Bati, bakföll og meðferðarúrræði Flashcards
Hvað segir í klínískum fræðum um vímuefnaröskun?
Að vímuefnaröskun sé krónískur og síversnandi sjúkdómur
Megin einkenni sjúkdómsins
Stjórnleysi, fíkn og afneitun
Bakföll
Gera má ráð fyrir bakföllum eftir að einstaklingur hefur fengið bata eftir meðferð eins og með aðra króníska sjúkdóma
Dópamínviðtaka í heila með fíkn
Sýnt hefur verið fram á að í heila með fíkn þá hefur dópamínviðtökum fækkað og þar af leiðandi er minni dópamínstarfsemi
Sýnt fram á skerta starfsemi í framheila þar sem úrvinnsla upplýsinga og ákvarðanataka fer fram
Einkenni á fyrri stigum sjúkdómsins
Lækkað geðslag
Önuglyndi
Hvatvísi
Minnistruflanir
Streita
Kvíði
Einkenni á seinni stigum sjúkdómsins
Mikil þráhyggja
Neyslan breytist frá því að vera jákvæð upplifun í það að vera nauðsynleg til að losna við neikvæðar tilfinningar
Vímuefnaröskun hefur áhrif á…(7)
Líkamlega heilsu
Geðheilsu
Tilfinningar
Persónuleika
Félagslega færni
Félagslega stöðu
Siðferðilega og andlega þætti
Afneitun
Afneitun kemur í veg fyrir að hinn vímuefnasjúki komi auga á vandamál tengd neyslu á vímuefnum
Afneitun er varnarháttur sjálfsins en samkvæmt Freud eru varnarhættir sjálfsins ósjálfráð sálræn viðbrögð sem hafa það hlutverk að vernda sjálfið fyrir óþægilegum og óásættanlegum hugsunum, tilfinningum og reynslu
Kostir og gallar afneitunar
Kosturinn er að það kemur í veg fyrir að maður finni til, það sem er erfitt afneitast og verndar mann
Gallinn er sá að maður sér ekki hvaða leið maður er á
Afneitun
Stig 1
Afneitun er skortur á upplýsingum eða viðkomandi hefur fengið rangar upplýsingar varðandi vímuefnaröskun og vandamál tengd neyslu vímuefna
Viðkomandi hefur einnig rangar upplýsingar varðandi bata
Íhlutun felst í réttum upplýsingum
Afneitun
Stig 2
Vörnin er meðvituð
Alltaf þegar viðkomandi byrjar að hugsa eða tala um vímuefnaneyslu notar viðkomandi innri rök sem brjótast út í huga viðkomandi
Rökin eru á milli þátta í persónu viðkomandi sem vill halda áfram að nota vímuefni og þátta sem vill hætta neyslu
Íhlutun felst í samtali sem leysir árekstra milli sjónarmiða þessa tveggja þátta
Afneitun
Stig 4
Blekking
Viðkomandi viðheldur trú sinni á það að hann sé hófmanneskja hvað varðar neyslu vímuefna þrátt fyrir augljós vandamál tengd neyslunni
Blekking kemur í veg fyrir að viðkomandi sýni viðbrögð vegna íhlutunar á fyrri stigum afneitunnar
Blekking er talin tengjast skertri starfshæfni heilans vegna vímuefnaneyslu eða vegna persónuleikaröskunnar af öðru tagi
Þegar þessi atriði eru meðhöndluð dregur venjulega úr þeim og viðkomandi fer á lægra stig afneitunar sem eru meðhöndlanleg
Vímuefnameðferð
Vímuefnameðferð er ferli sem rýfur vítahring fíknar í vímuefni
Markmið meðferðar
Að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að gera tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu
Hvar getur meðferð átt sér stað?
Inniliggjandi meðferð
Göngudeild
…varir í mislangan tíma
Dugar eitt skipti í skammtímameðferð?
Þar sem um krónískan sjúkdóm er að ræða dugar sjaldnast skammtímameðferð í eitt skipti
Fyrir marga er meðferð langtímaferli sem felur í sér….
