IV - Vatn og vatnshagur (Magnús) Flashcards

1
Q

Hvað er hlutverk jarðvegs þegar það kemur að vatni?

A

Jarðvegur hefur það hlutverk að sía vatn og hreinsa það af mengandi efnum. Vatnmiðlun jarðvegs kemur einnig í veg fyrir að úrkoma renni viðstöðulaust í burtu út í ár og læki án þess að nýtast innan vistkerfa, en mikið afrennsli á yfirborðinu veldur hættu á flóðum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvernig myndast vatn (sameind vatnsins)?

A

Sameind vatnsins, H2O, er mynduð annars vegar af tveimur vetnisatómum (prótónum, róteindum) og hins vegar súrefnisatómi .

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað sýnir myndin?

A

Vatnssameindin er skautuð með neikvæðum (–) og jákvæðum (+) hliðum. Sterk binding myndast á milli sameindanna þar sem neikvæðar og jákvæðar hliðar tengjast saman (vetnistengi).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er vetnistengi?

A

Vatnssameindin er skautuð með neikvæðum (–) og jákvæðum (+) hliðum.
Sterk binding myndast á milli sameindanna þar sem neikvæðar og jákvæðar hliðar tengjast saman (vetnistengi).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvort hefur súrefnisatómin jákvæðar eða neikvæðar hleðslur?

A

Súrefnisatómin hafa neikvæða hleðslu (O–)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvort hefur prótónurnar jákvæðar eða neikvæðar hleðslur?

A

Prótónurnar hefur jákvæða hleðslu (H++)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Sú staðreynd að vatn er skautað er sannarlega heppilegt fyrir lífríkið á jörðinni.
Tengingarnar á milli vatnssameinda er grundvöllur hvaða fyrirbæri?

A

Tengingarnar á milli vatnssameinda er grundvöllur hárpípukraftsins, sem tryggir flæði vatns um jarðveg og í plöntum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Er eðlisvarmi vatns er lítill eða mikill?

A

Vatn helst lengi í vökvaformi við hitun án þess að taka á sig gufuform.
Semsagt: eðlisvarmi vatns er gríðarlega mikill

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er átt við þegar sagt er að vatn er leysiefni?

A

Vatnið getur haldið umtalsverðum styrk jóna í lausn vegna skautunar þess sem gerir það að leysiefni.
Efnasambönd á borð við salt (NaCl) leysast upp í vatni, Na+ tengist neikvæðum enda vatnssameindarinnar en Cl- þeim jákvæða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvenær er vatn ekki háð þyngdaraflinu?

A

Samloðun vatns og viðloðun við agnir í jarðvegi er undirstaða hárpípukraftsins í mold. Hann virkar jafnt í allar áttir í moldinni, hvort heldur sem er upp, niður eða til hliðanna, þ.e.a.s. hann er ekki háður þyngdaraflinu. Þegar vatn minnkar á einum stað í moldinni, t.d. vegna uppgufunar eða upptöku plantna, berst vatn að þeim stað sem er þurrari fyrir tilverknað hárpípukraftsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er laut og bundið vatn?

A

Þetta vatn er kallað laust vatn til aðgreiningar frá bundnu vatni sem loðir við moldina. Þessu má líkja við að svampi sé dýft í vatn og hann mettaður með vökvanum, en hann síðan tekinn upp úr aftur. Þá lekur lausa vatnið úr honum en eftir situr bundna vatnið sem losnar ekki nema við kreistum svampinn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er vatnsspenna?

A

Mælikvarðinn á hve „fast“ vatnið er í jarðveginum nefnist vatnsspenna.
Hún er gagnstæð þrýstingi, sem t.d. myndast undir djúpri vatnssúlu (laust vatn).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað kallast jákvæð eining fyrir bundið vatn?

A

Í sumum tilfellum kann að vera þægilegt að skilgreina stærðirnar sem jákvæð tölugildi og er þá talað um togspennu, sem er jákvæð eining fyrir bundið vatn (og þá hefur laust vatn neikvæða togspennu).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er togspenna?

