Urologia Flashcards
Sjúklingur kemur inn með verk í öðrum flanka og hita. Nefndu 5 diff. dx.
- Akút pyelonephrit
- Renal infarct
- Cholecystitis
- Pancreatitis
- Mesenteric ischemia
LUTS einkenni.
- Tíð þvaglát
- Bráð þvaglát
- Dysuria
- Þvagtregða/-stopp
- Veik buna
- Tíðar UTI (vegna retention í blöðru)
Til hvernig sýkingar getur “staghorn calculus” í renal pelvis á ómun bent?
Proteus (veldur t.d. krónískum pyelonephrit).
Hvernig líta clear cell renal carcinoma frumur út í biopsiu?
Þær eru í clusters, með gegnsæju umfrymi en aðskildar með neti af æðavef.
Konur með sársaukalausa hematuriu skyldi gruna um…
fleiri diff dx líka
…cancer þar til annað sannast.
T.d. renal cell carcinoma eða urothelial carcinomas.
(Fleiri diff.dx.: lyfja-induceruð hematuria, storkutruflanir, renal venu thrombosa).
Hvað eru urothelial carcinomas?
Carcinoma í renal pelvis, þvagleiðurum eða blöðru.
Hvernig hematuriu valda glomerulonephritar og sýkingar í þvagvegum yfirleitt?
Microscopiskri, sem sagt yfirleitt ekki rauðu þvagi sem sj. kvartar sjálfur yfir.
Hvernig er renal cell carcinoma stigaður?
Eftir TNM kerfinu.
Hvað gerist í BPH?
Prostata stækkar innan frá vegna 5-DHT (dihydrotestosterons) og þrengir að þvagrásinni.
Einkenni sjúklinga með BPH.
Yfir 50 ára
LUTS einkenni en yfirleitt ekki tíð þvaglát (ólíkt t.d. UTI).
Hvernig er prostata í BPH?
Sléttur og gúmmíkenndur, ekki harður og hnútóttur.
Uppvinnsla í BPH.
- Rectal exam
- Þvagskoðun og -greining (til að greina frá UTI).
Meðferð BPH.
- Tamsulosin
- 5-alfa reduktasa hemlar (Finasteride)
- TURP
Hvað gerir Tamsulosin (Flomax)?
Það er alfa blokker og notað í BPH. Slakar á vöðvanum í þvagblöðrubotni og vöðvaþráðum í prostata. Aukaverkun er orthostatismi og mikil hypotensio.
Fyrir hvað stendur TURP? Hverjar eru 2 aukaverkanir aðgerðarinnar?
Transurethral resection of the prostate. Getur valdið þvagleka og ristruflunum.
Í hvaða 2 flokka skiptast ristruflanir almennt? Hvernig má greina þar á milli?
Sálrænar og líkamlegar.
Fylgist með risi á nóttunni.
Meðferð ristruflana, 5 atriði.
- Meðhöndla fyrst undirliggjandi sjúkdóma, t.d. diabetes.
- PDE-hemlar (phosphodiesterasa hemlar), t.d. Sildenafil (Viagra).
- Pumpur
- Sprautur
- Prothesa
Hvað er Sildenafil og hvaða lyf má ekki nota samtímis?
Sildenafil er Viagra og það má ekki nota nítröt samtímis, það veldur blóðþrýstingsfalli.
Hvað gerist í testicular torsion?
Eista snýst utan um sitt eigið peduncul, heftir þannig blóðflæði og verður ischemiskt.
Einkenni sjúklings með testicular torsion.
- Mjög slæmur spontan verkur í pung
- Versnar stundum þegar sj. rís upp úr legu.
- Cremaster reflex mögulega ekki til staðar.
Rannsókn ef sj. er með grun um testicular tosion.
- Ómun eða doppler til að meta blóðflæði.
- Akút þvag í almennt, micro og ræktun.
Meðferð við testicular torsion.
- Akút skurðaðgerð! Snúið ofan af eistanu en ef það er dautt, þá er það fjarlægt.
- Alltaf gerð bilateral orchipexy um leið.
Hvað er epididymitis?
Sýking í eistnalyppum. Orsökuð ýmist af kynsjúkdómum, t.d. lekanda og klamdydíu, eða E.coli (ekki kynsjúkdómur).
Einkenni epididymitis.
- Spontan verkur í pung.
- Verkur skánar við að standa upp.
- Sárt að pissa
- Aum fyrirferð í pung
- Hiti/skjálfti
Uppvinnsla og meðferð epididymitis.
- Doppler eða ómun til að meta blóðflæði og skilja frá testicular torsion, það er eðlilegt hér.
- Fyrsti hluti bunu í Chlamydiu rannsókn og miðbuna í A+M+ræktun.