….fjölþætt inngrip og reglulega eftirfylgd
Rannsóknir sýna að við meðhöndlun á fíkn í ópíóíða…
…þá ætti að nota lyf í afeitrun
Ópíóíð
Verkjalyf eða lyf eins og heróín eða fentanýl
Afeitrun
Afeitrun er mikilvæg í meðferð
Lyf geta verið notuð í afeitrun…
Áfengis og ópíóíðfíkn
Lyfjameðferð í afeitrun…
Er ekki eiginleg meðferð og dugar oft skammt ein og sér
Atferlismeðferð
Atferlismeðferð samhliða afeitrun hjálpar fólki við að breyta viðhorfi og hegðun sem tengist vímuefnaneyslu
Göngudeildarmeðferð
Formlegt meðferðarprógram með einum eða fleiri fagaðilum
Einstaklings- og hópmeðferðir
Þjálfa sjálfstyrkingu, para- og fjölskyldumeðferð
Flestir fylgja 12 spora kerfi samhliða.
Bindindi er skilyrði fyrir þátttöku í göngudeildarmeðferð.
Kostir við göngudeildarmeðferð
Mun ódýrari en inniliggjandi meðferð
Einstaklingur þarf ekki að vera fjarri heimili og vinnu
Gallar við göngudeildarmeðferð
Meiri hætta á bakslagi en í inniliggjandi meðferð
Dagskrá styttri
Getur verið áskorun að vera með fjölskyldunni
Stuðningur að lokinni meðferð í göngudeild
Viðhalda árangri sem náðist í meðferð
Fyrirbyggja og koma í veg fyrir bakslag
Læra að gera áætlanir í lífi sínu
Greina aðstæður þar sem hætta er á bakslagi
Taka reglulega þátt í sjálfshjálparhópum í samfélaginu
Eiginleikar meðferðaraðila
Meðferðarsamband er grundvöllur þess að aðstoða við breytingar hjá einstaklingi með vímuefnaröskun
Meðferðaraðilar þurfa að búa yfir eiginleikum eins og einlægni, samhygð, sýna fyrirmyndar hegðun og húmor
Hlutverk meðferðaraðila er að leiðbeina, ekki segja hvað skjólstæðingar eigi að gera
Átök hjálpa skjólstæðingum ekki að breytast, þau geta aukið mótstöðu
Meðferðaráætlun
Meðferðaraðili og skjólstæðingur gera skriflega meðferðaráætlun saman:
Stutt samantekt á vandanum
Stutt samantekt á líkamlegri og tilfinningalegri heilsu skjólstæðings
Yfirlýsing um markmið og áætlanir
Skilgreining á útskriftarskilyrðum
Skilgreining á bata
Hvernig bati er skilgreindur af meðferðaraðilum hefur áhrif á það hvernig meðferðarkerfi er uppbyggt og hvernig meðferð er framkvæmd ásamt því hvernig hún er metin.