A

Er jákvæð eining fyrir bundið vatn (og þá hefur laust vatn neikvæða togspennu).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hver eru fjögur mikilvæg hugtök þegar rætt er um hve mikið vatn er í moldinni?

A

vatnsinnihald
mettun
visnunarmark
vatnsheldni (nýtanlegt vatn)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað þýðir hugtakið Vatnsinnihald?

A

Vatnsinnihald, eða hve mikið er af vatni í jarðvegi á hverjum tíma, er yfirleitt táknað sem hlutfall af þurrvigt jarðvegsins, þ.e. hve mikið er af vatni deilt með þunga jarðvegsins eftir að hann hefur verið þurrkaður:

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað þýðir hugtakið Vatnsmettun?

A

Vatnsmettun er vatnsinnihald moldarinnar þegar laust vatn hefur lekið úr henni . En jarðvegurinn er mettaður með tilliti til bundins vatns. Oft er vatnsmettun skilgreind við tiltekna vatnsspennu og þá oftast við -0,33 bör (-0,033 MPa), en einnig oft við -0,1 bar. Það skal tekið fram að erfitt er að skilgreina nákvæmlega eitt viðmið fyrir vatnsmettun á þennan hátt, hún er t.d. breytileg eftir jarðvegsgerð.

18
Q

Hvað þýðir hugtakið Visnunarmark?

A

Visnunarmark er það ástand í moldinni þegar lítið er orðið um vatn og það litla sem eftir er það fastbundið við moldaragnir að gróður nær ekki að nýta sér það. Alla jafna er miðað við -15 bara spennu, enda þótt það sé breytilegt eftir plöntu-tegundum hvenær gróður nær ekki lengur að taka upp vatn. Við visnunarmark er jarðvegurinn orðinn þurr og þá tekur gróður að visna.

19
Q

Hvað þýðir hugtakið Vatnsheldni?

A

Vatnsheldni jarðvegs er skilgreind sem mismunurinn á vatnsmagni við vatnsmettun annars vegar og hins vegar visnunarmarks – það vatn sem jarðvegurinn getur miðlað til gróðurs.
Hér er einnig notað hugtakið nýtanlegt vatn (e. plant available water), þ.e. það vatn sem moldin getur geymt og miðlað til baka til plantna.

20
Q

Hvaða þættir ráða mestu hve miklu vatni jarðvegur getur haldið?

A

Þeir þættir sem mestu ráða um hve miklu vatni jarðvegur getur haldið er kornastærðin og magn lífrænna efna.

21
Q

Hvað er Ísig?

A

Ísig er hugtak sem notað er um flæði vatns niður í jarðveginn.

22
Q

Hvað er Mettuð vatnsleiðni?

A

Mettuð vatnsleiðni á við um það þegar laust vatn streymir um mettaðan jarðveg.

23
Q

Hvað er Ómettuð vatnsleiðni?

A

Ómettuð vatnsleiðni tekur á móti færslu bundins vatns um moldina.

24
Q

Hver er besta leið til að mæla vatnsinnihald í jarðvegi?

A

Einfaldast er að mæla vatnsinnihald sýnis með því að vigta það, þurrka það síðan (oft við 100-120°C hita) og vigta það aftur.

25
Q

Hvernig er notað þrýstipotta til að mæla vatnsinnihald í jarðvegssýnum?

A

Algengt er að mæla vatnsinnihald í jarðvegssýnum í þrýstipottum við mismunandi þrýsting. Þegar þrýstingur er settur á pottana pressast vatnið úr moldinni og það er síðan leitt út úr pottinum í gegnum sérstaka himnu. Þannig er unnt að kanna vatnsmagn í jarðvegi við tiltekinn þrýsting – þ.e. vatnsmagn við mismunandi togspennu.

