Almennan - efri GI Flashcards
Hvernig eru gallsteinar oftast?
Mixed úr kól. og pigmented steinum.
2-3 tegundir gallsteina.
- Kólesteról steinar
- Pigmented steinar
- Mixed
Kólesteról gallsteinar - hvernig líta þeir út og hverjir eru helstu áhættuþættir?
Þeir eru grænir. Fat, female, forty, fertile (native american).
Hvernig líta pigmented gallsteinar út og hvaðan koma þeir?
Þeir eru svartir og koma vegna hemolysu.
Einkenni sjúklings með cholelithiasis.
- Fyrst kólík verkir í RUQ (verða svo stöðugir). Stundum epigastric verkur.
- Leiðni upp í hægri öxl og/eða scapulu.
- Versnar eftir inntöku fituríks matar
- Geta fylgt ógleði og uppköst.
Greining gallsteina.
- Ómun er alltaf fyrsta rannsókn.
Meðferð gallsteina.
Elektív cholecystectomia.
eða ursodeoxycholic acid fyrir óskuðtæka einstakligna
Hvar er gallsteinn fastur í cholecystitis?
Í gallganginum (cystic duct). Gallblaðran er nú bólgin, ólíkt því þegar einungis eru gallsteinar.
Hvað sést í ómun á cholecystitis?
- Veggþykknun gallblöðru og gallsteinar, sjaldnast sést hann í cystic duct (gallgangi) þó hann sé yfirleitt þar.
- Pericholecystic fluid
Einkenni sj. með cholecystitis.
- Stöðugur verkur (vegna bólgunnar)
- Pos. Murphy´s sign.
- Vægur hiti og hækkuð hvít
Greining cholecystitis.
Ómun fyrst. Síðan HIDA skann ef ómun sýnir ekkert en klínískur grunur er sterkur (pos. ef gallblaðra fyllist ekki).
Meðferð cholecystitis, 3 atriði.
NPO
IVF
IV sýklalyf
- Cholecystectomy urgent (þó ekki akút, innan 72 klst.) Hægt að setja dren ef sj. er óskurðtækur.
Hvar er gallsteinninn í choledocholithiasis?
Í common bile duct.
Einkenni sj. með choledocholithiasis.
- Fer eftir því hversu langt niður steinninn fer.
- Pancreatitis (ASAT og ALAT hækka)
- Lifrarbólga (lípasi og amýlasi hækka)
- Víkkun gallganga og gula vegna bilirubins sem fer út í blóð (sem sagt obstructiv gula)
Hver er næstalgengasta ástæða pancreatitis?
Choledocholithiasis.
Algengasta presentasjón sj. með choledocholithiasis.
- Obstructiv, sársaukafull gula.
- Pos. Murphy´s sign
- Bólgumerki (hækkuð hvít og hiti)
Hvað sést í ómun á choledocholithiasis og hver er næsta rannsókn ef þörf er á?
- Víkkaðir gallgangar, fyrst og fremst.
- MRCP ef ómun er negativ og klínískur grunur sterkur.
Meðferð choledocolithiasis.
- ERCP
- Má líka fara beint í cholecystectomiu
- Eða byrja á NPO, IVF og IV sýklalyf, og svo annaðhvort ERCP eða cholecystectomiu.
Hvar er steinninn í cholangitis?
Í common bile duct.
Hver er munurinn á cholangitis og choledocholithiasis?
Steinn fastur í common bile duct í þeim báðum en í cholangitis er flæði gallganganna orðið stagnant og þar fara að vaxa bakteríur, sem fara síðan upp í galltréð innan lifrar og grassera þar.
Hvernig bakteríur eru algengastar í cholangitis?
Gram neg. stafir og anerobar (gut flóra)
Hver er Charcot´s triad og fyrir hvað er hann?
Fyrir cholangitis.
- RUQ verkur
- Hiti
- Gula
Hver er Raynode´s pentad og fyrir hvað er hann?
Fyrir cholangitis.
- RUQ verkur
- Hiti
- Gula
- Hypotension
- Breyttur mental status
Hvað sést í ómun hjá sj. með cholangitis? Hver er næsta rannsókn?
Víkkaðir gallgangar en ekki steinninn sjálfur.
Næsta rannsókn er ERCP (líka hægt að fara beint í það ef t.d. Raynode´s pentad).
Meðferð cholangitis?
- ERCP emergently, bæði til greiningar og meðferðar.
- Síðan gallblöðrutaka seinna.
- Sýklalyf á leiðinni í ERCP!
Sýklalyf fyrir sýkingar í gallblöðru.
