Uppbygging jarðar og Flekakenningin 1. vika Flashcards
Segulsvið og segulsviðslínur?
Jörðin hefur tvípóla segulsvið og er það eins og segulmögnuð stöng sem streymir frá N til S.
- Ef það væri ekkert segulsvið þá væri ekkert líf á jörðinni (forsendur fyrir lífi á jörðinni)
Segulsviðslínurnar ná út í geim, verða veikari með aukinni fjarlægð frá jörðu og mynda skjöld umhverfis jörðina.
Norður og Suðurljós?
Sumar jónir sleppa í gegnum Van Allen beltið, þær raðast upp í kringum segulpólanna og mynda ljós á himninum.
Norðurljós - Aurora borealis
Suðurljós - Aurora australis
Norður og Suðurljós
Sumar jónir sleppa í gegnum Van Allen beltið, þær raðast upp í kringum segulpólana og mynda ljós í himninum.
Norðurljós - Aurora Borealis
Suðurljós - Aurora Australis
Andrúmsloftið
Jörðin er umlukin þróuðu andrúmslofti sem gerir jörðina einstaka (sérstaklega í okkar sólkerfi). Andrúmsloftið er efnisþéttast við sjávarmál en þynnist þegar ofar dregur.
Lagaskipting andrúmsloftsins.
- Veðrahvolfið (0-11 km) - Hægðir og lægðir (allt “veður” inná þessu hæða bili) Stormarnir og óveðrið ná aldrei hærra en 11 km
- Veðrahvörf (11-12 km) - millibils ástand
- Heiðhvolf (12-30km) - ekkert veður, þarna vilja þoturnar komast því þar er minnsta mótsstaðan.
Innihald andrúmslofstins
Andrúmsloftið samanstendur að mestu af köfunarefni og nú til dags er um 21% af andrúmsloftinu súrefni en ekkert súrefni var í andrúmslofti jarðar þar til fyrir 2.5 milljörðum ára þegar við fórum að fá plöntur sem bjuggu til súrefni.
Efnasamsetning jarðar
Um 90% af efnasamsetningu jarðar samanstendur af 4 fumefnum.
- járn, Iron (Fe) · 35%
- Súrefni, oxygen (O) · 30%
- Kísill, silicon (Si) · 15%
- Magnesium (Mg) · 10%
Hin 88 frumefnin má finna við innan 10% af jarðefnum.
Hvað er jarðefni?
Þegar frumefnin raðast í mismunandi hlutföllum við myndun ýmissa jarðefna.
- Lífræn efni sem innihalda kolefni, allar lífverur innihalda kolefni.
Steindir? (jarðefni)
Eru ólífræn efni með ákveðna kristalbyggingu.
Mynda berg og þar með megnið af jörðinni. Flest berg á jörðinni eru síliköt (byggja á kísil og súrefni)
Gler ? (jarðefni)
Ólífræn ókristölluð efni.
Frosna saman í ehv massa.
Rúða = kvasskorn sem eru brædd saman og kæld snögglega niður og mynda gegnsætt gler.
Berg ? (jarðefni)
Samansett úr mismunandi steindum.
- Gosberg (storknuð kvika) 99% af Íslandi er úr gosbergi.
- Setberg ( samlímdir molar sem hafa brotnað úr eldra bergi) Ekki á Íslandi
- Myndbreytt berg ( Berg (gosberg og setberg) sem hefur breyst vegna hita og þrýstings) Ekkert myndbreytt berg á Íslandi.
Málmar ? (jarðefni)
Föst efni úr málmum(frumefnum).
Bráð? (jarðefni)
Berg sem hefur bráðnað vegna hita.
- kvika (bráðið berg undir yfirborði jaðar)
- Hraun ( bráðið berg á yfirborði jarðar)
Gös ? (jarðefni)
Efni sem eru gaskennd á yfirborði jarðar
- H2O, CO2, CH4
og SO2 (myndast við eldvirkni)
Jörðin samanstendur af?
Skorpa Efri möttull Neðri möttull Ytri kjarni Innri kjarni, Við búum á yfirborði jarðar
Jarðskjálftabylgja
Myndast þegar verður ehv brot í skorpunni (algengasta gerðin), bylgjurnar breytast út í 3víðu plani og orkan í jarðskjálftunum ferðast í gengum jörðina með þessum bylgjum. Bylgjuhraði breytist með mismundandi eðlisþyngds berg og hraðabreytingar og endurkast gefa til kynna lagskiptingu.
Breytingar með dýpt - þrýstingur og hitastig
Innri gerð jarðar
Jörðin og aðrar plánetur hafa lagskipta innri gerð
- Skorpa (meginlands og úthafs) Ólíkar skorpur
- Möttull (efri, milli og neðri)
- Kjarni (ytri (fljótandi) og innri(fastur))
Skorpan
Hún er skurn jarðar og með breytilega þykkt. Hún er þykkust undir fjallgörðum (um 70km) og þynnst undir úthafshryggjum (um 3km)
Mohorovivic mörkin (moho) eru neðri mörk skorpu, þar sem skorpan og möttullinn mætast. Voru uppgötvuð 1909 af Andrija Mohorovivic.
Þetta er það svæði sem hraðabreytingar verða í endurkasti p-bylgjna. P- bylgjur eru jarðskjálftabylgjur og eru fyrstu bylgjurnar að koma.
Tvær tegundir af skorpu.
· Meginlandsskorpan
- hún myndar meginlöndin
- meðalrúmþyngd bergs um 2.7 g/cm3 (er eðlisléttari og flýtur hærra)
- meðalþykkt um 35-40 km
- granítlík bergsamsetning
Úthafsskorpan
- liggur undir úthöfunum
- eðlisþyngd er um 3.0 g/cm3 (eðlisþyngri og flýtur lægra)
- meðalþykkt um 7-10 km
- basaltlík bergsamsetning