- Aldraðir karlmenn
- Með pyelonephrit einkenni - en ekki eymsli yfir nýrum og ekki hvítkornaafsteypur í þvagi.
- Mjög veikir
- Eymsli yfir prostata í rectal exam.
Uppvinnsla og meðferð prostatit.
- Rectal exam fyrst, svo ekki aftur eftir greiningu!
- Taka þvag til að greina á milli bacterial og bólgu.
- Rx. sýklalyf ef bakteríur, NSAIDS ef bólga.
Hver er algengasta tegund nýrnasteina?
Calcium oxalat steinar.
Af hverju koma kólískir verkir af nýrnasteinum?
Verkirnir koma þegar peristalsis er að ganga yfir.
Einkenni sj. með nýrnastein/a.
- Kólískir verkir í flanka sem leiða í nára.
- Oft hematuria líka.
Greining nýrnasteina.
- Taka þvag, obs hematuria (ætti að vera pos.)
- CT abdomen án kontrasts eða ómun og horfa eftir hydro, ef t.d. óléttur sjúklingur.
Meðferð nýrnasteina.
- Ef <0,5 cm: IV vökvi og verkjalyf.
- Ef <0,7 cm: ((calciumgangnablokki))
- Ef <1,5 cm: stent/nephrostomia eða steinbrjótur (lithotripsy)
- Ef >3 cm: skurðaðgerð
Hvaða tegund nýrnasteina sést ekki á venjulegri rtg.?
Þvagsýrusteinar. En allir steinar sjást á CT.
Meðferð sýkts nýrnasteins.
Akút nephrostomia og sýklalyf!!! Er lífshættulegt.
Dæmi um 3 tegundir matvæla sem innihalda mikið oxalat.
Spínat, súkkulaði, kjöt.
Með hvaða lífstílsbreytingum má draga úr hættu á endurkomu citrat oxalat nýrnasteina? En með hvaða lyfi?
Minnka neyslu á spínati, súkkulaði og kjöti. Auka citrate neyslu með ávöxtum og grænmeti. Drekka mikið vatn! Lyf væri t.d. thiazide þvagræsilyf.
Nefndu 8 lög í pungnum, að utan frá og inn að eista.
Húð Dartos External spermatic fascia Cremaster vöðvinn Internal spermatic fascia Parietal himna tunica vaginalis Visceral himna tunica vaginalis Tunica albuginea
Hvaða hormón veldur cancer í prostata?
Testósterón, þ.e. 5-DHT.
Einkenni sj. með cancer í prostata.
- Obstrúktív BPH einkenni.
- Harður, hnútóttur prostata.
Uppvinnsla cancer í prostata.
- PSA í diagnostiskum tilgangi
- Biopsia ef PSA er hækkað.
Hvað er Gleason score og í hverju er það notað?
Gleason score er notað fyrir cancer í prostata. Tekin eru 2 verstu sýnin (af 10-12) úr prostata og þau lögð saman. Hærra score er verra.
Cancer í prostata er…
…adenocarcinoma.
Cancer í prostata sem meinvarpast í bein, veldur hvernig lesionum?
Yfirleitt sclerotiskum. En getur líka valdið lytiskum.
Meðferð prostata cancers.
- Watch and wait
- Resection í skurðaðgerð
- Einnig hægt að geisla og/eða nota brachytherapy (geislavirk “korn” sett inn í kirtilinn)
- Anti-androgen t.d. Flutonide
- GnRH analogar t.d. Leuprolide (slekkur á öxlinum)
- Orchiectomy þ.e. gelding
Hvernig cancer kemur oftast í þvagblöðru?
Transitional cell carcinoma.
2 áhættuþættir fyrir cancer í þvagblöðru.
- Reykingar
- Beta-alanin, notað t.d. í málningu
Einkenni sj. með cancer í þvagblöðru.
- Sársaukalaus hematuria
- Obstructiv einkenni (ath. hydronephrosu með ómun)
Uppvinnsla ef grunur um cancer í þvagblöðru.
- Ef presentasjónin er obstructiv, þá er oft byrjað á ómun til að athuga hydronephrosu.
- Blöðruspeglun með biopsiu
Meðferð cancers í þvagblöðru.