- Ciprofloxacin og MTZ
- Ampicillin-Gentamicin og MTZ
(Pip Tazo, dýrt en notað mjög mikið, coverar of mikið þ.e. streptokokka og Pseudomonas líka)
6 algengustu ástæður efri GI blæðinga og hvaða 2 þeirra eru algengastar?
- magabólgur
- ætisár í maga eða skeifugörn/duodenum (30-40% efri blæðinga)
Einnig mallory-weiss rifur, blæðing úr æðahnútum í vélinda, magakrabbi og vélindabólgur.
Hvað er hematochezia?
Ferskt blóð um endaþarm.
8 helstu orsakir magabólga.
- Helicobacter pylori nr. 1, 2 og 3 hér!
- NSAIDS
- áfengi og reykingar
- Sterar
- Skurðaðgerðir
- Áverkar, bruni
- Sepsis
- Sjálfsofnæmissjúkdómar.
Hver er meðferð magabólga?
PPI-lyf, H2 blokkar, önnur sýrubindandi lyf.
7 áhættuþættir fyrir magasárum (í maga eða skeifugörn).
- Helicobacter pylori
- NSAIDS
- Sterar
- brunar
- áverkar
- Áfengi og reykingar
Hvað þarf að útiloka þegar sj. greinist með magasár?
Cancer í maga.
Dæmi um alvarlega komplikasjón magasára og hvernig má t.d. greina hana myndrænt?
Rof á maga, sést t.d. sem loft undir þind á rtg.
4 algengustu vefjagerðir í magacancer, í réttri röð.
- Adenocarcinoma er langalgengust.
- Lymphoma
- GIST
- Carcinoid
4 algengustu staðsetningar magacancers, í réttri röð.
- Pylorus svæði er 60%
- Corpus 30%
- Cardia 5%
- Allur maginn 5%
Rannsóknir í magacancer.
- Magaspegla fyrst og taka sýni.
- Svo leita að meinvörpum ef cancer greinist: CT abdomen, óma lifur, labroscopia ef þörf er á.
Hversu stór hluti sjúklinga með magacancer fær læknandi skurðaðgerð?
Minna en þriðjungur.
3 týpur læknandi skurðaðgerða fyrir magacancer.
- Total gastrectomy (Roux-en-Y)
- Billroth I (sjaldan notað)
- Resectio ventriculi (Billorth II)
Hvað er gert í Roux-en-Y aðgðerð?
Allur maginn fjarlægður (total gastrectomia og síðan gerð esophagojejunostomia). Ath. að neðri partur vélindans er ekki tengdur við duodenum, heldur er duodenum saumað upp (þó þannig að gall flæði áfram þangað) en vélindað tengt við jejunum.
Hvenær er gerð total gastrectomia í magacancer?
Ef æxlið er í nærhluta/efri helmingi maga.
Hvenær er gerð Billroth II aðgerð í magacancer?
Ef æxlið er í fjærhluta/neðri helmingi maga.
Hvað er gert í Billroth I?
Neðri hluti magans fjarlægður og síðan tengdur við duodenum - þ.e. gastroduodenostomia. Sjaldan notað.
Hvað er gert í Billroth II?
Neðri hluti magans fjarlægður og síðan tengdur við jejunum - þ.e. gastrojejunostomia, með blindum duodenal stúf.
Hvað er Hartmann’s pouch?
Mucosal fold á mótum gallblöðruhálsins og ductus cysticus, þar sem algengt er að gallsteinar festist.
Í hvaða 4 anatómíska hluta skiptist gallblaðran? Hver þeirra tengist ductus cysticus?
Fundus, corpus, infundibulum og collum, sá síðastnefndi tengist ductus cysticus.
Úr hverju er gall samsett? 5 efni.
Kólesteról, gallsölt, fita, prótein og galllitarefni.
Hversu stórt hlutfall gallblöðrubólgu er án gallsteina og hvað heitir slíkt ástand?
Ca. 10% og það kallast acalculus cholecystitis.
Hvaða sjúklingahópur er í áhættu á að fá acalculus cholecystit?
Mjög veikir sjúklingar - t.d. ónæmisbældir HIV sjúklingar, sykursjúkir etc. Einnig sj. með æðasjúkdóma og/eða skert blóðflæði - myndast ischemia og necrosa og konsekvent bakteríusýkingar í gallblöðrunni.
Hvað hafa margir gallsteina í almennu þýði? Hversu margir þeirra fá einkenni?
Ca. 10% hafa gallsteina og 20% fólks yfir 65 ára aldri. Ca. 10-30% fólks með gallsteina fá einkenni.
