Eldgos 2. vika Flashcards
Elgos
Heitir það þegar kvika kemur upp á yfirborði jarðar
- stundum gýs bara einu sinni á hverjum stað, en stundum gýs endurtekið á sama stað
- eldgos eru í flestum tilfellum bein afleiðing af flekahreyfingum
- þau geta verið banvæn og stofnað þúsund manna í hættu
Eldfjall
Er fjall sem byggt er upp af mörgum eldgosum frá gosrásum í toppi eða hlíðum fjallsins.
þrjár megingerðir gosefna:
- Hraun sem renna á yfirborði
- Gjóska misstór brot sem þeytast frá eldstöðinni
- Gosgufur sem rísa frá kvikunni
Hraun:
Getur verið lapþunn og runnið langa vegalengd(t.d. basísk kvika), en þau geta líka verið þykk og hrúgast upp við gosrásina - fer eftir seigju kvikunnar og kísilsýruinnihaldi.
Basísk hraun:
geta verið :
- heit og þunnfljótandi og runnið langa vegalengd t.d. helluhraun (pahoehoe)
- kaldari og seigari og renna því frekar stutt t.d. apalhraun (A´a´)
Helluhraun:
Eru fremur þunn og með tiltölulega slétt yfirborð. Efsta lagið er oft storknað og hraunið rennur undir yfirborði. Það sem einkennir helluhraun er :
- hraunreipi, sprungnir hraunkollar og hraunhellar.
Hraunhellar:
- Hraunskán myndast á yfirborðinu á helluhrauni
- Hraunið streymir í rásum undir yfirborði
- Þegar eldgosi lýkur verða þessar rásir eftir dæmi : surtshellir
Hraundrýli (strompar):
Hraundrýli (strompar)
- myndast þegar gosgufur leita upp úr hrauni sem rennur í hraunrás.
- gasið slettist út og sletturnar hrúgast upp
Apalhraun :
Apalhraun eru þykkari (10-30 m) og með mjög óreglulegt yfirborð, eru oftast ísúr.
- á yfirborði er gjall eða frauðkennd brot, en neðar geta þau verið stórstuðluð.
- renna rólega útum gígbarmana, oft í hrauntröðum
- öll ísúr og súr hraun eru apalhraun, en kaldari basalthraun geta líka verið apalhraun
Ísúr hraun - Andesít
Hærra kísilsýruinnihald (SiO2) gerir hraunin þykk og seig
- ólíkt basalti renna þau ekki langt
- mynda alltaf apalhraun
Súr hraun - Rhyolít
- Þau eru mjög seig og renna yfirleitt ekki langt
- Hrúgast upp yfir gosrásinni og mynda stundum tappa í gosrásinni
- Tappinn stíflar gosrásina og þrýstingur byggist upp. Stundum springur tappinn með geigvænlegum afleiðingum
^ svona gos kallast Troðgos t.d. Mælifell
Stuðlar :
Myndast þegar hraun kólnar (basískt, ísúrt, súrt)
- eru 6, 7 eða átthyrndir og til níhyrndan
- stuðlar myndast alltaf hornrétt á kólnunartímabilinu.
Þykk og vel formaðir stuðlar myndast þegar þykk hraun storkna rólega.
Gjóska:
Er samheiti yfir þau lausu gosefni sem spýtast upp úr gosrás við eldgos.
Agnir og molar sem spýtast upp úr eldstöð, hraðstorknuð og glerkennd kvika sem getur verið í ýmsum stærðum og gerðum.
Myndun gjósku?
myndast í eldgosum þar sem sprengivirkni er til staðar og gosefni þeytast upp í loftið frá eldstöðvunum.
Gjóskan berst undan vindi og öskufall verður áveðurs.
- kvika sem þær mynda er ýmist : súr, ísúr eða basísk
Dæmi : bombur, kleprar og gjall, vikur, aska og mjög fíngerð aska.
Gosaska
Fín glerkorn : geta borist langar leiðir og leggst yfir umhverfið.
