Brjósta Flashcards
3 meginorsakir brjóstacancer.
- Of mikið estrogen exposure
- Geislun á brjóstasvæðum (t.d. fyrir lymphoma)
- Erfðir (BRCA 1 og 2)
Hvað eykur estrogenmagn konu og þar með áhættu á brjóstacancer?
- Byrja snemma á túr
- Sein í menopause
- Hormónameðferð við menopause
- Barnleysi
3 presentasjónir brjóstacancers.
- Einkennalaus kona í screening
- Kona finnur hnút
- Obvious cancer - t.d. stór hnútur með skin dimpling og þreifanlegum eitlum.
Hvernig er screenað fyrir brjóstacancer?
- Mammographia.
- MRI fyrir konur sem eru mjög high risk, t.d. hafa sögu um brjóstacancer, hafa verið geislaðar eða eru BRCA pos.
- Skv. onlinemeded er ekki lengur ráðlagt að konur þreifi sig sjálfar, né að læknar þreifi þær. (rugl skv. okkar læknum…)
Hvenær á að byrja að screena fyrir brjóstacancer og hversu oft skal skima?
Byrja 50 ára og gera annað hvert ár.
Hver er besta biopsian fyrir brjóstacancer?
Nálarbiopsia með core nál (core biopsy). Síðan eru til fínnálarsýni og excisional biopsy.
Fyrir hvaða aldur virkar mammographian?
Fyrir konur eldri en 30 ára, því brjóstvefur yngri kvenna er of þéttur.
Ef kona undir 30 ára kemur með hnút í brjósti, skal…
…bíða í nokkra tíðahringi. Ef hann hverfur ekki, þá ómun, sem skilur að massa vs. cystur.
Fínnálarsýni úr cystu í brjósti getur sýnt x og hvað merkja niðurstöðurnar?
- Blóðugt sýni (líklega cancer)
- Pus (abscess)
- Fluid (cysta)
Meðferð brjóstakrabbameins skiptist gróft í…
- Local: geislun og/eða skurðaðgerð (fleygskurður+geislun/brjóstnám með axillary eitlum ef pos.)
- System:
chemo (doxorubicin/donorubicin + cyclophosphamid + paclitexel)
targeted therapy (Traztuzumab ef HER2 pos. en Bevacizumab)
Aukaverkun doxorubicins? Annað krabbameinslyf sem hefur sömu aukaverkun? Hver er munurinn?
Hjartabilun. Muna að nota echo reglulega hjá þessum cancersjúklingum! Annað krabbameinslyf með sömu aukaverkun er Traztuzumab, sem er hormónaviðtakalyf fyrir brjóstacancer.
Munurinn er hins vegar að hjartabilunin er skammtaháð og óviðsnúanleg hjá doxorubicini en óskammtaháð og viðsnúanleg hjá Traztuzumabi.
Er gott/slæmt að vera HER2 viðtaka pós. í brjóstacancer?
Nei, slæmar horfur. En þó til targeteruð meðferð.
Ef sj. með brjóstacancer er estrogen/progestron viðtaka-pós., hvaða lyf skal nota?
- SERM lyf ef sj. er premenopausal
- Aromatase inhibitors ef sj. er postmenopausal
Prophylactiskar aðgerðir fyrir BRCA1/2 pos. konur.
- Bilateral mastecomia
- Bilateral salpingo-oophorectomy
2 dæmi um SERM lyf fyrir brjóstacancer og fyrir hvaða undirhóp sjúklinga eru þau notuð?
- Tamoxifen (virkar betur en hefur aukna áhættu á DVT og endometrial cancer). Estrogenviðtaka antagonisti í brjóstum.
- Raloxifen. Estrogenviðtaka agonisti í legi.
- Fyrir premenopausal konur hverra cancer er ER/PR positivur.
Hvernig greinast íslenskar konur með brjóstacancer?
60-65% greinast vegna einkenna (ca. 130 konur á ári). Restin eða ca. 40% greinast vegna skimunar.
Hvað er þrískoðun í brjóstacancer?
