Sár og sárameðferð Flashcards
Sár sem ekki gróa
Langvinn sár
Krónísk sár
Bráðasár
Koma fljótt
Gróa yfirleitt fljótt ef aðstæður eru í lagi
Myndast vegna utanaðkomandi áverka með eða án tilgangs
Dæmi um bráðasár
Skurðsár
Slysasár og áverkar
Brunasár
Langvinn sár
Lengi í bólgufasa, allt þar til gripið er inn í
Myndast vegna sjúkdóma eða heilsubrests
Geta verið bráðasár til að byrja með en verða að langvinnum sárum vegna þess að ehv fer úrskeiðis í sárgræðsluferlinu
Dæmi um langvinn sár
Fótasár
Þrýstingssár
Skurðsár sem grær ekki
3 fasar sárgræðsluferlis
Bólgufasi (inflammatory phase)
Frumufjölgunarfasi (proliferative phase)
Þroskafasi (maturation phase)
Bólgufasi (inflammatory phase)
Svörun æðakerfis, storknun, bólgusvörun, niðurbrot/hreinsun
3-6 dagar í bráðasárum
Lengi í langvinnum sárum
Frumufjölgunar fasi (proliferative phase)
Nýmyndun bandvefs (ör), samdráttur í sári
3-21 dagur
Lengur í stórum langvinnum sárum
Þroskafasi (maturation phase)
Þekjun, styrking örvefar
Varir allt að 2 ár
Einstaklingstengdir þættir sem hafa áhrif á sárgræðslu
Súrefnisflutningur í sárið - opnar æðar, vökvi í æðum Reykingar Verkir Aldur Hreyfigeta Sálfélagslegir þættir Lyf/meðferð - sterar, bólgueyðandi, krabbameins Sjúkdómar Næring
Staðbundnir þættir sem hafa áhrif á sárgræðslu
Rakastig Bjúgur Þrýstingur Áverkar Hitastig Bakteríur Drep
Árangursrík sárameðferð
Heilsufarssaga
Greina undirliggjandi orsök sára
Greina þætti sem tefja sárgræðslu
Skoða sárið sjálft og meta
Wound bed preperation
Snýst um að meta og greina ástandið á staðlaðan, skipulagðan hátt
Ná tökum á þeim þáttum sem geta hindrað sárgræðslu og gera aðstæður þannig hagstæðar
TIMES módelið
Tissue - vefur í sárbotni Infection/inflammation - sýking/bólga Moisture - raki Edge of wound - sárbarmar Surrounding skin - húð umhverfis sár
Skoðun húðar og mat á sárum
Staðsetning sárs
Stærð - lengd/breidd, dýpt/vefjagerð, vasar, fistlar
Litur - svart, gult, rautt, bleikt
Vefjagerð - drep, granulationsvefur, ofholdgun, fibrinskán, þekjufrumur
Sárbarmar - aflíðandi, upphleyptir, verptir
Húð í kringum sár - soðin, þurr, exem, roði, hiti, sigg, blöðrur, bjúgur
Útferð - litur, magn, áferð, blóð, glær vessi
Lykt
Verkir
Debridement
Fjarlægja dauðan vef, bakteríur, óhreinindi, aðskotahluti
Autolysa/sjálfsleysing
Líkaminn sér um niðurbrot Þarf rakt, súrt umhverfi Skemmir ekki lifandi vef Sársaukalaust Tekur langan tíma
Kirurgisk hreinsun/skörp hreinsun
Dauður vefur fjarlægður með skærum eða hníf Góð áhöld nauðsynleg Fljótvirkt Hægt að gera hvar sem er Stundum þarf að deyfa
Mekanísk hreinsun/skolun
Kranavatn
Saltvatn
Skolvökvar
Sótthreinsandi skolvökvar
Klórhexidin Prontosan Betadin (joðlausn) Ediksýra Kaliumpermanganat
Leiðbeiningar varðandi sótthreinsandi skolvökva
Aðeins notaðir í undantekningartilfellum Tekur tíma að virka (10-20 min) Hætta á ónæmi baktería fyrir efninu Dregur saman háræðar Nýjar frumur drepast (fibroblastar) Sáravessi og gröftur draga úr virkni sótthreinsilausnar Ofnæmi og erting
Merki um sýkt sár
Hiti (calor)
Roði > 1-2 cm (rubor)
Bólga (tumor)
Verkur (dolor)
Merki um sýkingar í krónískum sárum
Stöðnun sárgræðslu Viðkvæmur granulationsvefur Blússandi rauður granulationsvefur Aukinn vessi úr sári Aukin lykt Nýir nekrósublettir
Biofilma
Samfélag baktería sem hjúpa sig þannig að erfitt er að ná í þær
Viðhalda bólgu í sárum
Leiðir til að minnka sýkingarhættu
Auka mótstöðu hýsils - blóðsykurstjórnun hjá sykursjúkum, næring, blóðrás, fræðsla til sjúklings
Draga úr bjúg
Góð sárahreinsun
Efla öryggi í umhverfi og verklag við sárameðferð - ekki dreifa bakteríum, engir skartgripir á höndum, geyma sáraumbúðir á viðeigandi hátt, skipulögð vinnubrögð, handþvottur
Hrein vinnubrögð
Volgt kranavatn (eða aðrir skolvökvar) Ósterilir hanskar Ósterilar grisjur Handklæði Þvottasvampar Skipulögð vinnubrögð Geymsla umbúða Hreinlæti Handþvottur