26
Q

Seigðu stutt frá Vatnshaga

A

Vatnshagur er fræðigrein sem fjallar um ferla vatns í og við yfirborð jarðar, t.d. grunnvatns, rennsli straumvatna og grunnvatns, sem og ferla vatns í jarðvegi og nýtingu þess bæði í vistkerfum og af manninum sjálfum í margvíslegum tilgangi.
Vatnshagur varðar einnig og ekki síst gæði vatnsins.

27
Q

Hvað er Taftími vatns?

A

Hve lengi vatn dvelur í einstökum þáttum vistkerfanna.
Taftími vatns er að meðaltali um 10 dagar í andrúmsloftinu, 20 dagar í vatnsföllum en 30 dagar í jarðvegi.

28
Q

Taftími vatns í andrúmsloftinu?

A

10 dagar

29
Q

Taftími vatns í vatnsföllum?

A

20 dagar

30
Q

Taftími vatns í jarðvegi?

A

30 dagar

31
Q

Hvað geymir moldin mikið magn af ferskvatni sem er í hringrás hverju sinni?

A

Moldin geymir drjúgan hluta ferskvatnsins sem er í hringrás hverju sinni, eða um 33% **af því eina prósenti **sem er ekki bundið í sjó eða jöklum.

32
Q

Hver er munurinn á útgufun og uppgufun?

A

Vatnið gufar upp af gróðrinum = útgufun
Vatnið gufar upp beint úr mold = uppgufun

33
Q

Hvað kallast það þegar tap á lausu vatni fer niður í gegnum moldina?

A

Tap á lausu vatni niður í gegnum moldina er nefnt útskolun

34
Q

Af hverju getur skapast mengun við útskolun?

A

Verði útskolun tapast næringarefni með vatnslausninni, sem getur valdið mengun á grunnvatni og í straumvötnum. Útskolun á nitri og fosfór frá landbúnaðarsvæðum hefur valdið gríðarlegri mengun á víðfeðmum svæðum á meginlöndunum.

35
Q

Hvað kemur í veg fyrir að eiturefni berist á braut með yfirborðsvatni.

A

Mold og gróður koma einnig í veg fyrir að eiturefni berist á braut með yfirborðsvatni.

36
Q

Mold og lífríki meðfram ám og lækjum mynda afar mikilvæg vistkerfi.
Þau sjá um að koma í veg fyrir hvað?

A

Þau sjá um að koma í veg fyrir of ört yfirborðsrennsli að vatnsfarvegunum, sía út mengunarefni, t.a.m. úr landbúnaði, og þau eru oft og tíðum mikilvæg búsvæði fjölbreyttra lífvera.

37
Q

Hvað er árhelgi?

A

Nærsvæði vatnsfarveganna veita vatnsrennslinu rými í flóðum og mynda náttúrulegar flóðavarnir. Vistkerfin á vatnsbakkanum eru jafnframt mikilvæg fyrir lífríki vatnakerfanna, þau tempra hitastig, minnka flóð og sjá kerfunum fyrir jöfnum og hæfilegum skammti af næringu. Þessi „árbakkakerfi“ heita „riparian zone“ á ensku en hafa verið nefnd árhelgi á íslensku

38
Q

Hvað þarf til að slíta vatnssameindir í sundur?

A

Það þarf mjög mikla orku!

39
Q

Hvað er Gravitational (laust) vatn?

A

Vatn sem rennur út
(niður) fyrir áhrif þyngdarafls, mjög
laust bundið.

40
Q

Hvað er Osmotic (bundið) vatn?

A

Vatn-vatn-(jónir) sem halda því
saman og sá kraftur vegur upp á
móti krafti sem reynir að nýta
vatnið (rætur). Hér kemur líka til
salt sem hefur áhrif á vatnsspennu
(misjafnt hvernig talið)

41
Q

Hvað er Matric (fast) vatn?

A

Vatn loðir við yfirborð
agna (mjög fast það sem er næst
ögnum). Viðloðun