Nauðasamningar Flashcards
- Hvað er NS?
o samningur um greiðslu skulda eða eftirgjöf af skuldum sem kemst á milli skuldarans og áskilins meirihluta kröfuhafa hans og hlýtur staðfestingu fyrir dómi
- Hver er tilgangur NS?
o Ráða bót á neikvæðri eiginfjárstöðu eða ógreiðslufærni
- Hvað gerist með nauðasamningi?
o Sumar kröfur falla niður
o Samningurinn kveður á um afdrif samningskrafna
o Sumar kröfur standa óhaggaðar
- Hvað eru samningskröfur?
o Þær kröfur sem hvorki eru undanþegnar áhrifum NS né falla niður vegna hans skv. 28. gr., sbr. 29. gr.
- Hvað er dæmi um kröfu sem nauðasamningur hefur ekki áhrif á og hvað þýðir það?
o Forgangskrafa t.d. – vangoldin laun! Ef einstaklingur fær heimild og gerir NS bindur það alla kröfuhafa nema kröfuhafa sem hafa kröfu undanskilda skildar og NS hefur þá t.d. ekki áhrif á kröfu um vangoldin laun.
- Hvaða kröfur standa óhaggaðar?
o kröfur sem verða til eftir að úrskurður gekk um heimild til þess að leita NS
o kröfur um annað en peningagreiðslur
o Kröfur í skuldaröð 109. – 11. gr.
Eignaréttarkröfur
Búskröfur
forgangskröfur
veðkröfur – með undantekningu
o Kröfur sem mætti skuldajafna við GÞS, skv. 100. gr.
o Smá kröfur sem samið er um að skv. 2. mgr. 36. gr.
- Hrd. Stoðir
o Deilt um hvort skattakrafa féll undir NS sem heimild fékkst til að leita
o Hrd. segir að skatt kröfur stofanst þegar stjórnvöld hefði tekið ákvörðun um greiðsluskyldu – var eftir að NS fékkst samþykktur svo hún varð ekki fyrir áhrifum NS
- Hrd. Green Dimond
o Gæji átti kröfu um vangoldin stjórnarlaun sem gerð var dómsátt um – það stofnar ekki nýja kröfu svo þetta var ekki krafa sem varð til eftir að úrskurðu um heimild til að leita NS varð gefinn.
- Hvar er fjallað um kröfur sem NS hefur ekki áhrif á?
o 28.gr.
- Hvernig er hægt að fella veðkröfur undir NS?
o Maður getur fallið frá veðinu að hluta eða öllu leyti og fellt hana undir NS sem veðkröfu. Menn þurfa að gera það upp við sig hvort þeir vilji gera þetta eða ekki.
o Skuld fyrir 100 með veði í fasteign. Ef veiðið coverar kannski bara 60 geturðu fallið „splittað“ kröfunni þannig að 40 veður almenn krafa en gengur að veðinu fyrir 60
- Hvað lögbundnu áhrif hefur NS í för með sér?
o Allar samningskröfur falla á gjalddaga þegar NS kemst á – 1. mgr. 30. gr.
o Gjaldmiðill þarf að umreikna í ISK – 2. mgr. 30. gr.
o Vextir og kostnaður miðast við stöðu þegar úrskurður gekk um heimild til að leita NS – 3. mgr. 30. gr.
o Leggja saman kröfur ef kröfuhafi á fleiri en 1 kröfur – 4. mgr. 30. gr.
- Hvaða áhrif getur nauðasamningur haft á kröfur?
o 2. mgr. 29. gr.
o Eftirgjöf samningskrafna í heild eða hluta
o breyttur eða nýr gjaldfrestur krafna
o Breytt form greiðslu
o eða blanda af 1,2 og 3
- Hver er MR við NS gerð?
o Jafnræði kröfu hafa – ekki ákveðin misjöfn eftirgjöf, lenging gjaldfrests, greiðsluform nema kröfuhafi samþykki
- Hvernig kemst NS á?
o Eftir að heimild hefur verið veitt með úrskurði kemst hann á með atkvæðagreiðslu kröfuhafaog eftir það þarf staðfestingu frá dómi, sbr. 60. gr
- Hverjir geta greitt atkvæði um NS?
o 33. gr.
o þeir sem eiga samningskröfu, lýsa henni við NS umleitanir, sbr. 4. mgr. 45. gr. af því gefnu að þeir séu ekki nákomnir skuldaranum eða þeir eru með skilyrta kröfu ef skilyrði er ekki komið fram.
- Hvaða hlutfall þarf til þess að NS sé samþykktur?
o Ræðst af 49. gr.
- Hvernig er málsmeðferð sem getur leitt til NS í grófum dráttum?
o Héraðsdómari fær senda beiðni um heimild til NS leita
o Ef samþykkt fer NS umleitan fram – kannaður vilji atkvæðismanna til að samþykkja frumvarp
o Ef samþykkt er leitað til samþykki dómstóla
- Hvernig þarf beiðni um heimild til að leita NS vera gerð?
o 34. gr.
o Eins og 7. gr.
o ástæðu af hverju hann leitar NS og markmið með þeim – 1. tl. 34. gr.
o Skýring á frumvarpi – 2. tl
o upptalning eigna og skulda – 3. tl
o Hvort riftanlegar ráðstafanir séu – 4. tl
- Hvaða fylgigögn þarf þegar leitað er heimildar til NS umleitan?
o Frumvarp – 1. tl. 1. mgr. 35. gr.
o Meðmæli frá kröfuhöfum – 2. tl.
o Gögn um fjármál – 3. tl og 2. mgr. 35. gr.
o Trygging fyrir greiðslu kostnaðar – 4. tl
- Hvenær ætti dómari að synja heimild til að leita nauðarsamningi?
o Ef 38. gr. á við
- Er hægt að kæra niðurstöðu um synjun um heimild til að leita NS
o Já, en bara skuldari.
- Er hægt að kæra niðurstöðu um heimild til að leita NS?
o Nei, ósáttur kröfuhafi verður að una úrskurði, en geta eftir atvikum nýtt heimild 42. gr. eða komið fram mótmælum við staðfestingu eftir reglum 58.gr.
- Hvaða réttaáhrif hefur heimild til að leita NS í för með sér?
o Takmarkanir á athafnarfrelsi skuldara og aðgerðum kröfuhafa gagnvart skuldara
- Hver er helsti munurinn á réttaráhrifum GS og NS eftir að heimild hefur verið veitt til að leita NS?
o basically eins og réttaráhrif GS nema þarf samþykki umsjónarmanns í stað aðstoðarmanns
o Skyldur umsjónarmanns eru ríkari enda starfa þeir í þágu kröfuhafa
o Bann við framsali krafna sem geta sætt skuldajöfnuði
- gr.