- Status, diff, sökk og krea.
- Rx. sýklalyf. Ceftriaxone og Azithromycin ef STD, annars Ciprofloxacin.
Hvað orsakar prostatit?
Ýmist bólga eða sýking.
Einkenni sj. með prostatit? (4 atriði)
- Aldraðir karlmenn
- Með pyelonephrit einkenni - en ekki eymsli yfir nýrum og ekki hvítkornaafsteypur í þvagi.
- Mjög veikir
- Eymsli yfir prostata í rectal exam.
Uppvinnsla og meðferð prostatit.
- Rectal exam fyrst, svo ekki aftur eftir greiningu!
- Taka þvag til að greina á milli bacterial og bólgu.
- Rx. sýklalyf ef bakteríur, NSAIDS ef bólga.
Hver er algengasta tegund nýrnasteina?
Calcium oxalat steinar.
Af hverju koma kólískir verkir af nýrnasteinum?
Verkirnir koma þegar peristalsis er að ganga yfir.
Einkenni sj. með nýrnastein/a.
- Kólískir verkir í flanka sem leiða í nára.
- Oft hematuria líka.
Greining nýrnasteina.
- Taka þvag, obs hematuria (ætti að vera pos.)
- CT abdomen án kontrasts eða ómun og horfa eftir hydro, ef t.d. óléttur sjúklingur.
Meðferð nýrnasteina.
- Ef <0,5 cm: IV vökvi og verkjalyf.
- Ef <0,7 cm: ((calciumgangnablokki))
- Ef <1,5 cm: stent/nephrostomia eða steinbrjótur (lithotripsy)
- Ef >3 cm: skurðaðgerð
Hvaða tegund nýrnasteina sést ekki á venjulegri rtg.?
Þvagsýrusteinar. En allir steinar sjást á CT.
Meðferð sýkts nýrnasteins.
Akút nephrostomia og sýklalyf!!! Er lífshættulegt.
Dæmi um 3 tegundir matvæla sem innihalda mikið oxalat.
Spínat, súkkulaði, kjöt.
Með hvaða lífstílsbreytingum má draga úr hættu á endurkomu citrat oxalat nýrnasteina? En með hvaða lyfi?
Minnka neyslu á spínati, súkkulaði og kjöti. Auka citrate neyslu með ávöxtum og grænmeti. Drekka mikið vatn! Lyf væri t.d. thiazide þvagræsilyf.
Nefndu 8 lög í pungnum, að utan frá og inn að eista.
Húð Dartos External spermatic fascia Cremaster vöðvinn Internal spermatic fascia Parietal himna tunica vaginalis Visceral himna tunica vaginalis Tunica albuginea
Hvaða hormón veldur cancer í prostata?
Testósterón, þ.e. 5-DHT.
Einkenni sj. með cancer í prostata.
- Obstrúktív BPH einkenni.
- Harður, hnútóttur prostata.
Uppvinnsla cancer í prostata.
- PSA í diagnostiskum tilgangi
- Biopsia ef PSA er hækkað.
Hvað er Gleason score og í hverju er það notað?
Gleason score er notað fyrir cancer í prostata. Tekin eru 2 verstu sýnin (af 10-12) úr prostata og þau lögð saman. Hærra score er verra.
Cancer í prostata er…
…adenocarcinoma.
Cancer í prostata sem meinvarpast í bein, veldur hvernig lesionum?
Yfirleitt sclerotiskum. En getur líka valdið lytiskum.
Meðferð prostata cancers.
- Watch and wait
- Resection í skurðaðgerð
- Einnig hægt að geisla og/eða nota brachytherapy (geislavirk “korn” sett inn í kirtilinn)
- Anti-androgen t.d. Flutonide
- GnRH analogar t.d. Leuprolide (slekkur á öxlinum)
- Orchiectomy þ.e. gelding
Hvernig cancer kemur oftast í þvagblöðru?
Transitional cell carcinoma.
2 áhættuþættir fyrir cancer í þvagblöðru.
- Reykingar
- Beta-alanin, notað t.d. í málningu
Einkenni sj. með cancer í þvagblöðru.
- Sársaukalaus hematuria
- Obstructiv einkenni (ath. hydronephrosu með ómun)
Uppvinnsla ef grunur um cancer í þvagblöðru.
- Ef presentasjónin er obstructiv, þá er oft byrjað á ómun til að athuga hydronephrosu.
- Blöðruspeglun með biopsiu
Meðferð cancers í þvagblöðru.
- Transurethral brottnám (flestar lesionir eru superficial)
- Chemo
- Brottnám þvagblöðru ef vöxtur inn í vöðvalag eða endurteknir cancerar.
- Eftirlit með blöðruspeglun.
