Myndgreining Flashcards
Hvorum megin við sjúkling er filman höfð þegar tekin er lateral rtg. mynd?
Vinstra megin.
Þegar tekin er PA (posterioranterior) rtg. pulm, hvar er þá filman höfð?
Við brjóst sjúklings.
Hvort eru hægri eða vinstri rifbein stærri á lat. rtg.? Dæmi um hvenær þetta er gagnlegt.
Hægri rifin eru stærri, vegna mögnunar (filman er við vinstri hlið sjúklings).
Til dæmis gagnlegt ef unilateral pleural effusion.
Hvor þindarkontúran er neðri, hægri eða vinstri, á lat. rtg?
Vanalega vinstri.
Hvor þindarkontúran, hægri eða vinstri, sést lengra anteriort og hvor hverfur og hvers vegna?
Hægri þindarkontúran sést lengra anteriort. Vinstri þindarkontúra hverfur því hjartað liggur ofan á henni.
Hver er munurinn á PA og AP rtg. pulm myndum?
PA er mynd sem tekin er standandi og með filmuna alveg upp við brjóst sjúklings. AP mynd er móbíl/bedside mynd.
Hvað er öðruvísi á AP rtg. pulm mynd miðað við PA?
- Hjartaskugginn er stærri (því hann er anterior strúktúr).
- ## Pulmonary æðar eru breyttar því sjúklingur er liggjandi.
Til hvers er lateral decubitus rtg. mynd notuð?
T.d. til að meta volume pleural effusionar og hvort hún er móbíl eða loculated. Einnig t.d. til að staðfesta pneumothorax í sj. sem getur ekki staðið uppréttur.
Hvað á lateral decubitus rtg. mynd getur bent til air trapping?
Neðra lungað ætti að fá aukna þéttni, vegna atelectasa sem myndast því mediastinum þrýstir á lungað. Ef þéttni neðra lungans eykst ekki, þá bendir það til air trapping.
Hvort á að taka rtg. pulm í inn- eða útöndun?
Vanalega innöndun.
Við hvaða rifbein á þindin að nema á rtg. pulm?
8.-10. post. rif EÐA 5.-6. ant. rif, í góðri innöndun.
Hvernig sést á PA rtg. pulm hvort geislunin hafi verið mátuleg?
Liðbol brjósthryggjarins eiga rétt svo að sjást gegnum hjartaskuggann en ekki beinastrúktúrar. Bronchovascular eiga að sjást gegnum hjartaskuggann.
Hvernig sést á lat. rtg. pulm hvort geislun hafi verið mátuleg?
Hryggjarsúlan á að verða dekkri caudalt. Það gerist af því að í neðri lobum er meira loft
Sternum ætti að sjást með brún neðst.
Hvort eru under/over geislaðar/penetrated rtg. myndir svartar eða gráar?
- Overpenetrated eru svartar.
- Underpenetrated eru gráar.
Infiltrat á rtg. pulm bendir t.d. til…
…pneumoniu.