- Transurethral brottnám (flestar lesionir eru superficial)
- Chemo
- Brottnám þvagblöðru ef vöxtur inn í vöðvalag eða endurteknir cancerar.
- Eftirlit með blöðruspeglun.
Hvernig cancer kemur oftast í eistu?
Germ cell cancer
Einkenni sj. með testicular cancer.
- Ungur, 18-35 ára kk
- Daufir verkir í nára eða ekki
- Sársaukalaus fyrirferð í pung
- Ekki gegnumlýsanlegt
Uppvinnsla og meðferð testicular cancer.
- Ómun
- Orchiectomy, bæði til greiningar og meðferðar. Ekki biopsia!
- Svo chemo og geislun ef með þarf.
- Greina milli seminoma og non-seminoma.
Hver er munur á meðferð seminoma og non-seminoma í testicular cancer?
Seminoma eru yfirleitt mun næmari fyrir geislun og chemo.
Hverjar eru 3 tegundir non-seminoma cancers í eistum og hvað þarf að mæla/gera í hverju þeirra?
- Endodermal sinus tumor (yolksac) - AFP
- Choriocarcinoma - beta HCG
- Teratoma - leita að metastösum!
Hver er munurinn á teratoma í konum vs. körlum?
Þau eru oftast góðkynja í konum en illkynja í körlum.
Klassískt einkennatriad fyrir renal cell carcinoma. Hversu margir af sj. með þennan cancer hafa þetta triad?
Verkur í flanka
Þreifanlegur massi
Sársaukalaus hematuria
- Er einungis hjá 10% sjúklinga!
5 einkenni sj. með renal cell carcinoma.
- Verkur í flanka
- Þreifanlegur massi
- Sársaukalaus hematuria
- Erythrocytosis (því nýrun framleiða EPO og tumorinn getur stundum gert það líka)
- Anemia (því cancerinn stelur blóðinu)
Uppvinnsla ef grunur um renal cell carcinoma.
- CT
- Nephrectomia
- Alls ekki biopsera fyrst!
Meðferð renal cell carcinoma.
- Nephrectomia (bæði diagnostiskt og therapeutiskt)
- Chemo og geislun ef með þarf (t.d. fyrir metastasa)
4 helstu tumor staðir í urologiu.
- Prostata
- Blaðra
- Eistu
- Nýru
3 vandamál tengd urethra (þvagrás) hjá börnum.
- Posterior urethral valve
- Hypospadias
- Epispadias
1 vandamál tengt þvagblöðru hjá börnum.
- Hematuria (non-glomerular)
4 vandamál tengd þvagleiðurum hjá börnum.
- Ureteropelvic junction obstruction
- Ureterovesicular junction obstruction
- Ectopic þvagleiðari
- Vesiculoureteral reflux
2 vandamál tengd þvagleiðurum hjá börnum.
- Malignancy
- Hematuria (glomerular)
Hvaða cancer er algengastur í nýrum hjá börnum?
Wilm´s tumor. Einnig kallaður nephroblastoma.
Hvað þarf að hafa í huga þegar hematuria kemur upp, og í hvaða röð?
- Micro/macroscopisk?
Microscopisk hematuria hjá börnum er yfirleitt hvað og hvenær þarf að vinna hana upp meira?
- Er yfirleitt self-limiting, þ.e. hættir af sjálfu sér.
- Taka CT ef saga um trauma.
- Watch and wait og fara í frekari uppvinnslu ef hættir ekki.
Hvernig er macroscopisk hematuria hjá börnum unnin upp?
Með þvagskoðun.
- Ef afmynduð rauð blóðkorn og/eða rauðkornaafsteypur: glomerular sjúkdómar
- Ef hvorugt, þá bendir það á orsök utan nýrna, t.d. steina, cancer, trauma.
Hvernig má greina glomerular vs. non-glomerular hematuriu í sundur hjá börnum?
Afmynduð rauð blóðkorn og/eða rauðkornaafsteypur í þvagskoðun benda til glomerular uppruna.
Uppvinnsla non-glomerular hematuriu hjá börnum.
- Ómun (ekki invasivt og ekki geislun, gott fyrir börn)
- Síðan blöðruspeglun eða CT/MRI.
6 mismunandi rannsóknir á þvagvegum.
