Lyfjahvarfafræði og aukaverkanir (fyrir fyrsta kaflapróf)(Kristín og Bjarni) Flashcards
Almenn flokkun aukaverkana
háð skammti - algengt, ótal dæmi
óháð skammti - ofnæmi, óþol
háð skammti og tíma - nýrnahettubæling v. stera
háð tíma - krabbamein, síðkomin hreyfitruflun
fráhvarf - ópíöt, beta-blokkar, paroxetín
engin verkun - algengt, milliverkun o.fl.
hvað skilgreinist sem alvarleg aukaverkun?
Aukaverkun hjá mönnum sem leiðir til: dauða lífshættulegs ástands veldur fötlun fjarveru frá vinnu fæðingargalla sjúkrahúsvist eða lengingar á sjúkrahúsvist ólæknandi eða langvarandi sjúkdómseinkennum
hvernig skilgreinum við óvænta aukaverkun?
Aukaverkanir sem vegna eðlis, alvarleika eða afleiðinga þeirra eru ekki eins og getið er um í samantekt á eiginleikum lyfs (SPC) í sérlyfjaskrá.
hvernig tilkynnum við aukaverkanir?
Eyðublaðið er að finna á heimasíðu Lyfjastofnunar (www.lyfjastofnun.is)
Velja aukaverkanatilkynningar.
Tilkynna aukaverkun á vefnum (vefeyðublað)
hvað er ATC?
Anatomical, Therapeutical and Chemical classification (alþjóðlegt flokkunarkerfi lyfja) (samheitalyf hafa sömu t-lur í ATC flokkunarkerfinu)
Hvað er DDD?
Defined Daily Dose (skilgreindur dagskammtur)
hvað er lyfjahvarfafræði (pharmacokinetics)?
Hvað líkaminn gerir við lyfin
Hvað er Lyfhrifafræði (pharmacodynamics) ?
Hvað lyfin gera í líkamanum, verkunarháttur lyfja (lyfhrif)
hvernig er flutningur efna yfir himnur?
Flæði beint í gegnum fitulagið (algengast f. lyf)
- frásogshraði = gegndræpi x stærð yfirb. x styrkfallandi
- Háð fituleysanleika og jónun lyfsins
- Óvirkur flutningur
Flutningur með himnupróteinum
- Virkur eða óvirkur flutningur
- Getur mettast
- Samkeppni við önnur efni eða lífefni
Lýsið pH-gildrunni
Jónuð form lyfjanna flytjast illa yfir himnur en ójónuð vel, A- (AH er veik sýra) safnast því fyrir þar sem pH er hátt og BH+ (B er veikur basi) safnast við lágt pH (súrt umhverfi)
Hvaða þættir ákvarða hraða frásogs úr meltingarvegi?
Magainnihald
- Hefur áhrif á hraða tæmingar
- Milliverkanir við efni í fæðu
magatæmingarhraði (ef aukinn hraði, þá er oftast aukið frásog)
blóðflæði í þarmaslímhúð
leysni úr lyfjaformi (vatnsleysanleiki)
- Hvaða salt var notað við gerð lyfsins
- kornastærð
Hvað merkir “First pass”
að lyfin sem frásogast úr görn þurfa first að fara í gegnum lifrina og verða því fyrir umbroti þar fyrir fyrsta hring sinn í blóði
hver er munurinn á að sprauta undir húð (s.c), í vöðva (i.m) og í æð (i.v)?
Undir húð: sjúkl. getur séð um lyfjagjöf, litlir skammtar, hægt frásog
Í vöðva: stærri skammta en undir húð og hraðara frásog, þó háð hvar er stungið, þjálfað starfsfólk, tilviljanakennt magn frásogast.
Í æð: hratt og 100% nýting, möguleg eituráhrif, þjálfað starfsfólk
- Mjög mikið notað og örugg leið innan sjúkrahúsa
Hvað er nýting (bioavailability, F) lyfs?
lýsir magni lyfs í blóði eftir frásog borið saman við gjöf þess beint í æð
AUC(oral)/AUC(intravenous)
hvaða þrír þættir ráða mestu um dreifingu lyfja eftir frásog?
- Próteinbinding í plasma
- Meðan lyf er bundið próteinum, hefur það ekki verkun en bindingin hefur mikla þýðingu í sambandi við helmingunartíma - Himnugegndræpi (fituleysanleiki)
- Binding í vefjum (tissue binding)