Bati frá vímuefnafíkn er flókið ferli sem er mismunandi eftir einstaklingum, en hefur ekki verið mikið rannsakað þrátt fyrir að lengi hafi verið mikill áhugi á bata meðal margra sem koma að meðferð við vímuefnafík
Bati
Bindindi á öll vímuefni
Bati fellst í að vera edrú og vera laus við hugsun og hegðun sem tengist neyslu
Líðan og hegðun stjórnast ekki af hugsunum tengdum fíkn
Fær um að stunda vinnu, nám eða aðra virkni
Það er ekki til samræmd skilgreining á bata
Afeitrun, losna undan vímuefnum og undirbúningur fyrir meðferð
Meðhöndlun á afleiðingum neyslunnar á tilfinningum, geðrænum og félagslegum þáttum
Áframhaldandi ferli með áherslu á að vinna með þá þætti sem neysla vímuefna raskaði
Bataauður
Hugmyndafræði bataauðs er að finna í gerð félagsauðs sem var upphaflega þróuð á sviði félagsfræði árið 1980 af Pierre Bourdieu
Félagsauður styrkist þegar einstaklingur byggir upp ný tengsl og styrkir sitt félagslega tengslanet innan ólíkra hópa samfélagsins
Aðstæður sem fela í sér bataauð geta verið gagnlegar vísbendingar um árangur á bata frá vímuefnafíkn
Bataauður felur í sér félagslegt stuðningsnet, öryggi í fjárhagslegu tilliti og húsnæðismálum, vellíðan, lífsgæði og almenna færni í lífinu
Bataauður
(Persónulegur auður)
Heilsa og vellíðan
Þeking og færni
Grundvallarþarfir
Bataauður
(Félagsauður)
Fjölskylda og heimili
Félagslegt tengslanet
Heilbrigð virkni og umhverfi
Bataauður
(Menningarlegur auður)
Félagsleg gildi
Andleg viðhorf
Samfélagsleg tengsl
Markmið meðferðar er
Oftast bindindi og að aðstoða viðkomandi við að komast alveg út úr viðjum neyslunnar
Einnig að meðhöndla vímuefnasjúka til að minnka neyslu vímuefna og bæta lífsgæði
Heildstæð meðferð
Fjölbreytt umönnun með sérsniðinni meðferðaráætlun og eftirfylgni getur verið mikilvægt til að ná árangri
Meðferðin ætti að innihalda bæði læknisþjónustu vegna líkamlegra og andlega þátta eftir þörfum
Eftirfylgni getur falið í sér fjölþætt stuðningskerfi
Aðferðir
Hugræn atferlismeðferð
Viðbragðsstjórnun
Hvetjandi meðferð
Family therapy
12 spora kerfið
Hugræn atferlismeðferð
Leitast við að hjálpa einstaklingum við að þekkja, forðast og takast á við þær aðstæður sem þeir eru líklegastir til að fara nota aftur vímuefni
Sálfræðimeðferð sem byggist á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu tengdar
Meðferðin leggur áherslu á að hjálpa fólki að bera kennsl á og breyta neikvæðum og skaðlegum hugsunum (hugrænum ferlum) og hegðun (atferli) til að bæta líðan og lífsgæði
Lærir að bera kennsl á neikvæðar eða órökréttar hugsanir sem geta haft neikvæð áhrif á líðan þeirra
Þessar hugsanir eru oft ósjálfráðar og eiga sér stað án þess að einstaklingurinn taki eftir þeim
Lærir að skoða þessar hugsanir á gagnrýninn hátt og leita leiða til að breyta þeim eða koma í veg fyrir þær. Markmiðið er að finna heilbrigðari og raunhæfari hugsanamynstur
Felur einnig í sér að skoða hegðunarmynstur sem stuðla að vanlíðan og hjálpa fólki að breyta þeim. Það getur falist í að taka þátt í nýjum athöfnum eða brjóta niður hegðun sem viðheldur kvíða eða depurð
Viðbragðsstjórnun
Notar jákvæða styrkingu svo sem að veita umbun fyrir að vera lyfjalaus, fyrir að mæta og taka þátt í meðferðinni eins og mælt er fyrir um
Hvetjandi meðferð
Styðst við aðferðir sem nýta vilja fólks til að breyta hegðun sinni
Family therapy
Á vel við í meðferð fyrir ungt fólk og fjölskyldur þeirra til að takast á við áhrif neyslunnar og bæta samskipti og líðan fjölskyldunnar1
12 spora kerfið
Er einstaklingsmeðferð til að búa fólk undir að taka þátt í 12 spora fundum hjá t.d. AA samtökunum eða NA samtökunum
Minnesotamódelið
Meðferðarmódelið byggir á teymisvinnu sem gerir meðferðaráætlun mögulega
Viðbrögð við módelinu hafa ekki alltaf verið jákvæð
Afhverju hafa viðbrögð við Minnesotamódelinu ekki alltaf verið jákvæð?
