Skuldaröðin Flashcards
- Hvar er fjallað um skuldaröðina?
o XVII. kafla
- Hvað eru sértækarkröfur?
o Kröfur á grundvelli eignarréttar, t.d. réttindi í vörslu þb sem það á ekki
- Í hvaða grein er fjallað um sérstækarkröfur?
o 109. gr.
- Hvað þarf kröfuhafi að sanna til að geta lýst kröfu sem sértækri?
o hann þarf sýna fram á eignarréttindi
- Hrd. þb Guðmundar A
o Ekki sýnt fram á að stofnast hefði eignarréttur yfir þóknun sem Juris hafði samið um áður en Guðmundur varð gjaldþrota
- Hvernig er með eignarréttarfyrirvara á hlutum, getur það fallið undir 109. gr.?
o Þurfa að uppfylla kröfur um samningsveð – þarf að vera undirritaður samningur af báðum aðilum, yfirlýsing á sölureikningi er ekki nóg
- Hrd. þb. tæki, tól og byggingarvörur
o Aðili lýsti sértækri kröfu – hafði afhent vörur með eignarréttarfyrirvara – bara hluti af vörum á lager – skilyrði þess að bú geti orðið við sértækri kröfu er að það sé í vörslum þb.
- Hrd. Skelfiskmarkaðurinn
o riftunarmál – ekki sýnt fram á að eignarréttarfyrirvari hefði verið undirritaður af báðum aðilum fyrir eða við afhendingu stóla
- Er hægt að lýsa kröfu á grundvelli 109. gr. ef þú hefur afhent peninga?
o Já – sömu skilyrði varðandi að sýna fram á eignarrétt og að hann þarf að vera í vörslu þb. en aukalega þá þurfa þeir að vera sérgreindir
- Hrd. Sparisjóður suður-þingeyinga
o Þarf að vera sérgreind – innistæða á innlánsreikningi felur ekki í sér sérgreiningu á ákveðnum fjármunum í vörslu FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA heldur greiðslukröfu á hendur því
- Hrd. Tekinn með 190.000 eur
o Peningar voru nægilega vel sérgreindir held ég – tókst ekki að sanna eignarrétt, reyndi að vísa í að hann hafi fengið skaðabótakröfu. Ekki talið nægilega góð sönnun
- Eru undantekningar á reglunni að peningar þurfa að vera sérgreindir?
o Já, eins og Hrd. Bank of tokyo – ef það kemur í vörslu búsins eftir að skiptameðferð hefst
- Hrd. Bank og tokyo
o Inntu af hendi greiðslu sem þb. var rétt að skila skv. 95. gr., gerðu það ekki. Viðurkennd sértækkrafa – 109. gr.
- Ef ÞB hefur selt eign sem einhver annar á hvað skal þá gera?
o 2. mgr. 109. gr.
o Eigandi getur krafist greiðslu þess sem þrotabúið fékk í hendur við söluna
- Hrd. Tækjasalan
o Seldu eign úr búinu háð eignarréttarfyrirvara – viðurkennd sértækkrafa til fjárhæðarinnar sem draslið seldist fyrir
- Í hvaða grein er fjallað um búskröfur?
o 110. gr.
- Hvað eru dæmi um búskröfur?
o töluliðir 110.gr.
o útfara- og skiptakostnaður og kröfur sem stofnast eftir upphaf skipta
- Er forgangsröðun eftir tl í búskröfu ákvæðinu?
Já
- Hrd. Opal holdings
o ÞB hafði á leigu húsnæði. Leigusali rifti, SS ÞB hafnaði riftun. Var það talið vera yfirlísing þess efnis að hann tók við réttindum og skyldum þrotamannsins og leigugreiðslur urðu að búskröfum – enda verða til eftir að skipti byrja
- Hvar er fjallað um veðkröfur?
o 111. gr.
- Hrd. TL rúllur
o Nennir eitthvað legend að finna út úr þessum dómi?* Bara að hún uppfyllti skilyrði til að vera veðkrafa því hún var ekki riftanleg?
- Hvaða skilyrði þarf að veðkrafa að uppfylla svo hún geti verið samþykkt?
o Hún má ekki vera riftanleg skv, 138.gr.
- Hver er meginreglan varðandi samspil úthlutun bús og veðkrafna?
o Veðkröfu ganga framar búskröfum hvað varðar fullnustu af andvirði viðkomandi eignar – n.b. 2-4. tl. 110. gr. en þær ganga framar
- Hvar er fjallað um forgangskröfur?
o 112. gr.
- Er forgangsröðun eftir tl í forgangskröfum?
o Nei
- Skiptir aldur forgangskrafa máli?
o Já sbr. orðalag 1-6. tl. 112. gr.
- Hrd. Azazo
o 2. mgr. 112. gr. á líka við ef máli hefur verið vísað frá æðra dómi innan sex mánaða fyrir frestdag
- Er hægt að halda uppi kröfu lengur en tímafrestur gerir ráð fyrir í 1. mgr. 112. gr.?
o Tilteknar kröfur já, ef höfðað er dómsmál til innheimtu skuldarinnar, sbr. 2. mgr. 112.g r.
- Hvað er dæmi um eitthvað sem fellur undir forgangskröfur?
o kröfur um:
o Laun og annað endurgjald fyrir vinnu í þjónustu þrotamannsins 1. tl
o Launa í uppsagnarfresti 2. tl
o olofsfé og orlofslaun 3. tl.
o gjöld í lífeyrissjóði, sjúkdómasjóði og orlofsheimilasjóði 4. tl
o kröfur um bætur vegna örorku eða dauðsfalla 5. tl
- Geta allir sem eiga forgangskröfu lýst henni í þrotabú?
o Nei, ekki nákomnir, 3. mgr. 112. gr.
- Hrd. wow air
o Deilt um hvort fjármálastjóri teldist nákominn. Hann vildi meina að Skúli stjórnaði öllu og hann hefði ekkert verið nákominn. Dómurinn bara neibb, þú varst fjármálastjóri kjáni og ert þ.a.l. nákominn – ekki fallist á að hann ætti forgangskröfu
- Hvaða stöðu njóta kröfur um innistæður ef fjármálafyrirtæki fer á hausinn?
o forgangskrafna – sömu reglur og 1. og 2. mgr. 102. gr.
- Hvað er almenn krafa?
o Allar kröfu sem eftirstanda nema þær sem eru taldar upp í 114. gr.
- Hvar er fjallað um almennar kröfur?
o 113. gr.
- Hvað eru eftirstæðar kröfur?
o Þær kröfur sem taldar eru upp í 114. gr.
- Hvar er fjallað um eftirstæðar kröfur?
o 114. gr.
- Hvernig er skuldaröðin?
o Sértækarkröfur
o Búskröfur
o Veðkröfur
o Forgangskröfur
o Almennar kröfur
o Eftirstæðar kröfur