Lyf Flashcards
Lyf skiljast eftir 2 megin leiðum
-Vatnsleysanleg
-Fituleysanleg
Vatnsleysanleg útskiljun lyfja
skiljast oftast óbreytt út með þvagi
Fituleysanleg útskiljun lyfja
fyrst brotinn niður í lifur og breytt þar í svoköllum umbrotsefni til að gera þau vatnsleysanlegri
Útskilnaður lyfja er yfirleitt gegnum
nýru (en getur líka með hægðum, svita)
Áhrif lyfjanna fer eftir
hvernig þau tengjast viðtökunum (antagonist og agonisti)
Aukaverkanir
öll áhrif lyfs umfram þau sem slá á þau einkenni sjúkdóms
Milliverkanir
2 eða fleiri lyf gefið samtímis - annað lyfið minnkar/eykur verkun hins
Frábending lyfja
ekki má nota ákveðið lyf vegna ástand sjúklings (t.d. ófrísk kona, ofnæmi)
Helmingunartími
tími sem það tekur blóðþéttni lyfs að minnka um helming. - lyf sem hafa langan helmingunartíma virka lengur en er gefið sjaldnar
Mismunandi áhirf lyfs á fólk
Börn þurfa oftast minni skammta en fullorðnir,
Aldraðir þola verr lyf
Konur og karlar bregðast mismunandi við ákveðnum lyfjum - vegna mismunandi fitudreyfingar og hormónaframleiðslu
ATC flokkun - Undirflokkar
neðsta þrep flokkuninnar. Flokkast eftir virka efninu í lyfinu - í þessu þrepi má finna skráð heiti lyfja á markaði á Íslandi
ATC flokkun - Frumlyf
Vörumerki (nota einkaleyfis í ákv. Tíma)
ATC flokkun - Samheitalyf
ber nafn sem vísar til virka efnisins í lyfinu. Þjónar sama tilgangi og frumlyf en er öðruvísi - það inniheldur sama virka efnið og í sama magni og í frumlyfinu en hjálparefni eru önnur
Hjálparefni
eru þau efni sem hjálpa til við að taka inn lyf og virkja á réttan hátt
SmPC
upplýsingar fyrir fagfólk
Undirbúningur lyfjagjafa
Spyrja alltaf um ofnæmi (líka ef kemur upp í sögu sjúklings)
Spyrja um vítamín og bætiefni
Hámarksskammtar
R-in 10
• Réttur sjúklingur
• Rétt lyf
• Rétt ástæða
• Rétt skammtastærð
• Réttur tími
• Rétt lyfjaform
• Rétt gjafaleið
• Rétt fræðsla
• Rétt skráning
• Rétt eftirfylgd
Hámarksskammtar
þann skammt sem gefa má innan ákveðins tíma
Þegar búið að lesa lyfjafyrirmæli þá lesum við þær þrisvar og berum saman við fyrirmæli
- Lesum á lyfjaumbúðirnar, áður en lyfið er tekið úr hillu - berum saman við fyrirmælin
- Lesum þegar við tökum lyfið úr lyfjaglasinu - berum saman við fyrirmælin
- Áður en við setjum lyfið aftur á sinn stað í lyfjaskápnum
Dæmu um sérstaklega áhættusöm lyf
sykursýkis lyf, krabbameinslyf, kalíum, ávanabindandi lyf, blóðþynnandi
Stungulyf undir húð
gefum í efri lög húðar, stuttar nálar og lítið magn
Magn lyfs undir húð
0,1 ml til 1 ml
Frásog lyfs undir húð
15-30 mín
Þegar á að gefa lyf sem á að vera langverkandi (frásogast hægt) - þá veljum við að gefa lyfið
sub cutis /undir húð
Lykilstaðir
stúturinn á sprautunni og nálin
Helstu staður sem eru gefnir undir húð
Kviður
U laga svæði undir naflanum
Utan vert á upphandlegg
Framan vert á lærum
Undir/við herðarblöð
Lendarnar
Má ekki nudda stungustaðin eftir að gefið lyf sub cutis (undir húð), eins og insúlin/blóðþynningarlyf
þá getur verið að lyfið frásogast of hratt eða það getur ýtt undir blæðingarhættu
Im - lyf gefin í vöðva
sprautað niður/inn í 90°halla
Halli á sprautu með sub cutis gjöf (undir húð)
90-45°halla (eftir holdafari sjúklings)
Halli á sprautu með intradermal gjöf (í húð)
5-15° halla
Lyf sem eru gefin með sub cutis (undir húð)
insúlín og blóðþynningarlyf
Sub cutis - Mikilvægast hér er hve þykkt fitulag húðarinnar er á stungustaðnum
Ef fitulagið er meira en 2 cm = 90°halla
Ef sjúklingurinn er grannur, með lítið fitulag - þá þarf að klípa létt í húðina og stinga með 45-60° halla