Eldgos 2. vika Flashcards
Elgos
Heitir það þegar kvika kemur upp á yfirborði jarðar
- stundum gýs bara einu sinni á hverjum stað, en stundum gýs endurtekið á sama stað
- eldgos eru í flestum tilfellum bein afleiðing af flekahreyfingum
- þau geta verið banvæn og stofnað þúsund manna í hættu
Eldfjall
Er fjall sem byggt er upp af mörgum eldgosum frá gosrásum í toppi eða hlíðum fjallsins.
þrjár megingerðir gosefna:
- Hraun sem renna á yfirborði
- Gjóska misstór brot sem þeytast frá eldstöðinni
- Gosgufur sem rísa frá kvikunni
Hraun:
Getur verið lapþunn og runnið langa vegalengd(t.d. basísk kvika), en þau geta líka verið þykk og hrúgast upp við gosrásina - fer eftir seigju kvikunnar og kísilsýruinnihaldi.
Basísk hraun:
geta verið :
- heit og þunnfljótandi og runnið langa vegalengd t.d. helluhraun (pahoehoe)
- kaldari og seigari og renna því frekar stutt t.d. apalhraun (A´a´)
Helluhraun:
Eru fremur þunn og með tiltölulega slétt yfirborð. Efsta lagið er oft storknað og hraunið rennur undir yfirborði. Það sem einkennir helluhraun er :
- hraunreipi, sprungnir hraunkollar og hraunhellar.
Hraunhellar:
- Hraunskán myndast á yfirborðinu á helluhrauni
- Hraunið streymir í rásum undir yfirborði
- Þegar eldgosi lýkur verða þessar rásir eftir dæmi : surtshellir
Hraundrýli (strompar):
Hraundrýli (strompar)
- myndast þegar gosgufur leita upp úr hrauni sem rennur í hraunrás.
- gasið slettist út og sletturnar hrúgast upp
Apalhraun :
Apalhraun eru þykkari (10-30 m) og með mjög óreglulegt yfirborð, eru oftast ísúr.
- á yfirborði er gjall eða frauðkennd brot, en neðar geta þau verið stórstuðluð.
- renna rólega útum gígbarmana, oft í hrauntröðum
- öll ísúr og súr hraun eru apalhraun, en kaldari basalthraun geta líka verið apalhraun
Ísúr hraun - Andesít
Hærra kísilsýruinnihald (SiO2) gerir hraunin þykk og seig
- ólíkt basalti renna þau ekki langt
- mynda alltaf apalhraun
Súr hraun - Rhyolít
- Þau eru mjög seig og renna yfirleitt ekki langt
- Hrúgast upp yfir gosrásinni og mynda stundum tappa í gosrásinni
- Tappinn stíflar gosrásina og þrýstingur byggist upp. Stundum springur tappinn með geigvænlegum afleiðingum
^ svona gos kallast Troðgos t.d. Mælifell
Stuðlar :
Myndast þegar hraun kólnar (basískt, ísúrt, súrt)
- eru 6, 7 eða átthyrndir og til níhyrndan
- stuðlar myndast alltaf hornrétt á kólnunartímabilinu.
Þykk og vel formaðir stuðlar myndast þegar þykk hraun storkna rólega.
Gjóska:
Er samheiti yfir þau lausu gosefni sem spýtast upp úr gosrás við eldgos.
Agnir og molar sem spýtast upp úr eldstöð, hraðstorknuð og glerkennd kvika sem getur verið í ýmsum stærðum og gerðum.
Myndun gjósku?
myndast í eldgosum þar sem sprengivirkni er til staðar og gosefni þeytast upp í loftið frá eldstöðvunum.
Gjóskan berst undan vindi og öskufall verður áveðurs.
- kvika sem þær mynda er ýmist : súr, ísúr eða basísk
Dæmi : bombur, kleprar og gjall, vikur, aska og mjög fíngerð aska.
Gosaska
Fín glerkorn : geta borist langar leiðir og leggst yfir umhverfið.
Getur valdið :
- spjöllum á gróðurlendi
- lagt heilu byggðarlögin í rúst t.d. Öræfasveit eftir gosið í Öræfajökli 1362
Kleprar og gjall
- Kleprar og gjall eru glerkenndir að utan en blöðróttir að innan
- snúast í loftinu og mynda kúlur : hraunkúlur (bombur)
- Falla oft hálfstorknaðir til jarðar og klessast saman
Vikur
- Eru molar og brot út frauðkenndri kvikufroðu
- flýtur á vatni (sérstaklega súri vikurinn)
- þykk vikurlög frá Heklu og Öræfajökli:
· ljós vikur er súr vikur - hekla, snæfellsjökull og öræfajökull
· Dökkur vikur er basískur - Mýrdalssandurinn frá kötlu
Dreifing gjósku?
Hún dreifist undan vindi.
- gjóskulögin eru þykkust og eru með stærstu kornin næst eldstöðinni
- ef gjóskan nær upp í heiðahvolfið getur hún dreifst um heiminn og valdið breytingum á veðurfari
- Öskulög má víða rekja í jarðvegi hér á Íslandi:
· súr gjóska er ljós á litinn
· basísk gjóska er dekkri
Öskulaga dagatal:
Hvert öskulag er jafnaldurslína og er hægt að nota til að aldursgreina jarðlög og fornminjar.
t. d. Landnámslagið - aska féll rétt eftir landnám (871)
- sennilegast frá Vatnaöldum á veiðivatnasvæðinu
- Súru öskulögin frá Heklu og Öræfajökli eru bestu leiðarlögin
Gosgufur
· Myndast þegar gasið sleppur úr kvikunni þegar þrýstingur á kvikuna minnkar við gos.
· Gasþrýstingur í kviku stjórnar ofsa eldgosa
- Basalt - lítill þrýstingur (róleg gos)
- Rhíolít - mikill þrýstingur (ofsafengin gos)
1-9% af kviku eru gosgufur
- lang mest af því er vatn (H2O) um 80-90%
- koltvíoxíð(CO2)
- brennisteinstvíoxíð (SO2) - lyktar eins og skemmd egg
Þegar gas storknar í hrauni kallast það gasblöðrur
Atriði sem einkenna eldstöðvar/eldfjöll:
- kvikuhólf
- sprungur og gosop
- gígar
- öskjur
- einkennandi útlit
Kvikuhólf:
Er staðsett ofarlega í skorpunni undir eldfjallinu.
- geta innihaldið mikið magn af kviku
Sum kvika nær ekki lengra og storknar sem djúpberg
- Kvika streymir upp úr kvikuhólfinum og getur gos komið upp um kringlótt gosop eða um sprungur.
- gosop í toppi eða hliðum fjallsins
- sprunga í fjallinu eða utan þess
- sprungugos endar oftast í einu eða fleiri gosopum
Gígar:
- Eru skálarlaga lægðir oftast á toppi eldfjalls eða geta staðið einir og sér upp úr flatlendi.
- Geta verið í öllum stærðum og gerðum : allt upp í 500 m breiðir og 200 m djúpir
- Myndast þegar gosefni (gjóska) hrúgast upp í kringum gosopið