Lýstu meinmyndun í gallblöðrubólgu.
- Gallsteinn stíflar gallgang (ductus cysticus) og í kjölfar verður bólgusvar í gallblöðru.
- Prostaglandínmagn eykst 4x.
- Fosfólípasi A er í gallblöðruslímunni og hann hvatar myndun lysolechitins úr lechitini (sem er vanalega í galli).
- Lysolechitin er ertandi fyrir gallblöðruna og tekur þátt í bólguviðbragðinu.
- Stundum verður líka sýking í gallinu.
Dæmi um einkenni ef gallsteinn stíflar common bile duct eða jafnvel brisgang.
Gula, ljósar hægðir og brisbólga.
Hjá hvoru kyninu er gallblöðrubólga algengari og hvers vegna?
Hjá konum, út af estrógeni, sem stuðlar að myndun gallsteina.
Hvenær eru konur sérlega útsettar fyrir gallsteinum?
Þegar magn estrógens er hærra en vanalega - við óléttu, við töku getnaðarvarnatafla eða notkun hormóna eftir tíðahvörf.
Áhættuþættir fyrir gallsteinum.
Fat, female, forty, fertile. Einnig fair og flatulent. Eykst með aldri og erfðir skipta líka máli.
Hvað þýðir double wall sign í ómun á gallblöðru?
Oedema er kringum gallblöðruna, sem bendir til gallblöðrubólgu.
Hver er eðlileg veggþykkt gallblöðru í ómun?
Undir 4-5mm.
Fyrir hvað stendur ERCP?
Endoscopic retrograde cholangiopancreatography.
Fyrir hvað stendur MRCP?
Magnetic resonance choleangiopancreatography.
Hver er rtg.þéttni nýrnasteina vs. gallsteina?
10% gallsteina eru röntgenþéttir en 90% nýrnasteina.
Er gefið skuggaefni í ERCP/MRCP?
Ekki í MRCP en já í ERCP.
Hvað er HIDA og hvernig er það framkvæmt? Hvenær er það notað?
HIDA er cholescintigraphy til að skoða gallvegi. Sprautað inn radionucleotidum sem skiljast út með galli. Ef gallblaðran fyllist ekki, er líklega um stíflu að ræða. Þetta er notað þegar grunur er um akút cholecystit og næmi er 95%.
Hvað er Mirizzi syndrome?
Gallsteinn fastur í cystic duct eða Hartmann´s pouch, þar sem hann veldur utanaðkomandi þrýstingi á common bile duct og veldur þannig lokun/obstruction á common hepatic duct - ergo, sj. fær obstructiva gulu!
Einkenni sj. og niðurstöður helstu rannsókna í Mirizzi syndrome.
- Flestir fá gulu, hita og verk í RUQ.
- Hækkun á ALP og bilirubini.
Hvaða 2 prufur þarf að taka við greiningu gallblöðruvesens?
Blóðprufu og þvagprufu (til að útiloka aðra orsök, s.s. nýrnasteina).
Hvað viltu sjá í blpr. hjá sjúklingi með gallblöðruvesen?
- Status
- Hvít - vanalega hækkuð
- CRP - vanalega hækkað
- Serum bilirubin og ALP, ef hækkað þá gruna cholangitis, choledocholithiasis eða Mirizzi syndrome.
Dæmi um 4 sýklalyf sem hægt er að nota í gallblöðrubólgu.
Nota cyclosporin - t.d. Rocephalin, Zinacef, Ciprox, Kefzol eða annað cyclosporin.
Með hverju er abdomen blásinn upp í laproscopiskum aðgerðum?
CO2. Alls ekki O2.
Hvað er biliary cholic/gallkólík? Hver eru einkenni?
Verkir vegna steins sem fastur er í Hartmann´s pouch eða cystic duct. Ekki hiti með og ekki hækkuð hvít. Verkurinn hverfur þegar steinninn losnar.
Hvers vegna verður cholangitis?
Cholangitis myndast vegna stasa eða obstructionar (partial eða fullrar obstructionar) á common bile duct. Þannig ná bakteríur að skríða upp og sýkja gallvegi í lifrinni.
Hvaðan koma bakteríurnar í cholangitis?
Oftast frá duodenum, sjaldnar frá portæðakerfinu.
Dæmi um 3 atriði sem geta obstructerað common bile duct og þannig stuðlað að cholangitis.
- Gallsteinar (oftast)
- Illkynja fyrirferðir - t.d. ampullary carcinoma
- Góðkynja fyrirferðir