Vímuefnaneysla og fjölskyldan Flashcards
Líklega eitt af hverjum ____ börnum býr við áfengisvanda foreldra/forráðamanna á einhverjum tíma í uppvexti sínum
4
Hvers vegna eru gerðar erfðafræðilegar rannsóknir?
Ef að ákveðið gen myndi finnast þá væri unnt að finna þá sem eru í áhættuhópi
Það gæti hjálpað til við að skilja umhverfisþætti við þróun vímuefnaröskunnar
Gæti leitt til betri meðferðar
Fjölskyldurannsóknir
Ef eiginleiki er í fjölskyldunni er álitið að meðlimir í fjölskyldunni hafi sama gen
Vímuefnaröskun er fjölskyldutengt fyrirbæri
Börn einstaklinga með áfengis- og/eða aðra vímuefnaröskun byrja yngri að drekka og þróun ofneyslu er hraðari hjá þeim en öðrum
Hvað eru ættleiðingarannsóknir
Rannsóknir á fólki sem eiga blóðforeldra sem eru með vímuefnaröskun, en ættleitt af fólki sem ekki eru að nota vímuefni
Líffræðilegir synir kk með vímuefnaröskun er ___ líklegri til að misnota vímuefni en þeir sem eiga líffræðilegan föður sem er ekki með vímuefnaröskun
3-4x
(Sömu tengsl milli mæðra og dætra en í minna mæli)
Fyrsta vísindalega vísbendingin um að áfengis- og vímuefnaröskun væri ættgengt…
var í rannsókn Schuckit, Goodwin og Winkour 1972
Rannsókn gerð í Danmörku sem sýndi að synir sem áttu líffræðilega feður sem voru með vímuefnaröskun var ___ hættara við að þróa með sér vímuefnaröskun en þeir sem áttu ekki líffræðileg feður með vímuefnaröskun
3x
Tvíburarannsóknir
Fjalla almennt um samanburð á eineggja og tvíeggja tvíburum
Tvíburar vinsæl viðföng í fylgnirannsóknum (tvíburar settir í aðstæður og þeim fylgt eftir í 5/10 ár t.d.)
Eineggja tvíburar hafa hærri samsvörun fyrir áfengis og vímuefnaröskun en tvíeggja tvíburar
Ekki 100% samsvörun og því álitið að umhverfið hafi einnig áhrif
Eineggja tvíburar hafa hærri samsvörun fyrir áfengis og vímuefnaröskun en…
Tvíeggja tvíburar
Skilgreiningar á fjölskyldum og rannsóknum á neyslu uppúr 1940 (4)
Rannsóknir voru miðaðar við kjarnafjölskyldu, blóðtengsl og lagaleg tengsl
Lítið efni til um fjölskyldur áfengissjúkra
Rannsóknir beindustu að eiginkonum alkahólistum
Þær taldar eiga við sálræna truflun að stríða
Nútíma skilgreiningar á fjölskyldum og rannsóknum á áhrifum neyslu (4)
Víðari skilgreining í dag, fjölskyldur hafa mörg form
Virkni fjölskyldu er mismunandi eftir menningu
Hlutverk, reglur og gildismat varðandi tengsl og stuðning innan fjölskylda mismunandi eftir menningu
Fjölskyldukenningar notaðar fyrst á 7. og 8. áratugnum í rannsóknum til að skilja áfengisvanda
Skilgreining frá heimspekingnum Georg W.F. Hegel (1770-1831)
Sú skilgreining að einstaklingurinn fæðist inn í fjölskyldu sem kemur honum til manns og veitir honum siðferðilegt uppeldi samkvæmt hugmyndum sem hlaðin eru viðhorfum og gildum
!!!Fjölskylda!!!
Fjölskylda er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgð og verkefnum
Meðlimir eru oftast fullorðnar manneskjur af báðum kynjum eða einstaklingur með barni eða börnum
Þau eru skuldbundin hvort öðru í siðferðilegri gagnkvæmri hollustu
Fjarlægð í fjölskyldum
Fjölskyldumeðlimir geta flutt til allra heimshorna en verið samt tengdir tilfinningalega og upplifað fjölskyldunánd
Í fjölskyldumeðferð geta meðlimir sem eru landfræðilega fjarri kjarnafjölskyldunni skiptir miklu máli
Nauðsynlegt gæti reynst, og meðferðalega rétt, að taka tillit til þeirra þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð
Heilbrigð samskipti einstaklinga í fjölskyldum
Þegar fjölskyldumeðlimir finna til öryggis og ánægju innan fjölskyldunnar eru samskiptin heilbrigð innan fjölskyldunnar
Ef fólk fer heim til sín og hugsar á leiðinni heim til sín „mig langar heim“, að hlakka til að fara heim til sín
Að vilja ekki fara heim, afhverju er það?
