Herpes Flashcards
Herpesveirur
- 8 mismunandi veirur í þessari fjölskyldu, tölum hér aðalega um 5; HSV 1 og 2, VZV, EBV og CMV
- Línulaga tvíþátta DNA
- Hafa margflata hylki
- Mjög útbreiddar
- Flestir fullorðnir sýktir af tveimur eða fleiri herpes veirum
Herpesveirur - framhald
- Mjög útbreiddar og smitandi
- 60-90% fullorðinna með mótefni gegn HSV-1
- Tíðni HSV-2 lægri
- Valda leyndum (latent) sýkingum
þ.e. eftir fyrstu sýkingu af veirunum leggjast þær í dvala (latency) og geta síðan vaknað upp aftur (mis oft eftir veirum og fólki) - Í latency finnst erfðaefni veiru í sumum frumum hýsils án þess að veiran fjölgi sér og myndi sýkingarhæfar veirur
- Mildar/ einkennalausar sýkingar oft en þó upp í banvænar sýkingar
- Erfiðar í ónæmisbældum
Prímersýking/frumsýking
- Oft einkennalaus
- Smitast í slímhúð eða rof á húð með snertingu eða úða
Dvali (e. latency)
- Veiran ferðast með taugum að taugaendum og leggst það í dvala
- Erfðaefnið finnst í frumunum en smitandi agnir ekki framleiddar
Endurvakning (e. reactivation)
- Veiran ferðast niður taugina
- Fjölgar sér á yfirborði húðar með eða án einkenna
HSV1 og HSV2
- Almennt talað um að HSV1 valdi frunsu og HSV 2 valdi útbrotum á kynfærum
98% HSV jákvæðra munnstroka er HSV1*
55% HSV jákvæðra kynfærastroka er HSV2*
Endurvakning Herpes simplex
- 2/3 sýktra fá endurvakning á veirunni
- Mis oft
- Mis alvarlegt
- Fækkar frekar með aldri
Þættir, sem áhrif hafa á endurvakningu:
- Geislun: sólarljós, útblátt ljós
- Efni: sýrur, leysiefni
- Áverki: húðskaði, skemmd á taug
- Hormón o.fl. : premenstruelt, þunglyndi
- Ónæmi: ónæmisbæling, hiti og sýkingar
Prímer sýking
- oft einkennalaus, en getur verið slæm – munnbólga frunsur, hiti (bati eftir 2 vikur) eða bólga og sár við kynfæri
- Veldur sýkingum (frunsum) á húð við endurvakningu
- Hægt að smitast bæði af HSV 1 og HSV 2 (önnur týpan ver mann ekki fyrir hinni nema að litlu leyti)
- Mjög algengar og útbreiddar veirur. HSV 1 finnst í ca 60-90% fullorðins fólks. HSV 2 líka mjög útbreidd eða ca 20-30% fullorðinna á vesturlöndum.
Herpes simplex HSV1 og HSV2 helstu sýkingar
- Frunsur (áblástur) oftast í andliti eða við
- kynfæri
- Augnsýkingar
- Sýking í miðtaugakerfi
- Nýburasýkingar
- Aðrar sýkingar í húð
HSV sýkingar (frunsur í andliti og á húð)
- Frumsýking yfirleitt í munni (oropharyngeal herpes simplex)
- Frunsur (áblástur)
- HSV 1: oftast á andliti en getur fundist annars staðar t.d. á höndum
- Endurvakningum fækkar heldur með aldrinum
- Nokkuð er um endurvakningar án einkenna
Ónæmisbældir og sjúklingar t.d. með mikil brunasár geta fengið mjög slæmar sýkingar
HSV sýkingar (frunsur/sár við kynfæri)
- HSV 2 er talsvert algengari en HSV 1 í þessum sýkingum, en þó hefur HSV 1 sýkingum á kynfærum fjölgað á seinustu árum
- Endurvakningar á kynfærasvæði oft tíðari og sársaukafylltri með HSV 2 en með HSV 1
- Einkennalausar endurvakningar algengar og geta leitt til smits
- Fólk með mótefni gegn HSV 2 án einkenna er jafn líklegt til að skilja út veiru og fólk með sögu um einkenni
Augnsýkingar:
- Næstum alltaf HSV 1
- Getur valdið sjónskerðingu við endurteknar endurvakningar
- Verkur, tilfinning um að sandur sé í auganu, ljósfælni o.fl.
- Oftast í öðru auganu
Heilabólga (encephalitis)
- Tíðni um 2-3 í milljón á ári
- HSV 1 getur valdið mjög hættulegri heilabólgu með frumudauða, bólgu og heilabjúg. Þetta er með alverstu sjúkdómum og lýsir sér með hita, vanlíðan svo höfuðverk og hegðunarbreytingum - minnkandi meðvitund og meðvitundarleysi. Dánartala um 70% ef ekki eru gefin lyf
- Í um 2/3 hlutum tilfella er talið að um endurvakningu veirunnar sé að ræða en í 1/3 að um frumsýkingu sé að ræða
Ekki er vel þekkt hvernig veiran kemst til heilans, en líklegt er talið að hún fari með taugum - Í þeim fáu tilfellum, sem HSV 2 veldur heilabólgu (undir 10% tilfella) virðist vera um frumsýkingu að ræða
Heilahimnubólga (meningitis)
HSV 2 getur valdið heilahimnubólgu (meningitis) sem er miklu vægari sjúkdómur
HSV sýkingar- nýburasýkingar (neonatal herpes)
- Oftast HSV 2
- Sýking verður við fæðingu um sýktan fæðingarveg
- Mest hætta (25-57%) ef móðir er með frumsýkingu í lok meðgöngu
Í endurvakningu miklu minni hætta fyrir barnið (2%) - Tíðni nýburasýkinga er nokkuð breytileg eftir rannsóknum- tölur frá Svíþjóð 1 /15.000 lifandi fædd börn
- Í flestum tilfellum hefur móðir ekki sögu um genital herpes (þ.e. hefur ekki orðið vör við sjúkdómseinkenni)
Einkenni nýburasýkinga:
- Sýking bundin við húð, augu og munn ca 45%
- Flest ná að þroskast eðlilega
Sýking í miðtaugakerfi ca 30% slæmar horfur
Dánartala um 5% þrátt fyrir háskammta antiviral lyf - Sýking í mörgum líffærum ca 25%
Há dánartala 25-30%
Meðferð
- Lyfið acyclovir (zovir) 1983 olli byltingu í meðferð herpes sýkinga sérstaklega t.d. í miðtaugakerfi og augum.
- Virkt gegn HSV og VZV (þarf hærri styrk)
Lyfið þarfnast veiruensíms (thymidine kinase) til að verða virkt og virkar því einungis í veirusýktum frumum. - Það hefur áhrif á eftirmyndun erfðaefnis veirunnar
- Stökkbreytt afbrigði veirunnar, sem eru ónæm fyrir lyfinu, hafa komið fram, einkum hjá ónæmisbældum.
- Virðast ekki ná sér á strik úti í þjóðfélaginu
Unnið er að tilraunum með bóluefni
Greining
PCR
Greinir milli HSV1 og HSV 2. Fljótlegt og næm aðferð
Mótefnamælingar:
Hækkun mótefna verður í prímer sýkingu, en mótefni sveiflast nær ekkert í endurvakningum. Lítið notað
Miðtaugakerfissýking:
Kjarnsýrumögnun (PCR) er mjög næm aðferð og kemur sér einkar vel við greiningar miðtaugakerfissýkinga.