Getur valdið :
- spjöllum á gróðurlendi
- lagt heilu byggðarlögin í rúst t.d. Öræfasveit eftir gosið í Öræfajökli 1362
Kleprar og gjall
- Kleprar og gjall eru glerkenndir að utan en blöðróttir að innan
- snúast í loftinu og mynda kúlur : hraunkúlur (bombur)
- Falla oft hálfstorknaðir til jarðar og klessast saman
Vikur
- Eru molar og brot út frauðkenndri kvikufroðu
- flýtur á vatni (sérstaklega súri vikurinn)
- þykk vikurlög frá Heklu og Öræfajökli:
· ljós vikur er súr vikur - hekla, snæfellsjökull og öræfajökull
· Dökkur vikur er basískur - Mýrdalssandurinn frá kötlu
Dreifing gjósku?
Hún dreifist undan vindi.
- gjóskulögin eru þykkust og eru með stærstu kornin næst eldstöðinni
- ef gjóskan nær upp í heiðahvolfið getur hún dreifst um heiminn og valdið breytingum á veðurfari
- Öskulög má víða rekja í jarðvegi hér á Íslandi:
· súr gjóska er ljós á litinn
· basísk gjóska er dekkri
Öskulaga dagatal:
Hvert öskulag er jafnaldurslína og er hægt að nota til að aldursgreina jarðlög og fornminjar.
t. d. Landnámslagið - aska féll rétt eftir landnám (871)
- sennilegast frá Vatnaöldum á veiðivatnasvæðinu
- Súru öskulögin frá Heklu og Öræfajökli eru bestu leiðarlögin
Gosgufur
· Myndast þegar gasið sleppur úr kvikunni þegar þrýstingur á kvikuna minnkar við gos.
· Gasþrýstingur í kviku stjórnar ofsa eldgosa
- Basalt - lítill þrýstingur (róleg gos)
- Rhíolít - mikill þrýstingur (ofsafengin gos)
1-9% af kviku eru gosgufur
- lang mest af því er vatn (H2O) um 80-90%
- koltvíoxíð(CO2)
- brennisteinstvíoxíð (SO2) - lyktar eins og skemmd egg
Þegar gas storknar í hrauni kallast það gasblöðrur
Atriði sem einkenna eldstöðvar/eldfjöll:
- kvikuhólf
- sprungur og gosop
- gígar
- öskjur
- einkennandi útlit
Kvikuhólf:
Er staðsett ofarlega í skorpunni undir eldfjallinu.
- geta innihaldið mikið magn af kviku
Sum kvika nær ekki lengra og storknar sem djúpberg
- Kvika streymir upp úr kvikuhólfinum og getur gos komið upp um kringlótt gosop eða um sprungur.
- gosop í toppi eða hliðum fjallsins
- sprunga í fjallinu eða utan þess
- sprungugos endar oftast í einu eða fleiri gosopum
Gígar:
- Eru skálarlaga lægðir oftast á toppi eldfjalls eða geta staðið einir og sér upp úr flatlendi.
- Geta verið í öllum stærðum og gerðum : allt upp í 500 m breiðir og 200 m djúpir
- Myndast þegar gosefni (gjóska) hrúgast upp í kringum gosopið
Öskjur:
: Eru gríðastórar lægðir í eldstöðvum
- miklu stærri en gígar
- geta verið fleiri km í þvermál
Myndast þegar kvikuhólf tæmist.
Eldfjallið hrynur niður í hólfið
- Crater lake í Oregon
- Askja í Dyngjufjöllum
Stærð og gerð eldsöðva?
- Geta verið mismunandi að stærð og gerð.
Helstu flokkar : - Dyngjur ( shield volcanoes)
- ávalir hraunskildir t.d. skjaldbreiður einkennist af
þunnum basalthraunlögum t.d. dyngjubasalt - Samsett eldfjöll ( stratovolcano) - hraun og gjóska.
