Lyf gegn Mycobacteriacea Flashcards
hvaða eiginleikar gera meðferð gegn Mycobacteriacea erfiðari?
Skipta sér hægar en “dæmigerðar” bakteríur
Geta verið dormandi (dormant) og því tornæmar gegn lyfjum
Lifa innan fruma (intracellular) og lyfin verða að verka þar líka
Ysta lag frumunnar vaxkennt (phospholipids / mycolic acid), þykkt og hindrar aðgang lyfja að virknisetum
Hver eru þrír helstu “flokkar” sýklalyfjaónæmis” hjá berklum?
LYFJAÓNÆMIR berklar (Drug-resistant TB)
- Ónæmi gegn 1 af 4 aðallyfjum um munn
FJÖLÓNÆMIR berklar [MDR-TB] (Multidrug-resistant TB)
- Ónæmi gegn bæði isoniazid og rifampin
OFURÓNÆMIR berklar [XDR-TB] (Extensively drug-resistant TB)
- Ónæmi gegn isoniazid, rifampin, flúorókínólónum og 1 af lyfjum í stunguformi
Berklalyf? (já öll berklalyf og hópaskiptingin)
1) Aðallyf um munn Isoniazid Rifampin Pyrazinamide Ethambutol
2) Flúórókínólón
Levofloxacin
Moxifloxacin
OfloxacinGatifloxacin
3) Lyf í stunguformi Capreomycin Kanamycin Amikacin Streptomycin
4) Minna virk berklalyf
Ethionamide
Cycloserine
Para-aminosalicýl sýra (PAS)
5) Lyf með óljósa virkni Bedaquiline Clofazimine Linezolid Metropenem Imipenem Clarithromycin Amoxicillin-clavulanate
Aðalberklalyfin um munn
Isoniazid
Rifampin
Pyrazinamide
Ethambutol
Flúrókínólón berklalyf
Levofloxacin
Moxifloxacin
OfloxacinGatifloxacin
Berklalyf í stunguformi
Capreomycin
Kanamycin
Amikacin
Streptomycin
Minna virk Berklalyf
Ethionamide
Cycloserine
Para-aminosalicýl sýra (PAS)
Berklalyf með óljósa virkni
Bedaquiline Clofazimine Linezolid Metropenem Imipenem Clarithromycin Amoxicillin-clavulanate
Verkunarháttur og lyfjahvörf Izoniazides
Verkunarháttur
Hindrar myndun á mycolic sýru
Verkar á bæði frumur í virkri skiptingu (bacteriocidal) og dormandi (bacteriostatic) frumur
Lyfjahvörf (pharmacokinetics)
Frásogast vel frá meltingarvegi
Dreifast vel um vefi og inní frumur (þ.m.t. yfir blóð-heilaþröskuld)
Kemst inní drep-hluta (caseous/necrotic) berklameinsemda
Niðurbrot er háð erfðaþáttum (ekki skimað fyrir í daglegu starfi)
Slow-acetylator (t ½ = 3 klukkustundir, betri lyfjasvörun)
Rapid-acetylator (t ½ = 1 klukkustundir)
Verkunarháttur og Lyfjahvörf Rifampins
Verkunarháttur
- Hemur DNA-háðan RNA-polymerasa í dreifkjörnungum (ekki heilkjörnungum) og hindrar myndun á messenger-RNA
Lyfjahvörf (pharmacokinetics)
- Frásogast vel frá meltingarvegi
- Dreifist víða (m.a. yfir blóð-heilaþröskuld)
- Fer vel inní átfrumur
- Litar líkamsvökva appelsínugula (t.d. munnvatn, tár, þvag [eyðileggur augnlinsur])
Lágur þröskuldur fyrir ónæmi
- Eins skrefa stökkbreyting veldur breytingu á bindistað
- Aldrei nota eitt sér (monotherapy)
milliverkanir Rifampins
STERKUR HVATI (inducer) á niðurbrot ýmissa annarra lyfja (cytochrome P450 kerfi)
Warfarín – mjög erfitt að blóðþynna
Sykursterar – minnkuð virkni
Morfín-skyld lyf (narcotics) – minnkuð virkni
Sykursýkilyf (töflur) – minnkuð virkni
Kvenhormón – minnkuð virkni getnaðarvarnarpillu
Cyclosporin – hætta á höfnun líffæra
Berklameðferð við virkri sýkingu
Fyrstu 2 mánuðir
- Isoniazid
- Rifampin
- Pyrazinamid
- Ethambutol
Lokahluti meðferðar (4 mánuðir) (ef fullnæmir Berklar)
- Isoniazid
- Rifampin
Berklameðferð við leyndri sýkingu
- Isoniazid eitt og sér gefið daglega (300mg)
- Alltaf gefa B6-vítamini (pyridoxine)
- Meðferðarlengd er 9 mánuðir