- Ómun: sýnir hydro vs. ekki hydro.
- VCUG, voiding cystourethrogram: greinir hydronephrosu vegna obstructionar frá hydro vegna reflux. Sprautar lit með katheter upp í blöðru og gáir svo hvort einhver litur fer upp í þvagleiðara.
- CT: notað í trauma (með kontrast) eða fyrir steina (án kontrasts)
- Blöðruspeglun
- Intravenous pyelogram: næstum aldrei notað, er í raun rtg. með kontrast.
- Biopsia úr nýra
Hvað getur hydro í þvagvegum barna þýtt?
Hydro bendir vanalega á postrenal obstruction en í börnum getur það líka bent til reflux á þvagi.
Hvað gerist hjá börnum með posterior urethral valve?
Meðfæddur galli, þvag kemst ekki úr þvagblöðru barnsins því einhvers konar vefur blokkar og veldur þannig postrenal obstruction og hydro.
Einkenni barna með posterior urethral valve.
- Oligohydramniosis (vantar amniotic vökva á meðgöngu)
- Stundum hægt að sjá hydro í ófæddu barni með ómun
- Eftir fæðingu: oliguria og þanin blaðra
- Stundum hátt krea
Greining posterior urethral valve (hjá börnum).
- Ómun sýnir hydro
- VCUG til að útiloka reflux
- Setja inn katheter og mikið þvagmagn kemur út
Meðferð posterior urethral valve.
Fyrst setja inn katheter til að losa þvag og létta á þvagblöðrunni. Síðan skurðaðgerð til að laga obstructionina.
Hvor hlið penis er dorsal og hvor er ventral?
Á lim í reisn er efri hliðin dorsal, neðri hliðin ventral.
Hvað er epispadias?
Meðfæddur galli hjá drengjum þar sem þvagrásaropið er ofan á penis, sem sagt á dorsal hlið. Drengurinn pissar því framan í sjálfan sig.
Hvað er hypospadias?
Meðfæddur galli hjá drengjum þar sem þvagrásaropið er neðan á penis, sem sagt á ventral hlið.
Meðferð epi/hypospadias.
- Aldrei umskera þessa drengi því það þarf að nota forhúðina til að endurbyggja þvagrásaropið í skurðaðgerð.
Hvað er ureteropelvic junction obstruction?
Pelvis nýrna er stíflaður og fáum því hydro í nýrað sjálft.
Hvað er ureterovesicular junction obstruction?
Þvagleiðarinn er stíflaður við blöðruna sjálfa og fáum því hydro bæði í þvagleiðara og nýru.
Hvað gerist í ureteropelvic junction obstruction?
Allt í gúddí hjá þessum sj. á meðan þvagflæði er normal en í auknu flæði verður obstruction því það eru þrengsli til staðar í renal pelvis.
Einkenni sj. með ureteropelvic junction obstruction.
- Oft unglingar sem eru að drekka í fyrsta sinn (bæði mikið volume og þvagræsandi áhrif).
- Kólískir kviðverkir sem hverfa síðan spontan eftir drykkjuna.
Greining og meðferð ureteropelvic junction obstruction.
- Ómun sýnir hydro bara á nýrum, ekki þvagleiðurum.
- VCUG til að útiloka reflux.
- Rx. skurðaðgerð
Hvað er ectopiskur þvagleiðari?
Meðfæddur galli hjá börnum, þar sem sj. hefur einn normal þvagleiðara sem fer í þvagblöðru en annan sem endar einhvers annars staðar.
Hver er munurinn á ectopiskum þvagleiðurum hjá drengjum vs. stúlkum?
- Hjá drengjum endar ectopiski þvagleiðarinn vanalega ofan external sphincters og þeir eru því einkennalausir.
- Stúlkur: þvagleiðarinn getur endað neðan external sphincters, jafnvel inni í vaginu - stúlkurnar geta því haft konstant þvagleka frá fæðingu. En að öðru leyti normal þvaglátahegðun.
Uppvinnsla og meðferð ectopisks þvagleiðara.
- Ómun sýnir ekki hydro.
- VCUG til að útiloka reflux
- Radio nucleotide scan til að meta nýrnafunksjón
- Rx. færa þvagleiðarann á réttan stað með skurðaðgerð.
