Öndun Flashcards
Heilbrigður einstaklinug andar áreynslulaust
12-18x á min
Hæg öndun - Bradypnea
hægari en 12x/mín
Hröð öndun - Tachypnea
hraðari en 20x/mín
Hjúkrunargreiningar - Nákvæm upplýsingasöfnun og skráning - ef öndunar erfiðleikar/sjúkdómar eru:
- Ófullnægjandi öndun
- Ófullnægjandi loftskipti
- Ófullnægjandi hreinsun öndunarvega
Ábendingar fyrir súrefnismeðferð:
· Bráður skortur O2 í slagæðablóði skv. Mettunarmæli/blóðgasamælingum
· Blóðþurrð t.d. við kransæðastíflu
· Óeðlilegt magn eða gerð hemóglóbíns í blóðu
· Loftbrjóst
· Skurðaðgerð
Eðlileg súrefnismettun
94-98%
Súrefni
Lyf sem er ávísunarskylt
Súrefnismettun hjá þeim sem eiga á hættu koltvísýringsöndunarbilun eða með COPD
88-92%
Súrefnisgleraugu
Algengasta leið til að gefa sjúklingum súrefni
Lágflæðisgjafi
0.4-6 l/mín
45%
High-flow súrefnisgleraugu (græna)
39-98%
6-15 l/mín
Getur dregið úr þörf fyrir að nota súrefnismaska
Rakamaski/takatjald
6-12 l/mín
Nýtist vel hjá þeim sjúklingum sem anda meira með munninum
hátt flæði
Súrefnismaski - einfaldur
40-60%
5-8 l/mín
Lágmarks flæði eru 5-6 l/mín
Ætlaður sjúklingum sem ekki geta notað súrefnisgleraugu eða þurfa nákvæmari súrefnisstyrk
Gæta þess að súrefnismaskinn sitji þétt á andliti sjúklings.
(notaður með rakagjöf?)
Sarpmaski (maski með poka)
Notaður fyrir háflæðissúrefnisgjöf
10-15 l/mín
80-100%
Gæta þarf að sarpur/poki sem tengist súrefnismaska sé vel útfylltur. Oftast notað í bráðaaðstæðum
Oxymask
1-15 l/mín
25-94%
Þægilegt - opinn maski - hleypur útönduðu CO2
Hvenær á að gefa raka?
ef meira en 4 lítra af súrefni
en líka ef sjúklingur kvartar um þurrk
Súrefnismettunarmælir
sýnir hlutfall súrefnis sem bundið er blóðrauða í slagæðablóði
Þarf að fjarlægja naglalakk, sólarljós getur truflað og kaldar fingur
Súefnismettun fellur oft í svefni hjá fólki á öllum aldri.
Getur haft áhrif hvort sjúklingur er liggjandi eða sitjandi þegar er mælt
Súrefniskútar
Háþrýstihylki sem súrefni er geymt sem loftegund undir miklum þrýstingi.
Hvít
Þindaröndun
sparar orku, opnar loftvegi, eykur slímlosun, minnkar mæði, eykur súrefnismagn í blóði
Sitja uppi, leggja aðra höndina á kvið og hina á bringu. Anda rólega inn um nefið og finna hvernig kviðurinn lyftist (bringan á að vera kyrr), anda rólega frá sér út um munninn (kviður sígur til baka)
Hóstatækni/slímlosun
Gott að drekka vel, nota berkjuvíkkandi lyf og hreyfa sig eftir getu. Athuga með verkjalyf áður. Ef sjúklingur er rúmliggjandi þá er gott að snúa sjúkling reglulega til að örva slímlosun. Hægt að gefa slímlosandi lyf
Huff coughing
Gott að anda djúpt inn um nefið, anda síðan snöggt og kröftuglega með opinn munn og kok (eins og setja móðu á gler). Nota kodda til þess að styðja við brjóstkassa/kvið
Blístursöndun
Gott fyrir COPD sjúklinga með mikla mæði.
Anda djúpt inn um nefið, setja stút á varir og anda rólega út um munninn (eins og sé að flauta/blása varlega á kerti). Spenna kviðarholsvöðva í útöndun. útöndun er þá mun lengri en innöndun
Þriggja punkta staða
Ef mikil mæði og erfiðleikar með andardrátt er oft gott að kenna sj. að leggjast fram og styðja sig við fætur. Getur auðveldað slímlosun frá efri hluta lungnanna og aukið rými fyrir lungun og þindina.
Loftskiptin aukast vegna aukins þrýstings frá kviðarholi og súrefnisupptaka verður betri.
Algengt hjá COPD að gera
Pep flauta/maski
getur hjálpað við slímlosun. Flautan/maskinn gefur ákveðna mótstöðu sem getur hjálpað til við að opna berkjur. Anda rólega inn í gegnum nefið, anda skal frá sér jafnt og rólega í gegnum munnstykkið/maskann
(t.d. eftir aðgerðir)
Voldyne
Innöndunaræfingartæki sem byggist upp á að fá eins langan og djúpan andadrátt og unnt er. Um leið og þú andar að þér lyftist upp gulur og hvítur kólfur í tækinu og hvíti gefur vísbendingu um hversu marga millilítra af lofti þú dregur að þér.
Hóstahvatning
· Hafa kodda til stuðnings
· Ekki hóstaæfingar e. Mat
· Halda við brjóstkassann/styðja við sj.
· Passa - ekki hósta út í loftið