Hvernig cancer kemur oftast í eistu?
Germ cell cancer
Einkenni sj. með testicular cancer.
- Ungur, 18-35 ára kk
- Daufir verkir í nára eða ekki
- Sársaukalaus fyrirferð í pung
- Ekki gegnumlýsanlegt
Uppvinnsla og meðferð testicular cancer.
- Ómun
- Orchiectomy, bæði til greiningar og meðferðar. Ekki biopsia!
- Svo chemo og geislun ef með þarf.
- Greina milli seminoma og non-seminoma.
Hver er munur á meðferð seminoma og non-seminoma í testicular cancer?
Seminoma eru yfirleitt mun næmari fyrir geislun og chemo.
Hverjar eru 3 tegundir non-seminoma cancers í eistum og hvað þarf að mæla/gera í hverju þeirra?
- Endodermal sinus tumor (yolksac) - AFP
- Choriocarcinoma - beta HCG
- Teratoma - leita að metastösum!
Hver er munurinn á teratoma í konum vs. körlum?
Þau eru oftast góðkynja í konum en illkynja í körlum.
Klassískt einkennatriad fyrir renal cell carcinoma. Hversu margir af sj. með þennan cancer hafa þetta triad?
Verkur í flanka
Þreifanlegur massi
Sársaukalaus hematuria
- Er einungis hjá 10% sjúklinga!
5 einkenni sj. með renal cell carcinoma.
- Verkur í flanka
- Þreifanlegur massi
- Sársaukalaus hematuria
- Erythrocytosis (því nýrun framleiða EPO og tumorinn getur stundum gert það líka)
- Anemia (því cancerinn stelur blóðinu)
Uppvinnsla ef grunur um renal cell carcinoma.
- CT
- Nephrectomia
- Alls ekki biopsera fyrst!
Meðferð renal cell carcinoma.
- Nephrectomia (bæði diagnostiskt og therapeutiskt)
- Chemo og geislun ef með þarf (t.d. fyrir metastasa)
4 helstu tumor staðir í urologiu.
- Prostata
- Blaðra
- Eistu
- Nýru
3 vandamál tengd urethra (þvagrás) hjá börnum.
- Posterior urethral valve
- Hypospadias
- Epispadias
1 vandamál tengt þvagblöðru hjá börnum.
- Hematuria (non-glomerular)
4 vandamál tengd þvagleiðurum hjá börnum.
- Ureteropelvic junction obstruction
- Ureterovesicular junction obstruction
- Ectopic þvagleiðari
- Vesiculoureteral reflux
2 vandamál tengd þvagleiðurum hjá börnum.
- Malignancy
- Hematuria (glomerular)
Hvaða cancer er algengastur í nýrum hjá börnum?
Wilm´s tumor. Einnig kallaður nephroblastoma.
Hvað þarf að hafa í huga þegar hematuria kemur upp, og í hvaða röð?
- Micro/macroscopisk?
Microscopisk hematuria hjá börnum er yfirleitt hvað og hvenær þarf að vinna hana upp meira?
- Er yfirleitt self-limiting, þ.e. hættir af sjálfu sér.
- Taka CT ef saga um trauma.
- Watch and wait og fara í frekari uppvinnslu ef hættir ekki.
Hvernig er macroscopisk hematuria hjá börnum unnin upp?
Með þvagskoðun.
- Ef afmynduð rauð blóðkorn og/eða rauðkornaafsteypur: glomerular sjúkdómar
- Ef hvorugt, þá bendir það á orsök utan nýrna, t.d. steina, cancer, trauma.
Hvernig má greina glomerular vs. non-glomerular hematuriu í sundur hjá börnum?
Afmynduð rauð blóðkorn og/eða rauðkornaafsteypur í þvagskoðun benda til glomerular uppruna.
Uppvinnsla non-glomerular hematuriu hjá börnum.
- Ómun (ekki invasivt og ekki geislun, gott fyrir börn)
- Síðan blöðruspeglun eða CT/MRI.
6 mismunandi rannsóknir á þvagvegum.
- Ómun: sýnir hydro vs. ekki hydro.
- VCUG, voiding cystourethrogram: greinir hydronephrosu vegna obstructionar frá hydro vegna reflux. Sprautar lit með katheter upp í blöðru og gáir svo hvort einhver litur fer upp í þvagleiðara.
- CT: notað í trauma (með kontrast) eða fyrir steina (án kontrasts)
- Blöðruspeglun
- Intravenous pyelogram: næstum aldrei notað, er í raun rtg. með kontrast.
- Biopsia úr nýra
Hvað getur hydro í þvagvegum barna þýtt?
Hydro bendir vanalega á postrenal obstruction en í börnum getur það líka bent til reflux á þvagi.