Hvað er vesiculoureteral reflux?
Normalt á að lokast fyrir flæði upp í þvagleiðara þegar blaðra dregst saman. Í reflux gerist það ekki og þvagið fer aftur úr blöðru upp í þvagleiðara.
Hvernig greinist vesiculoureteral reflux vanalega?
- Með ómun í móðurkviði.
- Annars endurteknar UTI eða jafnvel pyelonephrit.
Uppvinnsla vesiculoureteral reflux og meðferð.
- Ómun sýnir hydro
- VCUG sýnir reflux
- Dx. sýklalyf ef ekki alvarlegt og vona að þetta lagist með tíma. Annars skurðaðgerð.
Til hvers benda trabeculae innan á þvagblöðru (sem sjást í blöðruspeglun)?
Til endurtekinnar obstructionar á þvagrás (t.d. vegna BPH eða prostata cancers), sem veldur minnkuðum tonus í vöðvalagi þvagblöðrunnar.
Hvaðan er postop hiti oft upprunninn?
Frá lungum.
Þú ert deildarlæknir og sj. fær hematuriu. Hvað á að gera, 4 atriði?
- Skoða fyrst sjálf og meta magn.
- Ath. púls, BÞ og hgb.
- Ef til vill handskola og setja upp sírennsli.
- Hafa samb. við urolog ef vafi um eitthvað.
Hvað á að gera við stíflaðan þvaglegg?
Reyna að handskola, svo skipta um þvaglegg. Hafa samband við urolog ef vandamál persisterar.
3 sjúklingahópar þar sem þarf að stixa og smásjárskoða þvag strax.
- Allir með akút abdomen
- Grunur um sjúkdóma í þvagfærum (duh!)
- Allir sem hafa orðið fyrir trauma
5 sjúklingahópar þar sem hætta er á varanlegri nýrnabilun ef þeir fá IV kontrast.
- hækkað krea
- taka Glucophage
- diabetes
- multiple myeloma
- dehydreraðir
4 atriði í FHF sem geta leitt til stricturu í þvagrás.
- TURP
- áverki
- cathether (einhvern tíma!)
- lekandi
(og auðvitað fleira!)
Hvaða verkjalyf á að nota ef staðfestur er/sterkur grunur um stein í urether?
Indometacin 50 mg IV á 6 klst. fresti.
Rannsóknir ef algjör þvagteppa hjá körlum.
- Ath. FHF með tilliti til stricturu í urethra.
- Þvag í ræktun ef e-ð næst
- Na, kalíum, krea
- Hemóglóbín
- Status
- Flögur
- PSA
- EKG
- Urographia
- Rtg. cor et pulm
- Blóðflokkun og skimun
5 blóðrannsóknir ef grunur um nýrnastein.
- Status
- Krea (áður en sj. fær skuggaefni ef CT)
- Frítt calcium
- Fosfat
- Þvagsýra
Helstu rannsóknir ef hematuria.
- Status, Na, kalíum, krea
- Þvag í ræktun
- Blóðflokkun og krosspróf ef meiriháttar blæðing
- APTT, PT
- PSA
- EKG
- Rtg. cor et pulm
- CT urografia
- Cystoscopia
Hvaða rannsókn þarf alltaf að gera ef macroscopisk hematuria er til staðar?
Rannsaka efri og neðri þvagvegi með CT/ómun/cystoscopiu.
Hvenær má ekki setja upp venjulegan þvaglegg?
Ef sj. hefur fengið trauma á mjaðmagrind, til dæmis pelvis brot, eða ef annar grunur um urehtral rof er til staðar. Gera þarf injection urethrografíu (þvagrásarmynd) fyrst.
2 rannsóknir ef trauma á þvag- og/eða kynfæri.
- Smásjárskoða þvag
- CT af þvagfærum
(og svo hafa strax samband við urolog!)
Sýklalyf í pyelonephrit.
- Rocephalin eða Gentamicin IV ef ógleði, uppköst eða sepsis einkenni.
- Annars oral meðferð skv. næmi.
Sýklalyf í cystitis.
- Sulfametoxol og Trimetaprimum EÐA Ciprofloxacin.
Sýklalyf í prostatitis.
Trimetaprimum eða Ciprofloxacin.
