Upphaf og réttindi - GÞL Flashcards
- Hvernig er hugtakið gjaldþrotaskipti skilgreint?
o Sameiginleg fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þrotamanns sem hefst við uppkvaðningu úrskurðar um að bú sé tekið til skipta
- Hvað gerist þegar búið er að kveða upp úrskurð um að bú sé tekið til GÞS?
o Til verðu sjálfstæð lögpersóna sem tekur við öllum réttindum og skyldum þrotamannsins og lýtur stjórn skiptarstjóra, sbr. 72. gr.
- Hverjir geta krafist skipta á búi?
o Bæði skuldari og kröfuhafar
- Hvar er fjallað um beiðni skuldara um að taka bú sitt til skipta?
o 64. gr.
- Er skuldara einhverntíman skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta?
o Já, ef hann er bókhaldsskyldur og aðstæður 1. mgr. 64. gr. eru fyrir hendi, sbr. 2. mgr. 64.gr.
- Þarf skuldari sem vill að bú sitt sé tekið til GÞS að sanna að hann sé ógjaldfær?
o Nei, yfirlýsing er nóg
- Hvað getur gerst ef aðila er skylt að taka bú sitt til skipta gerir það ekki?
o Getur orðið skaðabótaskyldur, Hrd. snjósport?
- Hrd. Snjósport
o Var skylt að gefa bú upp til GÞS – sönnunarbyrgði er á þeim sem heldur fram skaðabótakröfu
- Hvar er fjallað um GÞS að kröfu kröfuhafa?
o 65. gr.
- Hvað þarf kröfu hafi að gera til að hann geti farið fram á GÞS?
o Sýna fram á að hann eigi kröfu
- Getur kröfuhafi átt kröfu í skilningi 65. gr. þótt vafi sé um umfang hennar?
o Já, sjá Hrd. Síminn
- Hrd. síminn
o Staðfest að kröfuhafi geti átt kröfu þótt vafi sé á umfangi hennar
- Hvað er verið að tala um þegar það er fjallað um ógjaldfærni skuldara í skilningi 2. mgr. 65. gr.
o Þau atriði sem talin eru upp í tl. 1-5.
o Árángurslaust fjárnám, kyrrsetningu eða löggeymslu er algengast þegar farið er fram á GÞS
- Ef skuld sem leiddi til fjárnáms er greidd, er samt hægt að krefjast gjaldþrotaskipta?
o Já, þetta er sönnunargagn um ógjaldfærni og skuldari þarf að sýna fram á að hann sé gjaldfær, sjá Hrd. ÓHJ
- Hrd. ÓHJ
o Dómurinn staðfestir að heimilt sé að krefjast GÞS þótt skuld sem leiddi til árangurslausts fjárnáms hafi verið greidd. Ber að líta svo á að það sé sönnunargagn um ógjaldfærni