Hjúkrun sjúklinga með húðsjúkdóma Flashcards
Húðmeðferðir í boði
Ljósameðferð Böð Staðbundin húðmeðferð Lokaðar umbúðir Afhreistrun á húð Lyfjagjafir - staðbundin, po, sc, im, iv Bjúg og sogæðameðferð Sárameðferð
Grunnur húðmeðferðar
Böð, bakstrar og sturtur - olíuböð, kalíumböð/bakstrar
Staðbundin krem meðferð
Ljósameðferð
Lyfjameðferð po, iv, im
Staðbundin húðmeðferð
Rakakrem - krem, feit krem, smyrsl
Sterakrem/smyrsl/vökvi
Tjara
Önnur krem
Hafa í huga þegar krem er valið
Ofnæmi Hve auðvelt er að dreifa úr kremunum Innihald kremanna Tímaskortur Árstími Vanda valið sérstaklega fyrir aldraða og börn
Virkni sterakrema/steravökva
Draga úr bólgu
Hægja á fjölgun húðfruma
Minnka roða
Minnka kláða
Steraskema
- vika - Sterakrem borið á húðbreytingar 2x á dag
- vika - Sterakrem borið á húðbreytingar 1x á dag
- vika - Sterakrem borið á húðbreytingar annan hvern dag
- vika - Taka hlé eina viku
- vika - Ef enn útbrot þá byrja aftur eins og á viku 1
Daivonex krem (calcipotriene)
D-vítamín afleiða
Dregur úr frumufjölgun, leysir burt hreistrandi húð
Hefur ekki eins hraða virkni og sterakrem
Daivobet (calcipotriene)
D-vítamín afleiða blönduð stera af 3.flokki
Protopic/Elidel
Hafa staðbundna ónæmisbælandi og bólgueyðandi virkni
Má nota lengi
Þarf ekki að taka hlé á notkun
Mikið notuð fyrir exxem
Tjara
Elsta meðferð sem vitað er um við psoriasis
Er að deyja út
Alltaf gefin með ljósameðferð
Dregur úr hraðri frumuskiptingu, bólgu, kláða og hreisturmyndun húðarinnar
UVB ljósameðferð
Fer ofan í epidermis
Geislarnir hægja á hinni öru frumuskiptingu sem á sér stað í húð psoriasis sjúklinga
Meðferðin er gefin 3x í viku
Einnig notað á atopiskt exem, acne, og kláða
PUVA ljósameðferð
Psolaren tbl og UVA
Sterkasta ljósameðferð sem er veitt
UVA geislinn hefur áhrif á litfrumurnar í húðinni, fer ofan í dermis
Aukin hætta á frumubreytingum og flöguþekjukrabbameini í húð hjá þeim sem fengið hafa mjög margar meðferðir
Gefin 2x í viku, í 6-8 vikur
Afhreistrun líkama
Böð og sturtur mýkja upp skellurnar
Gufuböð eru mjög góð
Salisylvaselín 2%, 5% eða 10% borið á hreistrandi útbrot, látið vera á í 4-6 klst í fyrstu, síðan yfir nótt
Afhreistrun hársvörður
Salisylvaselín 2%, 5%, 10% eða ACP (parafinn og salisylsýra) borið á hársvörð og látið liggja í 4-6 klst í fyrstu, síðan yfir nótt.
Fitan þvegin úr með tjörusjampói
Fræðsla - húðsjúkdómar
Gera einstakling ábyrgan og sjálfsbjarga á eigin líðan
Fræðsla um sjúkdóm, orsök, einkenni og þætti sem valda versnun
Fræða um mikilvægi meðferðar, lyfja, krem osfrv.
Ítreka mikilvægi góðrar hvíldar, næringar og neikvæð áhrif álags og streitu á sjúkdóminn
Bjúg- og sogæðameðferð
Stoðmeðferð sem getur hjálpað sjúklingum sem eru með fótasár eða slæman bjúg
Sérstaklega þegar teygjusokkar eða vafningar ein og sér duga ekki
1/2-1 klst 1-2x á dag
Hlutverk húðar
Veita vörn Hitastjórnun Skynfæri Tekur þátt í að stjórna vökvajafnvægi Framleiðir D-vítamín Hefur áhrif á líkamsímynd fólks
Öldrun húðarinnar
Fituvefur minnkar Kollagen og elastin trefjar minnka Melanocytum fækkar Veikleiki í háræðakerfi húðar eykst Minni starfsemi svitakirtla Hormónabreytingar Umhverfisáhrif
Algeng húðvandamál aldraðra
Lyfjaofnæmi Húðþurrkur Kláði Stasaexem á fótum Húðsýkingar Góðkynja æxli - elliblettir eða sólarskemmdir Illkynja æxli - grunnfrumukrabbamein, flöguþekjukrabbamein, sortuæxli Fótasár
Greiningaraðferðir húðsjúkdóma
Skoðun Vefjasýni (biopsy) Ræktanir - sveppir, bakteríur, veirur Ofnæmispróf Prikk próf Blóðprufur Myndgreining
Mat á bjúg
\+1 = 2mm, lítið far eftir fingur sem hverfur fljótt \+2 = 4mm, dýpra far sem hverfur á 10-15 sek \+3 = 6mm, hér getur það tekið farið um 1 mín að hverfa, mikil bólga \+4 = 8mm, mjög djúpt far sem fer á 2-5 mín, mjög mikil bólga
3 tegundir lúsa
Líkamslús (Pediculus humanus corporis)
Höfuðlús (Pediculus humanus capitis)
Flatlús (Pthirus pubis)
Kláðamaur (sarcoptes scabiei)
Sníkjudýr sem veldur sýkingum í húð
Lítill gráhvítur 0,3 mm að stærð
Kvendýrið borar sig í húðina, myndar þannig göng og verpir eggjum þar í
Eftir 10-14 daga verða eggin að maurum
Staðir þar sem kláðamaur finnst
Milli fingra Kringum úlnlið Holhönd Brjóst Kringum nafla
Meðferð kláðamaurs
Sápa sig í sturtu með þvottastykki
Þurrka sér vel
Bera TENUTEX á allan líkamann nema höfuðið
Nota bómullarhanska og einnota plasthanska eftir að kremið hefur verið borið á við ákveðin verk til að komast hjá handþvotti
Kremið er haft á í 24 klst, en þá þvegið af
Meðferð endurtekin eftir 7 daga
Fara í hrein föt og rúmföt
Þvo, frysta allt sem var í snertingu við hinn smitaða
Meðhöndla alla þá sem eru hugsanlega smitaðir
Candida albicans (gersveppur)
Lifir í ákveðnu magni í munni, meltingarvegi og leggöngum, er þá einkennalaus
Einkenni candida albicans
Meltingaróþægindi
Uppþemba
Skán á tungu
Aukin útferð frá leggöngum
Orsakir fjölgunar candida albicans
Sýklalyfjanotkun
Bæling á ónæmiskerfi
Þungun
Sykursýki
Fótasveppir (tinea pedis)
Sveppir lifa á dauðum húðfrumum, nöglum og hári og eru yfirleitt skaðlausir, geta við ákveðnar aðstæður fjölgað sér og þá gefið einkenni