Sveigjanleiki og traust milli einstaklinga í fjölskyldu gerir það að verkum að…
Þeir fá uppfyllta þörf sína fyrir umhyggju, ástúð og virðingu
Að þurfa ekki að fá leyfi fyrir hlutunum, bara láta vita
Einstaklingur er alltaf einstaklingur burtséð frá því hvort hann sé í sambandi eða ekki
Ánægja í samskiptum innan fjölskyldu einkennast af…
Hlýju og nánd milli allra fjölskyldumeðlima
Foreldrar þar sem eru heilbrigð samskipti í fjölskyldunni eru í…
Umönnunar- og uppeldishlutverki gagnvart börnunum sínum. Þau eru fyrirmynd barnanna og traust ríkir í samskiptum milli allra aðila
Í fjölskyldum þar sem heilbrigð samskipti ríkja og fjölskyldumeðlimir eru meðvitaðir um…
…sín hlutverk og er grundvallarþörfum fyrir ást og öryggi einstaklinganna sinnt. Saman skapa fjölskyldan og samfélagið reglur, viðmið og setja einstaklingunum mörk í hverri fjölskyldu
!!!Einelti í skólum vs. fjölskyldum
Einelti í skólum er viðurkennt að börn eru lögð í einelti af öðru börnum á skólalóðinni. Það talar enginn um það að börnin leggja kennara stundum í einelti á öllum skólastigum. Oft talað um einelti á vinnustöðum. Enginn sem talar um að einelti sé til staðar inn í fjölskyldum.
!!!Dæmi um einelti í fjölskyldu
Einu barninu ekki boðið með eða spurt um afþreyingu, kennt um allt, barnið tekið sem dæmi í slæmum atvikum á heimilinu
Það sem hefur verið sýnt fram á að gerist í fjölskyldum þar sem einstaklingur glímir við vímuefnavanda
Að gera lítið úr eða afneita vandamálum
Tilraunir til að útrýma vandanum
Óreiða
Endurskipulag þrátt fyrir vandann
Tilraunir til að flýja
Endurskipulag fjölskyldunnar
Að gera lítið úr eða afneita vandamálum
Að segja að þetta sé ekki jafn slæmt og einhver annar gerði í gamla daga
Afsaka hvað einstaklingur drekkur sjaldan
„Þetta er nú bara 3x á ári“
„Hann er í svo erfiðri vinnu“
Tilraunir til að útrýma vandanum (5)
Hafa nóg fyrir stafni
Reyna vera glaður og finna uppá einhverju nýju
Flytja í annað bæjarfélag, kenna aðstæðum um
Senda barnið í sveit
Hætta að tala við fólk sem drekkur mikið
Óreiða
Ef að togað er í einn spotta á kostnað annars spotta í óróa þannig að hann verði skakkur, þá fer hann á hreyfingu en stoppar skakkur
Hægt að líkja þessu við samband þar sem áfengi er vandamál
Par talar í gegnum þriðja aðila (börn td)
„Viltu segja við hana mömmu þína…“
Ef að barn fer að bera ábyrgð sem er meiri en þroski og aldur gefi til kynna er SLÆMT
» Hugsa um systkini sín, breiða yfir dauðadrukkna foreldra
Endurskipulag þrátt fyrir vandann
Það er hægt að vinna í vandanum
Fjölskyldusjónarhorn og neysla
Streituvaldur á heimili, erfiðleikar í samskiptum hjóna/sambúðaraðilum, samskiptum foreldra og barna og systkina
Neysla foreldra hefur áhrif á líðan barna og hegðunarvanda, dæmi um hegðunarvanda
Trúðurinn
Svarti sauðurinn
Hetjan
People pleaser
Trúðurin
Reyna vera fyndinn og draga athyglina frá foreldrunum og að sér
Svarti sauðurinn
Betra að gera eitthvað af sér svo að mamma skammi barnið frekar en pabba
Hetjan
Stendur sig vel til að ná góðri athygli á heimilinu
Börn einstaklinga með vímuefnaröskun eru í meiri áhættu að…
…þróa vímuefnaröskun líffræðilega en aðrir
????????