Skortur á rannsóknum þegar snúið var frá áfengismeðferð yfir í meðferð fyrir önnur efni
28 daga meðferðaráætlunin var valin handahófskennt án rannsókna.
Fjórir þættir sem eru algengir í meðferðarprógrömmum við vímuefnaröskunum
Skyldubundin eftirlit
Ný hegðun tekin upp
Skuldbinding við bata frekar en vímuefni
Aukinn andlegur þroski og trúarlíf
Motivational Enchangement Therapy (MET)
Styðst við hugræn atferlisfræði og breytingakenningar
Samkvæmt breytingasjónarhorni færast einstaklingar frá einu breytingarstigi til annars eftir því sem þeir þroskast í gegnum það að þekkja og skilja eigin vanda
Byggir á rannsóknum Prochaska og DiClemente
Ferli breytinga
- Stig áhugaleysis
- Hugleiðingarstig
- Ákvörðunarstig
- Athafnastig
- Viðhaldsstig
- Bakfall
- Stig áhugaleysis
Ekki hugleitt að breyta hegðun sinni gagnvart vanda sem snýr að neyslu vímuefna
- Hugleiðingarstig
Einstaklingurinn byrjar að íhuga vandann, kosti og galla á væntanlegum breytingum á hegðun varðandi vímuefnavanda
- Ákvörðunarstig
Þar sem viðkomandi tekur ákvörðun um að breyta sínum lífsstíl
- Bakfall
Viðkomandi þarf að fara aftur á byrjunarreit
Batalíkan Gorski og Miller með bakfallsvörnum
Hefur verið í þróun frá 1970
Heildræn (biopsychosocial) aðferð með bakfallsvörnum
Grundvölluð á sjúkdómslíkani
Bindindi er forsenda þess að viðkomandi geti breytt viðhorfum sínum og hegðun
!!Felur í sér grundvallar þætti AA-hugmyndafræði, hugræn atferlisfræði og félagsnámskenningar.
Aðferð Marlatt og Gordon
Er byggð í meginatriðum á félagsnámskenningum sem fela í sér að fíknihegðun sé lærð eða sem vani sem hægt er að breyta
Í þeim kenningum er talið að hægt sé að hafa áhrif á hegðun með tilliti til skilyrðinga, væntinga, viðhorfa og afleiðingum hegðunar
Einnig byggir aðferðin á hugrænum atferlisfræðum
Marlatt og Gordon telja að mikilvægt sé að leggja áherslu á að breyta hegðun en leggja ekki sérstaka áherslu á bindindi.
6 punktar í batalíkani Gorski og Miller
- Viðurkenning
- Jafnvægi náð
- Frumbati, sátt og lært að komast af án notkun vímuefna
- Bati og jafnvægi kemst á lífsvenjur
- Síðbati
- Persónuþroski
Einkenni sem koma þegar fráhvörfum lýkur
Óskýr hugsun
Truflun á minni
Yfirdrifin tilfinningaviðbrögð eða doði
Svefntruflanir
Erfiðleikar við samhæfingu líkamlegra hreyfinga
Ofurnæmleiki fyrir streitu/spennu
Samanburður við önnur líkön
Mest sameiginlegt með rational emotion therapy og annarri hugrænni atferlismeðferð
Mikil áhrif frá aðferð Marlatt og Gordon
Munurinn er að Gorski og Miller leggja til grundvallar að viðkomandi noti ekki vímuefni og leggur áherslu á 12 spora prógrammi samhliða meðferðinni
!!Bakfall
Þrír þættir sem hafa sérstaklega áhrif: Lyfjanotkun
Streita
Neyslutengt umhverfi.
Samkvæmt sjúkdómslíkani á bakfall sér alltaf aðdraganda og er talað um fallþróun í því sambandi
Til að hægt sé að tala um bakfall þarf viðkomandi að hafa verið í bata.
