III - Lífræn efni (Magnús) Flashcards
Hvað eykur holrými jarðvegsins og auðvelda flæði vatns og súrefnis um moldina?
Samkornin
Uppsöfnun lífræns niturs með tímanum (miðað við 250-400 m hæð yfir sjárvarmáli). Hvað er að gerast á teikningunni?
Uppsöfnun lífræns niturs með tímanum (miðað við 250-400 m hæð yfir sjárvarmáli):
A: Í fyrstu er uppsöfnunin afar hæg á meðan jarðvegsskánin sér ein um að safna lífrænum massa (nitri). Á þvi stigi er kerfið viðkvæmast fyrir nýtingu (rautt svæði). Um leið og háplöntur taka að sjást í þekjunni og mynda verulegan rótarmassa (með niturbindandi svepprót o.fl.) margfaldast hraði uppsöfnunarinnar. En fullri grósku með mikilli niturframleiðslu (kerfi sem þolir að mikið sé tekið úr því) er ekki náð fyrir en eftir 80 ár eða svo miðað við þetta líkan. B: hugsanlegur ferill miðað við að gripið sé til landgræðsluaðgerða í upphafi.
Hvað er C/N-hlutfall?
Eftir því sem minna er af nitri (N) í samanburði við framboð á lífrænu kolefni (C), þeim mun óhægara eiga lífverur moldarinnar um vik, skortur á N hamlar þá lífstarfseminni. Hugtakið C/N-hlutfall er notað til þess að lýsa þessu samhengi. Eftir því sem C/N hlutfallið er hærra (minna af N samanborið við C) þeim mun takmarkaðra er framboð niturs fyrir lífverur.
Dæmi: Frjósöm jörð hefur C/N-hlutfall á bilinu 8-12, en hún er orðin verulega ófrjó við C/N >25.
Hvað er Mycroorhizal?
sambýli sveppa og róta.
Hvað eru Geislasveppir notaðir í?
Er notað í lyf: sýklalyf/fúkkalyf: Actinomycin, nemycin, streptomycin.
Hvað eru Actinomycetes (Geislasveppir)?
Hvíta efnið milli rótanna og sveppaþráða.
Hvað er Rhizobía?
- Bakteríur sem lifa í sambýli við plöntur
- Vinna nýtanlegt nitur úr andrúmsloftinu
- Geta auðgað jarðveg mjög mikið af N. (Jafnvel ofauðgun) t.d. Lúpína eða smári.
Hvað sérður á myndinni?
Svepprót: sambýli sveppa og róta. Á myndinni eru einnig geislasveppir, en þeir eru hvíta efnið milli rótanna og sveppaþráða.
Hvað gera þráðormar (nematodes)?
Éta bakteríur, frumdýr, aðra þráðorma, o.s.frv.
Hver læknaði berkla og vann Nobel Prize árið 1952?
Dr. Selman Waksman
Hvar er hægt að finna Kolefni?
Andrúmsloftið
Gróður
Mold
Jarðeldsneyti
Hafið
Hvað er verið að tala um: Ef einn hringrás skerðist, skerðast
allar hinar.
Vistkerfið í heild
Hvar finnst lang mest af kolefnum (C)?
Lang mest af kolefninu er efst í jarðveginum.
Þrjár jarðvegsgerðir undantekningar: Histosol, Spodosol, Andisol
Hvar þrífast Geislasveppir best?
Geislasveppir eru liður í hringrás næringarefna í mörgum vistkerfum.
Athyglisvert er að þeir þrífast best á tiltölulega þröngu sýrustigsbili.
Blágrænþörungar mynda skánir. Á Íslandi er þessi skán mikilvæg í landgræðslu og oft forsenda landnáms plantna,
Hvaða aðrar lífverur mynda svipaða skán og af hverju eru þessar skánir svona mikilvægar?
Því skánin gerir yfirborðið stöðugt og ver það gegn frostlyftingu og rofi um leið og nitri er smám saman safnað í vistkerfið.
Fleiri lífverur en bakteríur af þessu tagi mynda skánina, svo sem ýmsar fléttur og mosategundir.