II - Bergefni (Arnar) Flashcards
Hverjar eru grunneiningar moldarefna?
Bergefni og lífræn efnasambönd
Hvað er moldarefni?
Moldarefni teljast þær agnir sem eru minni en 2 mm í þvermál
Hvers vegna teljast agnir sem eru stærri en 2 mm í þvermál ekki sem virk moldarefni?
Þar sem á milli þeirra myndast mikið holrými sem leiðir ekki vatn.
Efnið tekur því lítinn þátt í starfsemi moldarinnar.
Hvers vegna þarf að taka tillit til vatns í jarðvegsfræði?
Í vatni eru margvísleg efni sem taka þátt í lífsstarfsemi og efnahvörfum í moldinni.
Bergefnum í jarðvegi er skipt í fjóra flokka eftir kornstærð:
Hverjir eru flokkarnir?
- Völur
- Sandur
- Silt
- Leir
Hvaða bergefnaflokkar eru notaðir í Kornastærðarþríhyrningnum?
- Sandur
- Silt
- Leir
Hvers vegna eru völur ekki notaðar í Kornastærðarþríhyrningnum?
Völur eru stærri en 2 mm í þvermál og teljast ekki sem virk moldarefni
Hvernig myndast sandur, silt og leir?
Bergefni (t.d. völur) veðrast og brotna niður í sand.
Völur og sandur er mulið af jöklum niður í silt.
Efnaveðrun sands og silts í jarðvegi myndar leir.
Hvernig eru flestar leirsteindir lagaðar erlendis?
Blaðlaga silíköt
A.k.a: Blaðsilíköt, lagsilíköt, phyllosilicate eða layer silicate.
Hver er ástæðan fyrir hinni miklu efnavirkni leirs?
Flestar leirsteindir eru blaðlaga og grunneiningarnar örþunnar.
Því myndast mikið yfirborð fyrir vatn til að loða við.
Vatn stuðlar að efnahvörfum.
Hverjir eru grunnþættir jarðvegs?
- Föst efni (50%)
- Lífræn efnu (0–5%)
- Gastegundir (1–50%)
- Vökvi (1–50%)
Föst efni eru: Sandur, silt og leir.
Hvað er einkennilegt við leirefni á Íslandi?
Leirendir á Íslandi eru kúlulaga.
Erlendis eru þær blaðlaga.
Hverjar eru meginbyggingareiningar blaðsilíkata?
Tetrahedra lag (fjórhyrningar) sem byggjast á Si (Sílíkon) og O (Súrefni)
Octahedra lag (átthyrningar) sem byggjast á Al (Ál) og OH (Hýdroxíð)
Af hverju standa leirsteindir saman af?
Tetrahedra fjórhyrningar og Octahedra átthyrningar raðast saman til að mynda lög.
Á milli laganna er gjarnan holrými sem getur tekið á móti vatni.
Hvernig eru leirar flokkaðir?
Í tvö hópa, eftir því hvernig lögin raðast saman.
1:1 Leir hefur eitt lag af hvoru
2:1 Leir hefur tvö Tetrahedral lög og eitt Octahedral lag
Mynd sýnir 2:1 leir