Hinir fyrirlestrar KÓ og Bjarna fyrir fyrsta kaflapróf Flashcards
Hvenær er lággildi lyfja mælt í blóði?
rétt fyrir lyfjagjöf
Hvenær er hágildi lyfja mælt í blóði?
rétt eftir lyfjagjöf
Hvenær á að mæla blóðþéttni lyfs?
Venjulega eftir a.m.k. 5 x t1/2 (steady state) (oftast rétt fyrir næstu lyfjagjöf)
hvað ákvarðar blóðþéttni lyfja?
Skammtur
Frásogshraði
Nýting – aðgengi
Dreifirúmmál
Helmingunartími, þá sem mælikvarði á brotthvarfi (umbrot+útsk.)
Milliverkanir (við lyf, fæðu eða náttúrumeðul)
nefndu 7 lyfjaflokka þar sem helst er fylgst með blóðþéttni lyfs
Flogaveikilyf (phenytoin) Hjartsláttarlyf (digoxín) Sýklalyf (gentamycin) Krabbameinslyf (methotrexate) Geðlyf (Lithium) Lungnalyf (Theophylline) Ónæmisbælandi lyf (cyclosporine)
(stóð ekki í glærum en ég myndi giska á líka blóðþynnandi lyf eins og Warfarín eða alla vega öll sem eru með stutt lækningalegt bil)
nefndu 3 “viðtaka” eiturefna
Þegar efnið sjálft er eiturefnið, getur viðtakinn verið hvar sem er en oftast utan frumu eða í frumuhimnunni
Þegar umbrotsefni er eiturefnið og ef það er mjög hvarfgjarnt er það ensímið sem bjó það til, sem verður gjarnan skotmarkið
Minna hvarfgjarnt umbrotsefni, getur hvarfast við hvað sem er sem hefur viðkvæma hópa, t.d. tvíbinding, SH-hóp etc.
hvernig myndast oxunarálag/stress í frumu og hvað gerist þá?
Myndast þegar jafnvægi á milli oxunar- og andoxunarferla raskast GSH eyðist SH hópar í próteinum oxast NADPH og NADH lækka peroxun himna
Þá breytist gegndræpi himna og eykst styrkur Ca í frymi og ATP myndun minnkar
Berðu saman apoptósu og necrósu
Apoptósa
- Umfrymi minnkar
- Erfðaefnið í stórum, reglulegum bútum
- Frumulíffæri óbreytt
- Frumuhimnan heil í fyrstu, síðan ,,budding”
- Fruman, eða frumuhimnu-tengd brot tekin upp af át-frumum
Nekrósa:
- stækkun á frumu og frumulíffærum
- Erfðaefnið í litlum dreifðum brotum
- Frumulíffæri springa
- Frumuhimnan ,,blebbar”
- Fruman opnast og veldur bólgusvari
5 helstu breytingar í lifur vegna eiturefna
fitusöfnun (steatosis)
- CCl4, etanol, valpróin sýra
gallstopp (cholestasis)
- chlorpromazin, cyclosporin A, estrogen, Mn
bandvefsmyndun (fibrosis/cirrhosis)
- As, etanol, A-vit, vinyl klóríð
frumudauði (necrosis)
- paracetamol, etanol, ecstasy
krabbamein
- aflatoxín, androgen, vinyl klóríð
nefndu 5 ástæður þess að lungu verða oft fyrir eituráhrifum
Eitt af aðalfrásogslíffærunum –> mikilvægur íkomustaður eiturefna
Mikið blóðflæði –> “sér” háan styrk eiturefna.
Mikið af umbrotsensímum –> “sér” háan styrk eiturefna.
Mikil súrefnisskipti –> möguleg myndun hvarfgjarnra súrefnisradikala
Eigið bólgusvar –> fer oft offari og veldur skemmdum
hvernig reiknum við Therapeutic index?
Therapeutic index=TD50/ED50
(toxic dose 50 / effective dose 50)
ef theapeutic index er lágt er erfitt að réttlæta notkun lyfs (stutt milli lyfhrifa og eituráhrifa)
nefndu 3 ástæður þess að tegundir/dýr svara lyfjum mismunandi
Mismunandi lífeðlis- eða lífefnafræði lífveru
- dreifkjörnungar vs heilkjörnungur t.d. sýklalyf
Skyldar lífverur
- mism. umbrotsleiðir eða hraði efnahvarfa t.d. aflatoxin B1 í rottu og mús
Einstaklingar sömu tegundar
- Genetískur polymorphismi
hvað stendur ADI fyrir?
acceptible daily intake
Hvað stendur NOADEL fyrir
No observed adverse effect level = hæsti skammtur sem veldur engum eituráhrifum eftir meðferð
hvernig er ames test framkvæmt?
þetta er test til að tékka á stökkbreytingum af völdum lyfja. Notaðar eru Salmonella typhimurium bakteríur og þeim mixað með mögulegum stökkbreytivald og efnum úr rottulifur. Þessu stráð á Agarskál með histidine-i. En S. typhimurium vex ekki á histidine-i nema hún hafi orðið fyrir stökkbreytingu