Kröfur á hendur þrotabúi Flashcards
- Hvaða áhrif hafa GÞS á kröfur?
o Allar kröfur á hendur ÞB falla sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti, sbr. 1.mgr. 99. gr.
- Hvað áhrif hefur gjaldþrot á kröfur sem eru ekki peningakröfur?
o Geta verið sérkröfur skv. 109. gr.
o Annars, ef ekki er unnt að efna kröfu eftir aðalefni hennar verður henni breytt í peningakröfu með því að meta hana eftir reglum sem gilda við aðför, sbr. 2. mgr. 99.g r.
- Hvað er fjallað um í 2. mgr. 99. gr.
o kröfur sem eru ekki peningakröfur á hendur ÞB - Ef það er ekki hægt að efna þær verða þær metnar til peningakrafna
- Hvað á að gera við kröfur í erlendri mynt?
o MR reikna til ISK á skráðu sölugengi á þeim degi sem GÞ úrskurður gekk, sbr. 3. mgr. 99. gr.
- Er undantekning frá MR um að það eigi að umreikna kröfur í erlendri mynt, sbr. 3. mgr. 99. gr.
o Já, á ekki við um kröfur skv. 109. – 111. gr. og standa því óbreyttar í viðkomandi gjaldmiðli
- Hrd. Ares Bank
o Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt 3. mgr. 99. skyldu kröfur á hendur þrotabúi í erlendum gjaldmiðlum færðar yfir í íslenskar krónur eftir skráðu sölugengi á þeim degi, sem úrskurður hefði gengið um gjaldþrotaskipti, enda væri ekki um að ræða kröfur, sem fullnægt yrði í réttindaröð við skiptin samkvæmt 109.-111. gr. sömu laga. SS þó heimilt í tilgreindum tilvikum, umfram skyldu, að inna greiðslu af hendi í erlendum gjaldmiðli,
- Hvar er fjallað um skilyrði skuldajafnaðar í GÞL?
o 100. gr.
- Hvaða kröfur eru gerðar til þess að hægt sé að skuldajafna við ÞB?
o 100.gr.
o Kröfuhafi þarf að eignast kröfuna áður en 3 mánuðir voru til frestdags
o Kröfuhafi vissi ekki né mátti vita að þrotamaður ætti ekki fyrir skuldum
o kröfuhafi hefur ekki fengið kröfuna til að skuldajafna, enda hafa krafa orðið til fyrir frestdag
- Hrd. Íslensk bergvatns
o Dómurinn segir að ekki sé hægt að skuldajafna við innistæður á reikningi hjá þrotamanni nema hún stofnunin njóti veðréttinda eða annars konar heimildar. 100. gr. verður ekki túlkuð þannig að bankar njóti rýmri réttar til að skuldajafna gagnvart ÞB
- Hvernig kemur kröfuhafi kröfu sinni að gagnvart ÞB?
o MR er að lýsa þarf kröfu í þb, sbr. 1. mgr. 117. gr.
- Hvað réttindi fylgja því að lýsa kröfu?
o Réttur til að sækja skiptafundi
o réttur til að mótmæla afstöðu til annarra krafna, sbr. 120. gr.
o Réttur til að hafa uppi aðfinnslur um störf skiptastjóra
- Lrd. Ernst & Young
o Til þess að kröfuhafi njóti réttinda sem fylgja því að lýsa kröfu þurfa þeir að hafa fengið samþykkta kröfu
- Eru til undantekningar frá MR um að lýsa þurfi kröfu í þb?
o Já
o Mælt sé sérstaklega fyrir heimild til þess í lögum til að höfða dómsmál eða um sé að ræða sakamál, sbr. 1. mgr. 116. gr. – Hrd. Skeifan
o Ef búið er að höfða mál á hendur þrotamanni áður en úrskurður gengur um GÞS er kveðinn upp og dómur hefur ekki gegnið um kröfuna, 2. mgr. 116. gr. – Hrd. Drómi
o Sérreglur varðandi nauðungarsölu, 4. mgr. 116. gr.
o Krafa fellur ekki niður vegna vanlýsingar ef hægt er að skuldajafna, skv. 100. gr. – 3. tl. 118. gr
o Ef kröfuhafar hafa lýst kröfu varðandi NS, 3. mgr. 85. gr.
o Krafa um GÞS hefur telst vera ígildi kröfulýsingu , 5. mgr. 117. gr.
- Hrd. Skeifan
o Ekki heimild til að höfða dómsmál til heimtu kröfu S og hefði hann átt að lýsa kröfu í búið
- Hrd. Drómi
o Ekki fallist á að krafa hafi verið fallin niður fyrir vanlýsingu enda voru aðstæður sem umræðir í 2. mgr. 116. gr. fyrir hendi, þ.e. dómsmál var höfðað fyrir slit