XI - Eldfjallajörð (Stefanía) Flashcards
Hvað kallast mold sem þróast á eldfjallasvæðum ?
Andosol á ensku en eldfjallajörð á íslensku.
Hvað er Andosol ?
mold sem myndast í gjóskuríku efni, þetta er frjósöm molf (næring með gjósku) og eru oft rök svæði (fjalllendi)
Andosol þekur um 1% á jöðrinni rétt eða rangt?
Rétt
Hvað þýðir Andosol ?
Dökkur jarðvegur sem myndast í gjóskuríkum móðurefnum svo úr verður jarðvegur með sérstaka eiginleika
Hverjar eru einkennissteindir eldfjallajarðar ?
Allófan, imógólít og halloysít
Hvað eru Allófan, imógólít og halloysít ?
Eru ekki blaðsílíköt heldur illa kristölluð efn
Hvernig er gjóska flokkuð ?
Eftir efnasamsetningu, aðferð hennar, kornastærð og örbyggingu.
Fíngerð gjóska er yfirleitt glerkennd en glerið er í raun?
Mjög smáar agnir og illa kristallaðar steindir t.d. ólivín, feldspöt og pýroxen í basískri gjósku
Veðrunarhraði er háður ?
Hita, raka, lífrænum efnum, sýrustigi o.fl.
Bygging allófan ?
Kúlulaga og hol að innan
Hvað eru röntgengeilsar notaðir í ?
Að greina leirsteindir þá sérstaklega að ákvarða þykkt laga blaðsilíkata.
Sýrustig og framboð lífræna efna ráða því … ?
Hvort myndun Allófans eða málm-húmus-knippa verða ráðandi ferlar við þróun eldfjallajarðar.
Hvenær myndast allófan ?
Þegar sýrustigið er hærra en 5
Dæmi um algengan leir á Íslandi og í hvaða umhverfi hann myndast í ?
Halloysít, hann myndast einkum í Si-ríku umhverfi, þá er jarðvegurinn nokkuð súr.
Hvernig myndast Halloysít ?
Myndast við veðrun á allófani eða við veðrun á gjósku en styrkur Si verður að vera nokkuð mikill.
Hver er langmikilvægasta aðferðin til að greina leir í eldfjallajörð ?
Er að leysa hann upp með ammoníum oxalati (leysir upp illa kristölluð efni) og mæla síðan magn Si, Al og Fe sem leysist upp.
Við hærra sýrustig er það fyrst og fremst allófan sem kristallast í eldfjallajörð. Rétt eða rangt?
Rétt
Hverjir eru helstu sortueiginleikar eldfjallajarðar ?
- (Al + 1/2 Fe)ox : Magn áls og járns sem leysist úr jarðveginum í ammóníum oxalat-lausn, gefur til kynna magn steinda og lífrænna fjölliða
- Lítil rúmþyngd
- Fosfórbinding : jarðvegurinn bindur fosfór í stöðug efnasambönd
- Gjóska og/eða gler : Skilgreinir glereiginleika
“Vatnsósa” eiginleikar vísa til ?
Jarðvegs sem getur bundið gríðarlega mikið vatn
Eldfjallajörð getur ekki haldið miklu vatni. Rétt eða rangt?
Rangt, getur haldið gífurlega miklu vatni.
Hvað þýðir hugtakið “vitric” ?
Gler eða eitthvað sem er glerkennt
Skipta má eldfjallajörð í 3 megingerðir ? :
- Allófanríka eldfjallajörð
- Málm-húmusríka eldfjallajörð
- Gjóskuríka eldfjallajörð
Hvar myndast allófan ríkur jarðvegur ?
Hann myndast þar sem pH heæst sæmilega hátt (> 5) og allófan myndast í jarðveginum við það að ál og kísill falla út með súrefni og hýdroxíði.
Málm-húmus-jarðvegur :
Er einkennandi þar sem sýrustig er frekar lágt og bæði ál og járn bindast lífrænum sameindum.
Gjóskuríkur jarðvegur :
Hefur lítinn veðraran jarðveg.
FAO-WRB flokkunarkerfið skipti jarðveg og jarðvegslögum í þrjár megingerðir : ?
- Aluandic
- Silandic
- Vitric
Munurinn á Aluandic jarðveg og Silandic jarðveg ?
Aluandic einkennist af málm-húmus-knippum, ekki mikið af allófan og er oftast súrari en Silandic jarðvegur. Silandic einkennist fyrst og fremst af allófan og/eða imógólíti.
Íslenskur jarðvegur inniheldur mikið af ?
Allófan, , gjósku, gleri og ferrihýdríti og málm-húmus-knippum.
Hvað er þjálnimark ?
Dæmi :
Ef tekinn er fullkomlega þurr moldarjarðvegur er hann óþjáll (ekki hægt að móta hann með fingrunum), þegar vatni er bætt í verður moldin að lokum þjál og þá er hægt að hnoða hana til án þess að hún molni.
Hvaða jarðvegur leiðir best vatn ?
Moldarjarðvegur (inniheldur mikið af silti)
Hvað þekur eldfjallajörð mikið marga ferkílómetra jarðar?
1,2 ferkílómetra (5-7% á íslandi)