Varicella Flashcards
1
Q
Varicella zoster veira (hlaupabóluveiran)
A
- Hlaupabóla (varicella, chickenpox) og endurvakning hennar: ristill (zoster, shingles)
- Leggst í dvala í einu taugahnoði (misjafnt hvaða)
- Í endurvakningu koma útbrot á viðeigandi taugasvæði – ristill (aðallega hjá eldra fólki og ónæmisbældu, þó geta allir fengið ristil, jafnvel börn)
- Ólíkt HSV sveiflast mótefni upp í endurvakningu VZV.
2
Q
Smitleiðir
A
Með öndunarúða eða úr útbrotum hlaupabólu eða ristils.
3
Q
Hverjir smitast
A
Flestir fá sjúkdóminn á aldrinum 2-7 ára (90% þeirra sem smitast eru undir 10 ára)
4
Q
Meðgöngutími
A
Um 2 vikur. Getur smitað ca 2 dögum áður en einkenni koma fram
5
Q
Fjölgun
A
Fjölgar sér á sýkingarstað og dreifist með blóði um líkamann.
6
Q
Einkenni
A
Hiti Vanlíðan útbrot (vessafylltar blöðrur) Veikindi í ca 7 daga. Fullorðnir fá erfiðari sýkingar en börn.
7
Q
Hlaupabóla - fylgikvillar
A
- 2% fá fylgikvilla
- Fullorðnir eru líklegri til að fá fylgikvilla en börn (25% spítalainnlagna eru hjá >10 ára og 70% dauðsfalla eru hjá >10 ára)
- Í sérstakri hættu eru ónæmisbældir (fullorðnir og börn), ófrískar konur og reykingafólk
- Ofansýkingar af bakteríum í húð eða öndunarveg
- Lungnabólga, heilabólga, lifrarbólga, hjartabólga, Guillain-Barré
- Mjög hættuleg börnum í krabbameinsmeðferð
8
Q
Ristill (zoster)
A
Ristill getur komið hvar sem er á líkamann – fer eftir því í hvaða taug veiran lagðist í dvala.
- Oft langvarandi og miklir verkir
Oftast eldra fólk en líka aðrir vegna álags, ónæmisbælingar o.fl. - Í flestum tilfellum fær fólk ristil bara einu sinni
- Meiri líkur á endurvakningu ef smitast fyrir fæðingu eða fyrstu vikum eftir fæðingu
- Ristill er mjög hættulegur HIV sjúklingum, beinmergsþegum o.fl.
9
Q
Hlaupabóla á meðgöngu
A
- Sjaldgæf
Vegna þess að flestar konur fá hana á barnsaldri - Ef kona sýkist af hlaupabólu á fyrstu 4 mán. meðgöngu
Fósturlát ef snemma á meðgöngu - Getur sýkt fóstrið (0,4-2%) – vansköpun á útlimum, augum, heila, andleg skerðing
- Ef kona sýkist af hlaupabólu á síðustu 5 dögum meðgöngu
- Getur orðið alvarleg nýburasýking (dánartala um 30% ef ekki meðhöndlað) – barni gefið gamma globulin þ.e. mótefni gegn hlaupabóluveirunni
- Ef meira en 5 dagar eftir af meðgöngu.
- Er minni hætta fyrir barnið og það nýtur góðs af ónæmissvari móðurinnar.
10
Q
Til að greina hlaupabólu / ristil í rannsóknastofu
A
- Stroksýni úr útbrotum í PCR (kjarnsýrumögnun)
- Blóðsýni sett í mótefna-mælingar, IgM og IgG mótefni mælast í frumsýkingu af hlaupabólu.
- Við ristil hækka IgG mótefni gegn veirunni og oft geta IgM mótefni mælst líka
11
Q
Varnir:
A
- Bóluefni hefur verið þróað (veikluð veira) almennt notað nú í Bandaríkjunum, Þýskalandi og víða í Evrópu
- Varð hluti af almennum bólusetningum barna 2020.
- Líklega gott fyrir heildbrigðisstarfsfólk, sem ekki hefur mótefni að láta bólusetja sig
- 1 skammtur veitir 90% vörn gegn spítalainnlögnum