XI - Eldfjallajörð (Stefanía) Flashcards
Hvað kallast mold sem þróast á eldfjallasvæðum ?
Andosol á ensku en eldfjallajörð á íslensku.
Hvað er Andosol ?
mold sem myndast í gjóskuríku efni, þetta er frjósöm molf (næring með gjósku) og eru oft rök svæði (fjalllendi)
Andosol þekur um 1% á jöðrinni rétt eða rangt?
Rétt
Hvað þýðir Andosol ?
Dökkur jarðvegur sem myndast í gjóskuríkum móðurefnum svo úr verður jarðvegur með sérstaka eiginleika
Hverjar eru einkennissteindir eldfjallajarðar ?
Allófan, imógólít og halloysít
Hvað eru Allófan, imógólít og halloysít ?
Eru ekki blaðsílíköt heldur illa kristölluð efn
Hvernig er gjóska flokkuð ?
Eftir efnasamsetningu, aðferð hennar, kornastærð og örbyggingu.
Fíngerð gjóska er yfirleitt glerkennd en glerið er í raun?
Mjög smáar agnir og illa kristallaðar steindir t.d. ólivín, feldspöt og pýroxen í basískri gjósku
Veðrunarhraði er háður ?
Hita, raka, lífrænum efnum, sýrustigi o.fl.
Bygging allófan ?
Kúlulaga og hol að innan
Hvað eru röntgengeilsar notaðir í ?
Að greina leirsteindir þá sérstaklega að ákvarða þykkt laga blaðsilíkata.
Sýrustig og framboð lífræna efna ráða því … ?
Hvort myndun Allófans eða málm-húmus-knippa verða ráðandi ferlar við þróun eldfjallajarðar.
Hvenær myndast allófan ?
Þegar sýrustigið er hærra en 5
Dæmi um algengan leir á Íslandi og í hvaða umhverfi hann myndast í ?
Halloysít, hann myndast einkum í Si-ríku umhverfi, þá er jarðvegurinn nokkuð súr.
Hvernig myndast Halloysít ?
Myndast við veðrun á allófani eða við veðrun á gjósku en styrkur Si verður að vera nokkuð mikill.