Almennt um lyf frá MKM Flashcards
Hvað er ED50?
Virkni: ED50 (Effective dose-50) er sá skammtur sem gefur 1/2 hámarks-verkun
má einnig líta á sem sá styrkur sem gefur ákveðna verkun í 50% tilfella og að hámarksverkunin sé þá styrkur sem gefur verkun í 100% tilfella
(þ.e. verkun á áfangastað (þegar það er komið I gegnum lifrina og alla barriera og frásog og þannig))
hvað er partial agonisti?
Partial agonisti er lyf sem er agonisti en nær ekki fullri hámarkssvörun
(Ef að við erum með einhvern náttúrulegan agónista í líkamanum getur svona partial agonisti hjálpað til að gefa einhvern milliveg í verkun milli fulla agonistans og partial agonistans)
nefnið 5 lyfjahindranir
Bein efnahindrun (chemical antagonism)
„Pharmacokinetic antagonism“
Viðtakahindrun (competitive antagonism)
- reversible
- irreversible
Non-competitive antagonism
- Hindrun í sama ferli en EKKI í gegnum samkeppni um viðtaka
Lífeðlisfræðileg hindrun
hvað er öfugur agónisti?
Öfugur agonisti er ekki beint eins og antagonisti heldur sér hann til þess að þau göng sem geta verið virk í “neutral stöðu líkamans”, það er án lyfjagjafar, séu sum lokuð og því dregur það bara úr almennri örvun án þess að verka beint hamlandi
Í stað þess að líta á þá sem antagonista sem hafa enga örvun (efficacy) má lít sem svo á að öfugir agónistar hafi öfuga örvun (efficacy)
ætti að virka betur en antagónisti í tilvikum þar sem stökkbreytingar hafa orðið á viðtökum
á óvirka viðtaka er enginn munur á notkun antagónista og öfugra agónista
Hvað er LD50?
LD50 = lethal dose 50 = sá skammtur er drepur 50% (eingöngu prófað á dýrum (vonandi))
Hvað er LD1?
Sá skammtur sem drepur í 1% tilfella
Hvað veldur afnæmingu? (breytingu á svörun lyfja yfir tíma)
Breyting á viðtaka – (gerist hratt)
- Dæmi: fosfórýlering (BARK – beta adrenergic receptor kinase)
Flutningur á viðtökum (“internalisation”)
- Gerist hægar en breyting á viðtaka á yfirborði
Boðefni uppurin
- Amfetamín
Breyting á umbrotum lyfs
Lífeðlisfræðileg aðlögun
- Þíasíð og renin-angiotensin kerfið
Aukinn flutningur lyfja út úr frumu
- MDR gen (P-glycoprotein)
nefndu 4 gerðir lyfjaviðtaka og hvernig lyf eru notuð?
Hefðbundnir frumuviðtakar (receptor)
- agónistar og antagónistar
Jónagöng (ion channels).
- blocker og modulator
Ensým
- hindrar (samkeppnis- og ekki samkeppnis) og false substrate
Burðarsameindir (t.d. “transporters”)
- inhibitorar og false substrate
hverjir eru 4 meginflokkar boðferla?
1) Viðtakatengd jónagöng (millisekúndur)
2) G-prótein tengdir viðtakar (GPCR) (sekúndur)
3) kínasa viðtakar (klst-ir)
4) Kjarnaviðtakar (klst-ir -> dagar)
segðu frá Ach viðtakanum
4 mismunandi undireiningar (α,β,γ,δ).
2 bindiset fyrir acetylcholine.
Mjög hraðvirk boð.
Eru lyfjamörk (ekki mikið notað, mest í svæfingum)
Yfirleitt þessir viðtakar sem taugaboðefni verka á.
segðu aðeins frá G-prótein tengdum viðtökum
Tengjast innri boðferlum gegnum G-prótein, allir mjög svipaðir að gerð.
Stærsti hópur viðtaka,
- um helmingur lyfja verkar á GPCR.
Eru viðtakar fyrir ýmis hormón
- muscarinskir ACh viðtakar, adrenergir viðtakar, dópamín viðtakar, opiate viðtakar og viðtakar fyrir ýmis peptíð, púrín og fleira.
Alfa helixar sem spanna himnu 7x.
Bindistaður ligands á N-enda utan frumu.
Segðu aðeins frá G-próteinum
Tengjast GPCR innan í frumu.
Samsett úr þremur einingum (α,β,γ).
- α einingin GTPasi.
Við bindingu ligands verða breytingar á viðtakanum sem valda breytingum á G-próteinunum.
- α einingin binst þá GTP í stað GDP,
- einingarnar losna frá hvor annarri (α og βγ) og hafa áhrif á fleiri prótein í frumuhimnunni.
- Tenging α við markprótein hvetur svo GTPasa virkni hennar. (Virkni líka stýrt af GAP (α-GTPase-activating protein)).
Hvaða viðtakar tengjast Gs, Gq og Gi?
β1 og β2 adrenergir viðtakar tengjast Gs.
α1 og α2 tengjast Gq og Gi respectively.
segðu frá kínasaviðtökum
Miðla t.d. boðum vaxtarþátta, cytokína og hormóna (insúlín, leptín)
Mynda dimera eða oligomera.
Autofosfórun á umfrymishluta sem veldur sérhæfðri bindingu annarra próteina.
Mikilvægi fosfatasa.
segðu aðeins frá kjarnaviðtökum
Staðsettir í umfrymi eða kjarna (ekki á yfirborði) og stýra genatjáningu.
Viðtakar fyrir fituleysanleg efni
- sterahormón (cortisol, sex hormón, D-vítamín)
- thyroid hormón
- retinoid sýru
- fitulækkandi lyf (clofibrate)
- sykursýkislyf (TZD)
Boðefni klst/daga í blóði ólíkt vatnsleysanlegum boðefnum.
Mjög ólík efni en verka á samskonar viðtaka.
hvað eru Class I kjarnaviðtakar?
Viðtakar fyrir steroid hormón.
Eru staðsettir í umfrymi í fjarveru bindils.
Mynda homodimera við tengingu bindils og fara í kjarna.
Hafa þar áhrif á umritun gena með því að setjast á “hormone response element”
Hvað eru Class II kjarnaviðtakar?
Bindlar þeirra oft til staðar í frumunni.
Verka yfirleitt sem heterotvenndir með RXR (retinoid viðtaki).
Virkjast ýmist við tengingu bindils á RXR eða bindils á
RXR eða tengds viðtaka
skilgreindu aukaverkun
Aukaverkun lyfs er sérhver verkun önnur en sú sem sóst er eftir hverju sinni, þegar lyfið er notað í venjulegum skömmtum
skilgreindur hjáverkun
Hjáverkun er venjulega notað yfir aukaverkanir og eiturverkanir vegna ofskömmtunar/eða rangrar notkunar lyfs
skilgreindu alvarlega aukaverkun
Aukaverkun hjá mönnum sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, veldur fötlun, fjarveru frá vinnu, fæðingargalla, sjúkrahúsvist eða lengingar á sjúkrahúsvist