VI - Jarðvegssnið (Arnar) Flashcards
Fimm helstu mótunarþættir jarðvegs?
- Móðurbergið
- Veðurfarið
- Lífríkið
- Tíminn
- Landslagið.
Jarðvegslýsing eða Jarðvegsform á við um útlitseinkenni, byggingu o.fl.
Hvaða eining er notuð til að lýsa jarðveginum?
Jarðvegssnið
Jarðvegssnið standa saman af hvaða undir-einingum?
Jarðvegslögum sem lýsa auðgreinilegum megineinkennum jarðvegs
Hver eru þrjú meginlög jarðvegs?
- A-lag Rætur, uppsöfnun lífrænna efna. Oftast dökkleitt.
- B-lag Útfelling á leir (veðrunarsteindir). Oftast brúnleitt.
- C-lag Mót jarðvegs og berggrunns.
Hvaða lag er gjarnan að finna ofar en meginlögin þrjú?
O-lag (Organic)
Mikið af lífrænum efnum. Meira en 12% Kolefni (>12% C)
Á hvernig svæðum er helst að finna O-lag í jarðvegi?
- Votlendi
- Barrskógum
Hvaða lag er gjarnan að finna á milli A og B-laganna?
E-lag (Eluviation/Útskolun)
Er að finna E-lög hérlendis?
Nei
Erlendir vísindamenn ranggreina oft Öskjulagið 1875 sem E-lag, en það er í raun bara ljós gjóska.
Lýstu A-laginu
- Heimkynni rótarkerfisins.
- Mest virkni lífvera er í A-laginu.
- Mikið af lífrænum efnum (Allt að 12% C).1
- Gjarnan dökklitað vegna mikils C.
- Hröð og mikil efnaveðrun á meðan fersk bergefni eru í laginu.2
- Kornótt bygging sem verður til við starfsemi lífvera.
- Tekur stuttan tíma að myndast (Nokkur ár eða áratugi).
10.1–12% Kolefni
2Fersk bergefni sem losna enda í B-lagi eða tapast vegna útskolunar.
Lýstu B-laginu
- Lag neðan yfirborðs.
- Mótað af jarðvegsmyndandi ferlum eins og innskolun.1
- Oft mun meira af leir en í A laginu.2
- Tekur langan tíma að myndast (Meira en 100 ár).
1Þegar efri lög missa bergefni við útskolun flæða þau inná neðri lög. Fyrir neðri lögunum kallast það innskolun.
2Leir fellur úr efnum sem skolast úr A- og E-lögunum.
Lýstu þrem gerðum B-lagsins:
- Bw er veikt B-lag sem loðir illa saman. Tekur meira en 100 ár að myndast.
- Bh inniheldur lífræn efni sem hafa borist laginu með innskolun. Stundum leir líka.
- Bt er með mikið af leir vegna innskolunnar. Tekur þúsundir eða tugþúsundir ára að myndast.
Lýstu E-laginu
Myndast þar sem mikil efnaveðrun hefur átt sér stað og aðeins kísillinn stendur eftir.
Lagið er mjög ljóst (Kísill er hvítur).
Hvað kallst óviðurkennda og séríslenska jarðvegslagið?
T-lög sem mynduð eru úr stökum og lítið veðruðum gjóskulögum.
Hvers vegna eru stundum notaðir tölustafir aftan við bókstaf jarðvegslaganna?
T.d. Bw1 og Bw2
Tölustafirnir eru settir í númeraröð aftan við bókstaf hvers lags, séu fleiri en eitt lag sömu gerðar að finna i jarðvegssniðinu.
T.d. þegar að tvö B lög eru aðskilin með gjóskulagi:
A – E – Bw1 – T – Bw2 – o.sfr.
Hvers vegna eru stundum notaðir tölustafir framan við bókstaf jarðvegslaganna?
T.d. 1Bw og 2Bw
Tölustafir eru settir í númeraröð framan við bókstaf hvers lags, séu fleiri en eitt lag sama flokks en úr öðru móðurefni í jarðvegssniðinu.
T.d. þegar að tvö B lög liggja saman en innihalda mismunandi leirsteindir.
A – E – 1Bw – 2Bw – Bt – o.s.fr.
Hvað táknar lítið „b“ aftan við aðra bókstafi?
T.d. 2A1b og 2Bw1b
Táknar það að jarðvegur hefur grafist undir (t.d. við skriðu) og ný „sería“ byrjar.
A1 – Bw1 – 2A1b – 2Bw1b – o.s.frv.
2A1b er gamla yfirborðið. A1 og Bw1 kom með skriðunni.
Þýðir lítið að nota b-kerfið hérlendis
Hvað táknar það þegar tveir hástafir eru notaðir til að merkja sama jarðvegslagið?
T.d. AB og BA
Þegar jarðvegslag hefur einkenni tveggja laga þá eru báðir stafir notaðir saman. Mest áberandi einkennin sett fremst.
AB = Gamalt yfirborðslag með miklum leir.
BA = B-lag með mikið af lífrænum efnum
Sniðlýsingar gefa nánari lýsingu á hverjum flokki jarðvegssniða.
Hverjar eru sniðlýsingarnar?
- Litur
- Kornastærð
- Bygging
- Samloðun
- Rætur
- Grámaeinkenni
- Annað
- Lagmót
Hvernig er litnum lýst?
Sniðlýsingar
Samkv. Musell Litakerfinu
Hverjum lit er skipt í þrennt:
Hue er hlutfall Guls (Yellow) og Rauðs (Red) lits. Hver hlutfall hefur sitt YR-gildi samkv. litakerfinu.
Value táknar hversu ljós eða dökkur liturinn er. Er fyrir framan skástrik.
Croma hversu „saturated“ liturinn er. Er fyrir aftan skástrik.
T.d. 10YR 3/2
Hvernig er kornastærð lýst?
Sniðlýsingar
Samkv. kornastærðarþríhyrningnum.
Hvernig er byggingu lýst?
Sniðlýsingar
Eftir því hvernig kornin raðast saman og mynda einingar.
Dæmi: Kornótt (Granular), Plötulaga (Platy), o.s.fr.
Hvernig er samloðun lýst?
Sniðlýsingar
Samkv. stöðluðum skölum.
Mismunandi skalar fyrir þurran (dry), rakan (moist) og blautan (cemented) jarðveg.
Sjá rakan jarðveg á mynd:
Hvernig er rótarmagni lýst?
Sniðlýsingar
Með fjölda og stærð.
T.d. fáar mjóar, margar þykkar, margar mjóar o.s.fr.
Hvernig er lagamótum lýst?
Sniðlýsingar
Eftir einkennum og lagamótum.
Einkenni: T.d. slétt eða bylgjótt lög.
Lagamót: T.d. skörp eða stígandi.
(Mjög skörp - Skörp - Skýr - Stígandi - Óljós)