Ferli bakfallsþróunar
Breyting
Streita
Hætta á afneitun
Bakfallsþróun
Fjölmargar ástæður geta legið fyrir því að vímuefnasjúkir fari í neyslu eftir að hafa verið í bata
Breytingar, líkamleg þreyta, veikindi, skaðlegar lyfjagjafir, í umhverfinu sækir í gamla neyslu félaga, fjölskylduhagir, óábyrg hegðun, vanrækir AA-fundi, breytt viðhorf
Breytingar valda streitu sem veldur síðhvörfum og boltinn fer að rúlla ef ekkert er að gert
Fallþróun hefur í för með sér ákveðin einkenni sem markast af því að viðkomandi er í slæmum bata og því fylgir að öllu jöfnu vanlíðan sem getur leitt til neyslu vímuefna, andlegu og tilfinningalegu hruni eða sjálfsvígi
Fallþróunina er hægt að merkja af ákveðnum einkennum sem koma fram í líðan og hegðun einstaklings í slæmum bata löngu áður en hann eða hún fer að nota vímuefni
Punktar um bakfallsþróun
Breyting
Streita
Afneitun
Síðhvörf
Breytt hegðun
Breyting á félagslegri hegðun
Dómgreind minnkar
Valkostum fæjjar
Hnignun og neysla
Íslenska meðferðarkerfið
75 pláss í afeitrun, 121 eftirmeðferð
Biðlistar
Fjölbreytt, sjúklingum stendur til boða afeitrun, eftirmeðferð og göngudeildarþjónusta
Margir Íslendingar hafa notið þjónustunnar
Fleiri stofnanir reknar af félagasamtökum
Tengsl við 12 sporasamtök.
Áfangaheimili
Áfangaheimili eru mikilvæg í því að brúa bilið milli meðferðar og endurkomu til daglegs lífs
Þau bjóða upp á öruggt umhverfi þar sem einstaklingar geta styrkst og valdeflst eftir meðferð
Með því að búa til stuðningskerfi með öðrum í bataferli og fagfólki er hægt að stuðla að langtímaárangri í baráttunni við fíkn
Dæmi um áfangaheimili í Reykjavík
SÁÁ (karlar)
Samhjálp (konur og karlar)
Reykjavíkurborg, Brautin og Njála (konur)
Vernd (karlar)
Draumasetrið (konur og karlar)
Takmarkið (karlar)
Þúfan (konur)
Batahús (konur og karlar, aðskilið)
Félagsþjónusta
Ráðgjöf
Fræðsla
Fjárhagsaðstoð
Samstarf við ýmsa aðila
Félagslegt leiguhúsnæði
Starfsendurhæfing og samvinna við TR
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991
- gr. Félagsmálanefndir skulu aðstoða þá sem eiga við fíknivanda að stríða við að leita sér viðeigandi meðferðar og aðstoðar. Þá skal veita aðstandendum og fjölskyldum þeirra sem eiga við fíknivanda að stríða ráðgjöf og aðstoð eftir því sem við á.
- gr. Félagsmálanefndir skulu stuðla að því að einstaklingar með fíknivanda sem fengið hafa meðferð og læknishjálp, fái nauðsynlegan stuðning og aðstoð til að lifa eðlilegu lífi að meðferð lokinni.
Inniliggjandi meðferð
Á stofnun allan sólarhringinn með starfsfólk á vakt allan sólarhringinn
Nánari og ítarlegri meðhöndlun
Auðveldar að koma reglu á svefnvenjur og breyta daglegum athöfnum
Friður fyrir utanaðkomandi áreiti
Afneitun
Stig 3
Afneitun er ómeðvituð vörn
Ósjálfráð og ómeðvituð vörn sem forðar og rangfærir upplýsingar á þann hátt að viðkomandi finnur ekki fyrir sársaukanum sem fylgir því að kannast við vímuefnasýki/röskun
Íhlutun felst í því að upplýsa viðkomandi um almenna þætti afneitunar og nota sjálfsskoðun og leiðbeinandi svörun á fundum/viðtali til að afhjúpa afneitunina