Hvað er hydrocele og í hvaða 2 flokka skiptist það?
Er meinlaus fyrirferð í eista, tær vökvi í processus vaginalis himnunni.
- Skiptist í communicating (tengt peritoneum og breytir um stærð) og noncommunicating.
Hvað er varicocele?
Óeðlileg þensla á pampiniform plexus í spermatic venunni í spermatic cord í pung. Þreifast eins og “poki af ormum”.
Hvað er Prehn´s sign og hverju tengist það?
Tengist epididymitis, þ.e. verkur í eista skánar við að standa upp.
Hvar er “space of Retzius”?
Framan við þvagblöðruna og það er óeðlilegt að hafa þetta space.
9 mismunagreiningar við fyrirferð í eista.
- Cancer
- Testicular torsion
- Epididymitis
- Hydrocele
- Spermatocele
- Varicocele
- Inguinal hernia
- Bólgið eista eftir trauma
- Nontesticular tumor (t.d. liposarcoma, leiomyosarcoma)
7 atriði sem geta orsakað hematuriu.
- Cancer í blöðru
- Trauma
- UTI
- Cystitis eftir geislun eða chemo
- Nýrnasteinar
- Lesionir á nýra
- BPH
5 diff. dx. sem valda obstructions einkennum við þvaglát.
- BPH
- Nýrnasteinar
- Aðskotahlutir
- Urethral strictura
- Urethral valve
7 atriði sem geta valdið ureteral obstruction.
- Steinar
- Tumor
- Saumar
- Stricturur
- Ólétta
- Geislun
- Retroperitoneal fibrosa
Ofan á hvaða vöðva hvíla nýrun?
Psoas.
6 diff. dx. þegar grunur er um tumor í nýra.
- Renal cell carcinoma
- Sarcoma
- Adenoma
- Angiomyolipoma
- Hemangiopericytoma
- Oncocytoma
Hver er algengasti tumor í nýra og hvaðan kemur hann?
Renal cell carcinoma er um 90% allra æxla í nýrum. Kemur úr proximal renal tubular epitheli.
Tíðnitölur fyrir renal cell carcinoma.
- 40-60 ára
- 5% cancera í fullorðnum
- 3 karlar móti 1 konu.
- 1% er bilateral.
5 einkenni renal cell carcinoma.
- Verkir
- Hematuria
- Þyngdartap
- HTN
- Massi í flanka
4 áhættuþættir fyrir renal cell carcinoma.
- Karlkyn
- Reykingar
- Polycystic kidney disease
- von Hippel-Linday syndrome (erfðasjúkdómur)
Hvað eru mörg stig í renal cell carcinoma og hvernig eru þau skilgreind?
- I: tumor minni en 2,5 cm með engum eitlum/metast.
- II: tumor meira en 2,5 cm en engir eitlar/metast.
- III: tumor vaxinn inn í int. vena cava eða renal venu, pos. eitlar en tumor minni en 2 cm og engir metast.
- IV: fjarlægir metast. eða pos. eitlar, tumor meira en 2 cm eða vaxinn lengra en Gerota´s fascia.
Hvar er Gerota´s fascia?
Hún umlykur nýrun og nýrnahetturnar.
Hvert metastasast renal cell carcinoma helst, 5 staðir.
- Lungu
- Lifur
- Heili
- Bein
- Tumor thrombusar í renal venu
Hvaða kirtill er fjarlægður með nýranu í radical nephrectomiu?
Nýrnahettur.
Hvað er Stauffer´s syndrome?
Renal cell cancer + lifrarsjúkdómur.
Fullorðinn sj. kemur með nýtt varicocele, bara vinstra megin. Hvað þarf að óttast og hví?
Renal cell carcinoma, því vinstri gonadal venan drenerar inn í vinstri renal venu.
Hver er næstalgengasti cancer í þvagvegum, á eftir renal cell carcinoma?
Blöðrucancer, sem er oftast TCC en einstaka sinnum squamous eða adenocarcinoma.
Hvað er TURB aðgerð?
TURB: Transurethral Resection of Bladder Tumor
Í blöðrucancer: Ef ekki er nóg að fjarlægja cancer með TURB í blöðruspeglun, hvenær má þá gera partial cystectomy, í stað radical?