- Áhrif foreldra og eldri systkina á neyslu vímuefna
- Fyrirmyndir, viðhorf og gildismat tengt neyslu vímuefna
- Unglingar í áhættuhóp v/ofneyslu áfengis
- Ekki allir í fjölskyldunni jafn útsettir
- Fjárhagsleg og félagsleg staða skiptir máli
Kerfiskenningar
Fjölskyldan er fjölkynslóða
Fjölskyldukerfi er opið og virkt
Undirkerfi, par, barn-foreldri, bróðir systir/systkini
Breyting í einum hluta kerfisins hefur áhrif á allt kerfið
Óróinn
Kerfiskenningar og neysla
Samkvæmt kerfiskenningunum hefur neysla áhrif á virkni fjölskyldunnar
Mörkin á milli einstaklinga í fjölskyldunni og milli undirkerfa verða oft of stíf (yfirborðskenndar samræður)
Öll orka og athygli verður umhverfis neysluna og fjölskyldukerfið nær ákv. jafnvægi þar
Fjölskyldusjúkdómslíkanið - hugmyndafræði
Hugmyndafræði fjölskyldusjúkdóms líkansins gengur út frá því að vímuefnamisnotkun einstaklings í fjölskyldu leiði af sér fjölskyldusjúkdóm
Neytandinn er stöðugt upptekin af neyslunni og aðstandendur eru stöðugt uppteknir af neytandanum
Samskipti og tengsl skv. fjölskyldusjúkdómslíkansins
Samskipti og tengsl verða minni eða engin og varnarhættir, svo sem að afneita alvarleika ástandsins eða varpa ábyrgðinni á ástandinu yfir á aðra, verða ríkjandi
Í byrjun meðferðar eru þessir varnarhættir ennþá til staðar og felst þá verkefni meðferðaraðilans í því að átta sig á varnarháttunum
Einnig má nefna tilfinningalega bælingu, kvíða, þunglyndi, örlyndi og vera upptekin af þeim vímuefnasjúka
Fjölskyldusjúkdómslíkanið - útskýrir/kennir
Fjölskyldusjúkdómslíkanið útskýrir eða kennir hvernig hægt er að bera kennsl á breytingar í hegðunarmynstri fjölskyldunnar og hvernig einstaklingarnir bregðast við umhverfinu með þróun sjúkdómsins
Vímuefnamisnotkunin kemur ekki eingöngu fram í hegðun og hugsun þess vímuefnasjúka heldur hefur hún einnig áhrif á hegðun og líðan annarra fjölskyldumeðlima
Styrkleikar kenninga um áhrif vímuefnaröskun á fjölskylduna
Ef fjölskyldan tekur þátt í vímuefnameðferðinni getur það aukið árangur í bata þess vímuefnasjúka og hjálpað fjölskyldunni að takast á við þá streitu sem vímuefnaneyslan hefur valdið
Ef fjölskyldan er meðhöndluð saman gefur það möguleika á rannsóknum á áhrifum vímuefnasýki á fjölskylduna sem heild og aðra fjölskyldumeðlimi en þann vímuefnasjúka, og getur þannig haft hagnýtt vísindalegt gildi
Veikleikar kenninga um áhrif vímuefnaröskun á fjölskylduna
Veikleikar fjölskyldumeðferðarinnar eru þeir að þegar unnið er með marga einstaklinga í einu getur það skapað erfiðleika í samskiptum
Einnig getur meðferð verið flókin og erfið með fjölskyldum þar sem fleiri en einn vímuefnasjúkur er í fjölskyldunni eða með aðra geðræna sjúkdóma og því erfitt að sinna einstaklingsþörfum fjölskyldumeðlima (þunglyndi, geðklofi)
Einkenni hjá börnum
Innri vandi:
Ytri vandi:
Hegðunarvandi
Námserfiðleikar
Veik tengsl
Tengist ekki vinum, á bara kunningja
Getur átt góða vini og sækist í að fara heim til þeirra í öryggi í staðinn fyrir að fara heim
Innri vandi
Sálrænn vandi
Þunglyndi
Kvíði
Lítið sjálfsmat
Veik tengsl
Ytri vandi
Hegðunarvandi
Námserfiðleikar
Önnur einkenni hjá börnum
Þunglyndi og kvíði
Ofbeldi
Kynferðisleg Misnotkun
Hegðunarerfiðleikar
Líkamlegar kvartanir (illt í maga eða höfuðverkur)
Álagsþolin börn - börn sem alast upp við góðar aðstæður
Jákvæð sjálfsmynd
Félagsleg hæfni
Jákvæð tengsl í fjölskyldunni
Jákvæð reynsla í skólanum
Tómstundir
Trú á lífið
Jákvæð og hlý samskipti
Stöðugt umhverfi heima
ACoA
Fullorðin börn einstaklinga með áfengis- og/eða vímuefnaröskun
ACoA ótti við að…
…missa stjórn, við tilfinningar, við átök eða erfið samskipti, ofur ábyrg, erfiðleikar með náin kynni, sektarkennd ef viðkomandi stendur með sjálfum sér, mikil sjálfsgagnrýni, erfitt með að hafa gaman og slaka á ofl.