- Saga og klínísk skoðun
- Myndgreining: ómun og/eða mammographia
- Cytologia og/eða histologia
Hversu oft er skimað fyrir brjóstacancer hérlendis?
Frá 40 til 70 ára, á 2 ára fresti.
Ef hnútur í brjósti stækkar á 1-2 vikum er líklegra að hann sé…
…góðkynja.
Dæmi um hnút í brjósti sem er góðkynja og kemur oft…
…fibroadenoma.
Til hvernig tumors bendir útferð úr geirvörtu?
Papilloma (sem er góðkynja) eða ífarandi cancer.
Hvað þarf að fá fram í sögu hjá sj. með grun um brjóstacancer?
- Eymsli?
- Stækkað/minnkað? Á hve löngum tíma?
- Fengið hnút áður?
- Útferð frá geirvörtu?
- Inndráttur? Appelsínuhúð? Útbrot?
- Fjölskyldusaga? Spyrja einnig út í ovarian cancer og prostata cancer.
3 helstu áhættuþættir fyrir brjóstacancer hérlendis.
- Hækkandi aldur
- HRT tíðahvarfahormón (líkur aukast með lengri meðferðartíma)
- P-pillan (reyndar eitthvað á reiki…)
Hvort er algengara á Íslandi, BRCA 1 eða 2?
BRCA 2.
Á hvaða cancer eykur BRCA 2 líkurnar?
Brjósta, eggjastokka, prostata og briscancer.
Hvað þarf að hafa í huga varðandi varðeitlatöku í brjóstacancer?
Ef gerð hefur verið opin biopsia fyrir varðeitlatökuna, verður false negative 2-3x líklegra (er 5% fyrir). Í því tilfelli þarf að taka eitla úr fleiri levelum til öryggis og þá aukast líkur á holhandarbjúg.
3 ábendingar fyrir mastectomiu í brjóstacancer.
- Ef taka þarf meira en 20-25% af brjóstinu verður það afmyndað hvort sem er, þannig að mastectomia og sekunder uppbygging er preferable.
- Ef gera þyrfti central fleyg, þá frekar mastectomia.
- Ef geislun er ekki möguleg, þá mastectomia.
Meðalaldur íslenskra kvenna við greiningu brjóstacancers.
61 árs.
Á hvaða aldursskeiði kvenna eru cystur líklegri?
Eftir tíðahvörf.
Hvernig lýsir fitunecrosa í brjósti sér?
Eymslalaus hnútur sem kemur 6-8 vikum eftir trauma.
Hvað reynast konur sem leita til læknis með hnút í brjósti hafa? 4 atriði og algengi.
- Cancer 20%
- Eðlilegur brjóstvefur 50%
- Góðkynja breytingar 20%
- Fibroadenoma 10%
4 almenn cancer atriði sem þarf að spyrja konur með grun um brjóstacancer út í.
- Þyngdartap
- Bakverkur
- Abdominal massi
- Mæði
Í hvaða stellingum skal skoða/horfa á brjóst?
Þremur stellingum:
- Sitjandi og bein í baki
- Hendur á höfði (skoða handarkrika og undir brjóst. Athuga hvort hnútur sést).
- Hendur á mjöðmum (brjóstið fellur fram og við sjáum inndrætti ef æxlið er vaxið við undirliggjandi vefi).
Eftir hverju erum við að horfa í skoðun á brjóstum?
- Samhverfa er nr. 1 2 og 3! T.d. samhverfa í stærð, húðáferð, útliti á geirvörtum.
- Hnútar sjáanlegir?
- Appelsínuhúð?
- Slit-like inversion
Brjóstaskoðun í grunnatriðum.
- Horfa (í 3 mismunandi stellingum)
2. Þreifa (sjúklingur liggur í 45° horni með hendur bak við höfuð.)
Til hvers bendir appelsínuhúð á brjóstum?
Inflammatory carcinoma eða bara cellulitis.
Inndráttur í brjósti bendir til…
…illkynja meins.
Slit-like inversion í brjósti bendir til…
…góðkynja lesionar.