XII - Kulferli (Stefanía) Flashcards
Hvað gerir frost við jarðveg?
Það hreyfir moldina og hefur afgerandi áhrif á landnám plantna og viðnám vistkerfa gegn raski og nýtingu.
Áhrif frosts á mold er mismunandi, fer eftir því hverrar gerðar hún er og þeir þættir sem ráða mestu eru ?
m.a. vatnsrýmd og vatnsleiðni í moldinni, en einnig einangrun yfirborðsins og inngeislun
Hvað kallast það þegar frost er varanlegt í jörðu ?
Sífreri - Frerajörð
Helstu yfirborðsmynstur sem hljótast af kulferlum ?
Þúfur, melatíglar, rústir, pingos, jarðsil, ísnálar og rock-glacier (urðarjöklar)
Pólsvæðin skiptast í ?
- Há-arktísk
- Lág-arktísk
- subarctic landsvæði (Sunnan við hin svæðin)
Hiti í mold á meginlöndum á norðurslóðum einkennist að?
Moldin frýs á haustin en þiðnar á vorin
Hvernig myndast þúfur ?
Vatnið frýs í jarðvegi og frostlyfting og holklaki á sér stað :
1. Myndast varmi við að vatn frýs
2. vatn leitar upp að frostbylgju vegna þrýstings
3. frostbylgjan stöðvast því og vatn sogast (pumpast) upp að skilum og myndar þúfur
Ört ísig, frost og sprungu-innrensli getur :
- Hlaðið óstöðug jarðlög (silt) mjög hratt. (aðeins á veturna þar sem vantar gróður eða myndast frostsprungur)
- Valdið moldarmenguðu innrennsli í grunnvatn (mengað vatnsból)
Gerð íssíns skiptir máli fyrir flæði vatns :
- Ískristallar með miklu holrými : vatn flæðir í gegn
- Ískristallar með litlu holrými : vatn flæðir mjög hægt.
Graslendi og birkiskógur hefur mikið eða lítið holrými ?
Gott holými
Barrskógur hefur mikið eða lítið holrými ?
Lítið holrými
Auðnir, þéttur ís er með :
Sprungu innflæði (getur sprungið)
Hvað getur snjóbráð í hlíðum getur valdið ?
mjög öru ísígi og valdið skriðum, þetta tengist oft ofsafengnu regni.
Hvernig getur afrennsli í ofsaregni verið jákvætt?
Getur verið jákvætt ef óstöðugir silt-bunkar eru undir. Helst þétt graslendis eða mólendisþekja en sprungurennsli inn í silt-bunka (frosið yfirborð) er mjög slæmt og getur mengað grunnvatn.
Það eru til tvennskonar tegundir af þúfum á Íslandi :
- Þær sem myndast við : Grunnt niður á grunnvatn, vatns sogast að frostbylgju oft um 1m á hæð
- Grunnvatn hvergi nærri, aðrir þættir mikilvægir við að koma nægu vatni að frostbylgju.