“Skilgreining” á ACoA
Ekki nein sérstök skilgreining á hugtakinu en í flestum tilfellum er um tvenns konar meiningu að ræða
Tvenns konar meining á ACoA
Það er fullorðin einstaklingur sem er fastur í ótta og viðbrögðum barnsins og hins vegar barnið sem varð að axla ábyrgð fullorðins einstaklings á barnsaldri, án þess að vera búin að taka út eðlilega bernsku og þroska barns og unglingsára
Einnig er talið að þeir einstaklingar sem alast upp við vímuefnaröskun skaðist af því uppeldi og skaðist af því alla ævi
Fullorðin börn einstaklinga með vímuefnaröskun hafa meiri tilhneigingu til að…
…rífa sig niður með sjúklegri sjálfsgagnrýni en þeir einstaklingar sem ekki hafa alist upp við misnotkun áfengis eða annarra vímuefna. Rannsókn sem gerð var á háskólanemum sýndi fram á að það er mikill munur á unglingum sem alast upp við neyslu foreldra og þeirra sem gera það ekki
ACoA einstaklingar
Geta sér til um hvernig eðlileg hegðun fullorðinna er
Eiga í verulegum erfiðleikum í nánum tilfinningasamböndum
Eiga í erfiðleikum með að fylgja málum eftir frá upphafi til enda
Hafa tilhneigingu til að segja ósatt þar sem sannleikurinn væri jafnvel auðveldri
Einstaklingarnir eru ófærir um að slaka á og dæma sjálfa sig hart og finnst að þau þurfi ætíð að hafa eitthvað fyrir stafni
Líður ekki vel með sjálfum sér og eiga erfitt með einveru, leita stöðugt eftir viðurkenningu annara
Forðast ágreiningsmál og eiga erfitt með að leysa þau
Eru trygg öðru fólki jafnvel þeim sem hafa misnotað þá og misnotað trygglyndi þeirra
Rannsókn sem var gerð á háskólanemum í sambandi við ACoA sýndi að…
Karlmenn sem áttu föður með vímuefnaröskun höfðu tilhneigingu til að drekka meira
Konur sem áttu foreldra með vímuefnaröskun sögðu frá mun meiri áfengistengdum vandamálum en þær sem höfðu alist upp hjá bindindissömum foreldrum
Fullorðin börn áfengissjúkra voru í mun meiri hættu á að nota ekki bara alkóhól heldur líka önnur vímuefni
Unglingar sem áttu foreldra sem misnotuðu áfengi höfðu mun meiri og jákvæðari væntingar til áfengisdrykkju en unglingar bindindissamra foreldra
Háskólanemar sem ólust upp hjá foreldrum með vímuefnaröskun fengu lægri einkunnir en þeir sem höfðu alist upp hjá bindindissömum foreldrum
Meðvirkni skilgreining
Meðvirkni er ástand sem breytir persónuleika einstaklings sem veldur því að viðkomandi verður mjög háður tilfinningalega, félagslega og stundum líkamlega vegna hegðunar annarar manneskju. Þessi líðan hefur áhrif í öllum félagslegum samskiptum einstaklingsins
Sá meðvirki…
…hættir að geta greint á milli eðlilegrar og óeðlilegrar hegðunar. Lítið sjálfsmat leiðir til þess að viðkomandi getur ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir eða ábyrgð til dæmis í vinnu
??????? eh tengt meðvirkni
- Lærð hegðun sem veldur minnkaðri getu til náinna samskipta
- Tilfinningalegar, sálrænar og hegðunalegar aðstæður sem þróast vegna þess að einstaklingur hefur búið við aðstæður þar sem ekki var leyfilegt að tjá tilfinningar sínar opið né ræða tilfinningaleg vandamál
- Meðvirkur einstaklingur lætur hegðun annarrar manneskju hafa áhrif á sig og er heltekinn af því að hafa stjórn á hegðun þessarar manneskju
- Meðvirkni er ástand sem breytir persónuleika einstaklings sem veldur því að viðkomandi verður mjög háður tilfinningalega, félagslega og stundum líkamlega vegna hegðunar annarrar manneskju. Þessi líðan hefur áhrif í öllum félagslegum samskiptum einstaklingsins
- Meðvirkni sést sem auðgreinanleg fastmótuð einkenni sem koma fram hjá flestum einstaklingum sem búa í eða alast upp í fjölskyldum þar sem einn eða fleiri eru haldnir fíkn eða öðrum geðsjúkdómum. Einkennin valda svo mikilli óstarfhæfni hjá einstaklingnum að tala má um blandaða persónuleikaröskun samkvæmt DSM III
Ferill í meðvirkni í samskiptum
- og 2. stig
- stig. Afneitun
– Reynt er að vernda einstaklinginn og hjálpa honum - Stig. Stjórnun
– Vandinn er viðurkenndur að hluta, reynt er að stjórna hegðun og líðan fullorðinnar manneskju
– Reynt er að beita veika einstaklinginn fortölum
– Að tala um fyrir honum/henni
– Tekin loforð
– Haft í hótunum
– Rifrildi (aftur og aftur)
Ferill meðvirkni í samskiptum
- og 4. stig
- Stig. Einangrun
– Stjórnunaraðgerðir duga ekki og vaxandi neikvæðar tilfinningar ráða ríkjum í starfsmannahóp
* a) Félagsleg einangrun
– Sameiginlegum samverustundum fækkar t.d. Í kaffipásum
* b) Andleg einangrun
– Neikvæðar tilfinningar og hegðun einkenna öll samskipti
– Einstaklingarnir draga sig í hlé og gefa ekki öðrum hlutdeild í lífi sínu - láta ekki tilfinningar í ljós.
