Útskilnaður Flashcards
þvaglát
útskilnaður þvags
þvagútskilnaður
þvagframleiðsla
sólahringsþvaglát
þvagútskilnaður á sólarhring
þvagþurrð (oliguria)
minnkuð þvagframleiðsla: ofþornun, þvagfærastífla, skert nýrnastarfsemi,minnkaður BÞ
Þvagleysi (Anuria)
engin þvagframleiðsla: nýrnabilun, blóðþrýstingsfall
Tíð þvaglát (pollakiuria)
tíð þvagframleiðsla: þvagfærasýking, stækkaður blöðrukirtill
Ofsamiga (polyuria)
aukin þvagframleiðsla: mikil vökvainntaka, viðbrögð eftir þvagteppu
Næturmiga (nycturia)
þörf fyrir að kasta af sér vatni á nóttunni: stækkaður blöðruhálskirtill, mikil vökvainntaka að kvöldi
Sársauki við þvaglát (dysturia)
sársauki/Sviði við þvaglát: þvagfærasýking, óþægindi eftir að þvagrásarleggur er fjarlægður
Blóðmiga (hematuria) augsæ
sýnilegt blóð í þvagi: þvagfærasýking, krabbamein í þvagfærum, nýrnasteinar, blöðrusteinar
Blóðmiga, smásæ
blóð sést ekki í þvagi, einungis á þvagstixi og í smásjárskoðun: þvagfærasýking, krabbamein í þvagfærum, nýrnasteinar, blöðrusteinar
Graftamiga (pyruria)
gruggugt þvag: þvagfærasýking
Sykurmiga (glucosuria)
sykur í þvagi, sést á þvagstixi og í smásjárskoðun: sykursýki, mikil sykurinntaka
Ketónmiga (ketonuria)
ketónar í þvagi, sést á þvagstixi og í smásjárskoðun
Próteinmiga
eggjahvíta í þvagi, kemur fram á þvagstixi eða sjáanlegt sem freyðandi þvag: nýrnasjúkdómar sem hafa í för með sér að háræðarnar fara að sleppa í gegn próteinum
Þvagleki
einstaklingur missir óviljandi þvag sem gerist það oft og í það miklu magni að það veldur honum líkamlegu/andlegu álagi