Skýringarlíkön, skilgreiningar og skimunarpróf Flashcards
DSM5
Samansafn einkenna af vitsmunalegum, atferlis og líffræðilegum toga sem vísa til þess að einstaklingur heldur áfram að neyta vímuefnisins þrátt fyrir talsverðan vanda tengdum vímuefnum
Þegar DSM5 er notað við greiningu á vímuefnaröskun eru atferlismynstur tengd vímuefnanotkuninni skoðuð
Viðmið og flokkar
- Skert stjórn á vímuefnanotkun (viðmið 1-4)
- Félagsleg skerðing (viðmið 5-7)
- Áhættusöm notkun á vímuefni (viðmið 8-9)
- Lyfjafræðileg viðmið (viðmið 10-11)
Til að greinast með vímuefnaröskun þurfa…
…amk. tvö einkenni að hafa verið til staðar á síðustu 12 mánuðum og því fleiri einkenni því alvarlegri er röskunin
DSM5 skiptir alvarleika vímuefnaröskunar í:
milda (2-3 einkenni)
miðlungs (4-5 einkenni)
alvarlega (6+ einkenni)
Samkvæmt DSM5
1-5
- Vímuefnisins er neytt í meiri mæli eða í lengri tíma en ætlað var
- Vilji er til að minnka eða hætta neyslu en án árangurs
- Mikill tími fer í að útvega vímuefnið, neyta þess eða að ná sér eftir að áhrif þess dvína
- Sterk löngun í vímuefnið
- Skyldum skóla, starfs eða heimilis er ekki sinnt á fullnægjandi hátt
Samkvæmt DSM5
6-11
- Notkun vímuefna viðhaldið þrátt fyrir langvarandi eða endurtekin félags- eða samskiptavanda sem vímuefnaneyslan annaðhvort eykur eða á sök á
- Vímuefnanotkun leiðir til þess að einstaklingur annaðhvort minnkar eða hættir ástundum tómstunda eða áhugamála
- Endurtekin vímuefnanotkun í aðstæðum sem eru líkamlega hættulegar
- Endurtekin vímuefnanotkun þrátt fyrir sálfræðilegan eða líkamlegan vanda sem má rekja til notkunar á vímuefninu
- Þolmyndun – einstalingur þarf að auka skammtinn til að ná tilætluðum áhrifum
- Fráhvörf
ICD11 greiningarviðmið
- Sterk löngun eða áráttukennd þörf fyrir efnið
- Stjórnleysi á neyslu vímuefnisins. Neysla verður tíðari, meiri eða varir lengur en gert var ráð fyrir
- Líkamleg fráhvarfseinkenni þegar dregið er úr neyslu eða vímuefni notað til að draga úr fráhvarfseinkennum
- Aukið þol gagnvart vímuefninu. Aukið magn þarf til að ná sömu áhrifum og áður fengust
- Sífellt meiri tími fer í að nálgast vímuefni, neyta þeirra eða ná sér eftir neyslu og þá á kostnað frístunda eða annars sem veitir vellíðan
- Neyslu er haldið áfram þrátt fyrir augljósan líkamlegan eða sálrænan skaða
Hugtakið vímuefni
Vímuefni er samheiti yfir lyf og efni sem valda ávana og fíkn
Efnin breyta starfsemi miðtaugakerfisins þannig að skynjun mannsins á umhverfinu og viðbrögð við því breytast
Þessu ástandi fylgir breytt líðan
Hófleg áfengisneysla karlar 20-65 ára
Tveir drykkir eða minna á dag að jafnaði
Aldrei meira en fimm drykkir í hvert sinn
Samanlagt fjórtán drykkir á viku eða minna
Hófleg áfengisneysla konur (og karlar 65+)
Einn drykkur eða minna á dag að jafnaði
Aldrei meira en fjórir drykkir í senn
Samanlagt minna en sjö drykkir á viku
Sálfræðileg skýringarlíkön
Sálgreiningakenningar
Spennulosunarkenningar
Námskenningar (learnings theories)
Félagsnámskenningar (social learnings theories)
Persónuleikakenningar
Sálgreiningakenningar
Kenning um áfengissýki byggð á kenningu Freuds um þroskaferli persónuleikans
!! Sá áfengissjúki sækir í ofsagleði og vellíðan
Misnotkun á áfenginu er einkenni um sálræn vandamál, þ.e. birtingarmynd undirliggjandi sálrænna vandamála (notar áfengi til að deyfa sársauka)
Líta til bernsku, ómeðvitað, óuppgerður tilfinningalegur vandi sem veldur sársauka
Orsök sjúklegrar hegðunar að finna í umhverfinu eða aðstæðum í frumbernsku sem hindrar eðlilegan þroska persónuleikans
Spennulosunarkenningar
Áfengi er notað til að draga úr streitu og kvíða
Neikvæð styrking dregur úr spennu
Einstaklingar tengja neysluna við spennulosun og vellíðan
Þeir sem eru með áfengisröskun hafa meiri væntingar um áhrif áfengis en þeir sem ekki eru með áfengisröskun
Endurtekin neysla áfengis, þrátt fyrir að neyslan ýti undir spennu, streitu og kvíða
Þetta er vítahringur, byrjar afþví einstaklingurinn upplifir spennu, streitu og kvíða og byrjar að drekka en til að slá á streitu, spennu og kvíða sem fylgir drykkju þá þarf að drekka meira
Námskenningar (learning theories)
Neysla áfengis er lærð hegðun
Námið á sér stað með skilyrðingu sem verður til með umbun og refsingu
Í upphafi er áfengi notað vegna vellíðan og losun spennu
Ávani þróast og áfengi notað til að forðast fráhvörf
Félagsnámskenningar (social learning theories)
Samverkan einstaklings og umhverfis
Félagsmótun
Mikilvægt hvernig einstaklingurinn lærir að fást við umhverfi sitt
Áfengisneysla þáttur félagslegs þroskaferils
Norm og gildi samfélagsins (hvað er normið í kringum mig?)
Viðhorf gagnvart áfengi breytist hjá fólki td þegar það eignast barn þá breytist líka skoðun á umhverfi einstaklings
Herminám
Rannsóknir á sögulegum og menningarlegum hliðum áfengisneyslu til að bera saman hvernig mismunandi þjóðfélög líta á áfengisneyslu