* c) Hlutverkaskipti koma fram.
– Stuðningsmenn og óvinir - Stig. Upplausn
– Upplausn í fjölskyldunni
– Athyglin hverfur af þeim sem komin er út í horn (þeim veika)
– Aðrir einstaklingar finna leið til að líða betur í tímum /skólanum sumir hætta og fara sína leið
Segið frá áhrifum vímuefnaröskun einstaklings á fjölskyldum
Í fjölskyldumeðferð má ekki taka þann sem er með röskunina út og setja hann til hliðar, hann er alltaf partur af fjölskyldunni, sama þótt hann sé einhverstaðar í meðferð eða neyslu
Einkenni meðvirkni (15)
Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfstraust
Erfiðleikar með að setja sjálfum sér og öðrum mörk
Erfiðleikar með að skoða sínar eigin tilfinningar
Umönnun, lítil sjálfsvirðing, bæling, þráhyggja, stjórnun, afneitun, hæði, léleg tjáskipti, veik mörk, skortur á trausti, reiði, kynlífsvandi
Að gera kleift
Að gera kleift er eitt form meðvirkni
Fjölskyldumeðlimir geta með því, viðhaldið neyslu einstaklingsins sem er með vímuefnaröskun
Þetta er ferli sem að fjölskyldumeðlimurinn hefur sjaldnast vitneskju eða hugmynd um
Að gera kleift felur í sér að fjölskyldumeðlimir ljúga til að verja þann sem er í neyslu og skýra forföll hans með lygum
Þetta getur einnig lýst sér í því að aðstandandi horfir fram hjá eða þykist ekki sjá hegðun þess sem er í neyslu
Afhverju ætti að meðhöndla fjölskyldur sem heild?
Vímuefnamisnotkun hefur áhrif á heilsu allra fjölskyldu-meðlima
Einkenni er oft óstarfhæft samskiptamynstur
Þátttaka fjölskyldunnar mikilvæg varðandi batahorfur
Getur einnig aukið líkur á að konur fari í meðferð
Það sem þarf að athuga varðandi meðferð á fjölskyldum
Hvar er misnotandinn í sínu þroskaferli
Í hvaða kynslóð er sá sem misnotar
Hvenær hófst misnotkunin og hvenær er leitað aðstoðar
Á hvaða stigi er misnotkunin
Hvað getur fjölskyldan gert?
Þau verða að komast undan áhrifum neyslunnar og þess sem er með vímuefnaröskun með því að fá utanaðkomandi aðstoð
Fjölskyldan getur ekki stjórnað neyslu misnotandans, en hún getur stjórnað því hvaða áhrif neyslan hefur á líf þeirra
Fjölskyldan getur aflað sér fræðslu um áfengis- og vímuefnaröskun
Óæskilegur stuðningur (að gera kleift)
Með óæskilegum stuðningi veit einstaklingurinn hvað hann er að gera
Sami einstaklingurinn getur þó verið bæði meðvirkur og verið með óæskilegan stuðning við þann veika
Einnig getur einstaklingur verið með óæskilegan stuðning við hegðun viðkomandi en ekki meðvirkur
Dæmi um þetta er þegar einstaklingur gefur götunnar manni pening sem hann veit að viðkomandi fer með og kaupir áfengi fyrir