Fíkniefni á Íslandi - kostir í stefnumótun Flashcards
Áfengisbann
Samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 1908
Tók gildi 1. janúar 1915
Hvað fólst í áfengisbanninu?
Takmarkað aðgengi að áfengi, samt eitthvað læknavín, ólöglegt brugg, smygl og ólögleg sala, vín frá Spáni leyfð
Hvenær var sala áfengis heimiluð?
1935
(Þjóðaratkvæðagreiðsla 1933)
Hvaða ár var bjórinn leyfður?
1989
Hvaða telja flestir að sé mesta vandamál afbrota á Íslandi?
Fíkniefnabrot
Mikilvægasta ástæða þess að sumir leiðast út í afbrot hér á landi
Áfengis- og fíkniefnaneysla
Neysla íslenskra grunnskólabarna á kannabis er í ____ kantinum í samanburði við flest önnur Evrópulönd
Lægri
Umfang kannabis neyslu fer eftir umfangi að hverju sinni, dæmi
Fata- og tónlistartíska
Alþjóðlegir straumar
Framboð
Rannsóknir sýna að stór hluti þeirra sem verst lenda úti vegna fíkniefna eiga við…
Persónuleg og félagsleg vandamál að stríða sem oft kemur neyslunni af stað: kveikir í fíkninni og vandinn eykst um leið
Staða sprautufíkla - menntun og vinna
Tæplega helmingur greindi frá 75 prósent örorku og takmarkaðri reynslu af vinnumarkaði
Formleg menntun almennt lítil og meirihlutinn aðeins lokið grunnskólaprófi
Staða sprautufíkla - lögreglumál
Um 60 prósent ýmist verið handteknir eða ákærðir fyrir vímuefnabrot meðan hlutfallið var um fjórðungur hjá öðrum sjúklingum
Þriðjungur handtekinn eða ákærður fyrir búðarhnupl, skjalafals eða ofbeldisbrot af einhverju tagi
Staða sprautufíkla - sjálfsvígshugsanir
Yfir 70 prósent glímt við sjálfsvígshugsanir og helmingur reynt sjálfsvíg
Staða sprautufíkla - sjúkdómar og veikindi
Rúmur helmingur mælst með lifrarbólgusýkingu og þrír með HIV
Langflestir þjáðust af andlegum veikindum, þunglyndi, kvíða eða spennu
Langflestar kvennanna upplifað andlegt og líkamlegt ofbeldi á ævinni og um 75 prósent þeirra kynferðislegt ofbeldi
Staða fanga
Um 40% sögðust hafa neytt áfengis daglega eða oft í viku áður en þeir hófu afplánun sína
Rúmlega helmingur sagðist hafa neytt fíkniefna daglega fyrir afplánun
17% áður greindir með lesblindu, 5% skriftarblindu
20% ofvirkni, 28% athyglisbrest
Aðeins um 30% ekki með neina formlega greiningu
Stór hluti taldi sig ekki hafa fengið meðferð við hæfi
Um 30% í sinni þriðju til sjöttu afplánun – vandi þeirra líkast til enn dýpri – þurfa örugglega meiri aðstoðar við en meðalfanginn – væntanlega með margar meðferðir að baki
Mjúkar aðgerðir
Forvarnir
Fræðsla
Harðar aðgerðir
Varsla, innflutningur, dreifing og sala refsiverð
Afglæpun
Almennt felur afglæpun í sér að varsla og meðferð kannabis til einkanota, eða annarra fíkniefna, varðar ekki við hegningar- eða sér/refsilög – málin lenda ekki á sakaskrá
Sektir, aðvaranir og tilmæli/leiðbeiningar um ráðgjöf og meðferðarúrræði tíðkast – afglæpun ekki sama og lögleiðing fíkniefna
Fylgjendur telja afglæpun…
Draga úr álagi á réttarvörslukerfið, neytendur enda ekki á sakaskrá og betur gangi að ná til verst setta neytendahópsins, dragi úr fíknitengdum sjúkdómum og dauðsföllum
Andstæðingar telja afglæpun…
Senda röng skilaboð frá stjórnvöldum, réttlæti og auki neyslu fíkniefna og lendi harðast á þeim sem eru í mestum vanda
Fíkniefni og Ísland
Varsla og meðferð fíkniefna til einkanota refsiverð – brotið birtist á sakaskrá viðkomandi í þrjú ár aðgengileg opinberum aðilum í allt að tíu ár
Nýlegar reglur frá ríkissaksóknara: Sekt á vörslu efna (undir 100 þúsund) ekki á sakaskrá (nr. 419/2018)
Framleiðsla, innflutningur, dreifing og sala; almannahætta (173. gr.)
Heilbrigðisráðherra 2014
Ummæli um afglæpavæðingu á vörslu fíkniefna til eigin neyslu
Ísland - réttarvarslan
Grunnsekt 50 þús fyrir vörslu (2019) – sektin hækkar svo eftir tegund og magni efna
Yfir tvö þúsund fíkniefnabrot á ári síðustu ár, eitthvað fækkað allra síðustu ár – ca 70% þeirra varða vörslu og meðferð fíkniefna til einkanota
Yfir 40 prósent fanga sátu inni í fangelsum landsins fyrir fíkniefnabrot 2021 og 2022; smygl, framleiðslu, sölu