Ef tumorinn er superficial og einangraður og amk 3 cm frá þvagrásaropi eða þvagleiðurum.
Hvar í prostata byrjar cancer oftast?
Periphert og vex svo centralt. Af þessum orsökum eru obstructiv einkenni oft meðal síðustu einkenna sem koma fram.
4 helstu meinvarpastaðir fyrir prostata cancer.
- Bein (lytiskt/osteoblastic)
- Lungu
- Lifur
- Nýrnahettur
Hvaða eitlar drena prostata?
Eitlar í obturator og hypogastric eitlar.
Hvað er Batson´s plexus og hvaða máli skiptir hann fyrir cancer í prostata?
Batson´s plexus tengir djúpar venur í pelvis (sem drena prostata) við internal venur í hrygg. Í gegnum hann metastasast prostata cancer upp í höfuð og heila.
Hversu hátt þarf PSA að vera (sirka) til að ábending sé fyrir biopsiu?
- En óeðlileg transrectal ómun er líka ábending.
Hvað er fjarlægt í radical prostectomiu?
Prostata, seminal vesicles og ampullae of vasa deferens.
Tvær leiðir til að veita “androgen ablation” therapíu og við hvaða cancer er slík meðferð notuð?
- Notuð við prostata cancer, þegar komnir eru eitlar/metastasar eða tumor vaxinn inn í prostata capsulu eða sáðblöðrur.
- Ýmist bilateral orchiectomia eða luteinizing hormone-releasing hormone agonistar (LHRH agonistar).
Hvernig virka LHRH agonistar og við hverju eru þeir notaðir?
Þeir eru notaðir við prostata cancer. Virka með því að minnka LH seyti frá heiladingli, sem aftur minnkar testósterón framleiðslu í eistum (testósterónið er síðan talið vera grundvöllur meinmyndunar cancers í prostata).
Hvað er cut-off fyrir stækkaðan prostata?
Cirka 40 cc.
Meðferð BPH: hver er munurinn á alfa-1 blokkum og 5-alfa-reduktasa hemlum?
- alfa-1 blokkar eru t.d. Terazosin og þeir slaka á sphincter þvagblöðrunnar og capsulunni utan um prostata. Áhrif koma fljótt fram.
- 5-alfa-reduktasa hemlar blokka breytingu testósteróns í dihydrotestosteron, og stoppa þannig progress í BPH.
4 ábendingar fyrir TURP aðgerð í BPH.
- Þvagretention mikil
- Hydronephrosa
- UTI tíðar
- Önnur mikil einkenni.
Helsti áhættuþáttur cancers í eistum.
Cryptorchidismi (þegar eista gengur ekki niður í pung).
Eistnacancer flokkast í…
…germ cell tumors (95%) vs. nongerminal.
3 flokkar nongerminal eistnacancers.
Leydig cell
Sertoli cell
Gonadoblastoma
3 flokkar germcell eistnacancers og 3 undirflokkar eins flokksins.
Seminomatous (35%) Nonseminomatous (65%) Embryonal cell carcinoma - Teratoma - Mixed cell - Choricarcinoma
2 tumor markerar fyrir cancer í eistum.
- Beta human chorionic gonadotropin (B-HCG)
- AFP, alfa fetoprotein.
Í hvaða 4 eistnatumorum getur B-HCG hækkað?
- Alltaf í choriocarcinoma
- 50% embryonal carcinoma
- 10% í seminomas
- 50% non seminomal
Í hvaða 3 eistnatumorum getur AFP hækkað?
- Embryonal carcinoma
- Yolk sac tumorar
- Non seminomatous tumorar
Hækkar í ca. helmingi þessara æxla.
Hver er munurinn á seminomatous og nonseminomatous germ cell tumorum þegar kemur að tumor markerum?
- 90% nonsemin. hafa hækkun á AFP og/eða B-HCG
- Einungis 10% semin. eru AFP pos.
Hvaða 2 tumorar í eistum hafa næstum aldrei jákvæða tumor markera?
Choriocarcinoma og seminoma.
Beta-HCG tengist hvaða eistnatumor hvað sterkast?
Choriocarcinoma, næstum alltaf jákvætt.
Hver er helsta aukaverkun retroperitoneal eitla dissection (t.d. í aðgerð vegna eistnacancers)?
Stinningarvandi.
4 mism. greiningar þegar grunur um testicular torsion.
- Testicular trauma
- Inguinal hernia
- Epididymitis
- Appendage torsion
Hvar er gerður skurður í orchiectomiu vegna eistnacancers?
Farið inn í gegnum nára, ekki punginn sjálfan - hætta á að cancerinn sái sér.
Hver er aðalmismunagreiningin í epididymitis?
Testicular torsion.
Hvað er priapism og helstu tvær orsakir?
Persistent stinning penis. Ýmist vegna low flow (leukemia, lyf) eða high flow (trauma, arteriufistula)
Hverjar eru helstu 6 orsakir stinningarvanda?
- Vascular (algengast)
- Endocrine (lágt testosteron)
- Anatomiskt
- Neurologiskt
- Lyf
- Sálrænt
3 rannsóknir fyrir sj. með stinningarvanda.
- Fastandi glúkósi (útiloka diabetes og diabetes neuropathiu)
- Serum testosteron
- Serum prolactin
4 týpur nýrnasteina.
- Calcium oxalat
- Struvite
- Þvagsýra
- Cystine
Hver er helsta orsök struvite nýrnasteina?
Proteus bakteríusýking, sem splittar urea. pH hátt.
Hverjir eru 3 algengustu staðir þar sem steinar festast?
- UreteroPelvic Junction
- UreteroVesicular Junction
- Mót þvagleiðara og iliaca æða.
Hvaða sjúklinga með nýrnasteina skyldi leggja inn?
- Óléttar konur
- Sykursjúka
- Ef obstruction eða alvarleg dehydration
- Ef miklir verkir
- Sepsis/urosepsis/pyelonephrit
- Fyrri saga um urologiskar aðgerðir
- Bara eitt virkandi nýra
Hverjir eru 3 helstu flokkar þvagleka?
- Stress incontinence
- Overflow inc.
- Urge inc.
Hvað er stress incontinence?
Þvagleki við hósta, líkamsrækt etc. Oftast hjá konum sem hafa eignast mörg börn.
Hvað er overflow incontinence?
Þvagleki þegar blaðran tæmir sig ekki almennilega, til dæmis vegna BPH eða stricturu í þvagrás.
Hvað er urge incontinence?
Þvagleki sekundert við detrusor óstöðugleika í sj. með stroke, dementia, Parka etc.
Hvar er detrusor vöðvinn?
Það er slétti vöðvinn í þvagblöðrunni.
Greining þvagleka.
- Saga og skoðun, þ.á.m. pelvic og rectal skoðun.
- Taka þvag
- Mæla residual þvag
- Urodynamiskar rannsóknir
- Stundum blöðruspeglun.
Hvað er Marshal test?
Notað til hjálpar við greiningu á stress þvagleka. Kona með fulla blöðru, sett í stoðir og beðin að hósta. Jákvætt próf ef þvag lekur.
Skurðaðgerð fyrir stress incontinence.
TVT aðgerð.
Meðferð við urge incontinence.
Anticholinergic lyf, alfa agonistar.
Meðferð við overflow incontinence.
Alfa blokkar
Þvagleggir settir í heima af sj. sjálfum
Skurðaðgerð ef t.d. BPH.
3 algengustu bakteríurnar í UTI.
E. coli um 90%
Proteus
Klebsiella og Pseudomonas.
5 áhættuþættir fyrir UTI.
Steinar Ólétta Þvagleggir Reflux Obstruction
Algengasti staður fyrir metastasa í renal cell carcinoma?
Lungu.
Hver er algengasti renal tumor í börnum?
Wilm´s tumor.
Hvaða bláæð drenar hægri gonadal venu?
Inferior vena cava.
Hvaða blæðingavandi getur komið upp eftir aðgerð á prostata?
Urokinasi og TPA geta losnað - meðferð er e-aminocaproic acid.
Til hvers bendir blue dot sign á pung?
Snúins appendix testis.
Hvað er ureterocele?
Þaninn ureter. Þarf að skera.
Hvað er Peyronie´s disease?
Fibrosa í corpora cavernosa veldur því að penis sveigist óeðlilega í stinningu.