*lang algengasta gerð eldfjalla dæmi : eldkeilur - snæfellsjökull og eldhryggir - Hekla - Kleprar og gjallgígar ( cinder cones) sem raða sér á sprungu dæmi : Lakagígar
Keilulaga gígar:
- Gerðir úr missamlímdum kleprum og gjalli
- oftast samhverfir og oft með vatn í miðjunni
- oftast rennur einnig hraun frá þeim
Dæmi : Grábrókargígar
Gerð eldgosa:
Róleg flæðigos : mynda hraun
Sprengigos : mynda gjósku
Felst eldgos framleiða hraun og gjósku
Flæðigos/hraungos
Yfirleitt rólegasta gerðin þá streymir hraun frá eldstöðinni.
- hrauntjarnir myndast í gígnum og geta líka myndast gjósku en þá aðallega í byrjun.
- venjulega er basalthraun sem mynda dyngjur eða langa hrauntauma.
Sprengigos?
Þá geta eldský myndast.
- gasþrýstingur er gríðalegur í súrri kviku - spennan losnar í gríðalegum sprengingum.
- samsett fjöll
- geta myndað öskju
- breiðir gjósku yfir nágrennið
- ísúr og súr kvika
Sprengigos?
Þá geta eldský myndast.
- gasþrýstingur er gríðalegur í súrri kviku - spennan losnar í gríðalegum sprengingum.
- samsett fjöll
- geta myndað öskju
- breiðir gjósku yfir nágrennið
- ísúr og súr kvika
Gosaðstæður
Elgos geta orðið við ýmsar aðstæður.
: Á þurru landi - hraun og gjóska, hraun renna og gjóskulög falla
: í sjó, vötnum eða undir jöklum - bólstraberg og móberg
Bólstaberg:
Samanstendur af “púðum” sem er hraðkæld kvika
- yst eru bólstrarnir glerkenndir
- eru smákristallaðir og smástuðlaðir (sveipstuðlaðir) að innan
- Þegar einn bólstur er myndaður treðst kvikan frammhjá og myndar annan bólstur
Algengir á úthafshryggjum
Bólstrabrotaberg
Blanda af uppbrotum bólstrum og harðnaðri gjósku
Móberg
Hörðnuð og samlímd gosaska
Móbergsstapar
Myndast við gos undir jökli t.d. Herðubreið (mikið laust og fínt grjót)
Gervigígar
myndast ef hraun rennur út í tjarnir eða grunn vötn, þá verða sprengingar í kvikunni og Gervigígar geta myndast
Gervigígar lita svipað út og klepra og gjallgígar en finnast helst á láglendi og eru óreglulegar þyrpingar.
Dæmi : Landbrotshólar, Rauðhólar og Skútustaðagígar við Mývatn
Eftiminnanleg gos:
Mt. St. Helens - gaus 18 mai 1980
- þrýstingur byggist upp í fjallinu
- jarðskjálfti kom á stað skriðu sem létti þrýstingnum af kvikuhólfinu og norðurjlið fjallsins hreinlega sprakk í loft með tilheyrandi eldský
- um 400 m hurfu af toppi fjallsins
- eyddi um 600km af skóg og 61 manns dóu
- gjóskuflóð stífluðu ár og öskufall truflaði umferð
Hvar verða eldgos?
Flekahreyfingarnar útskýra eldvirknina á jörðinni.
Ákveðnar gerðir eldfjalla má tengja beint við ákveðnar tektónískar aðstæður:
- Heitir reitir - möttulstrókar troðast í gegnum skorpu
- á rekbeltum
- á sökkbeltum
Möttukstrókar
Heitir reitir á yfirborði myndast vegna öflugra iðuhreyfinga í deigu efni í möttli.
- Það eru um 25 í heiminum og er einn sá öflugasti undir Íslandi
Heitur reitur undir úthafsskorpu?
Hawaii eyjar
- Kemur basalt upp á hafsbotn og hrúgast upp : bólstraberg, bólstrabrotaberg og Móberg
- Þegar gosið nær upp á yfirborð þá byggist upp hraunskjöldur : sem myndar eyju
- Eyjan heldur áfram að stækka meðan heiti reiturinn er ennþá undir henni (heiti reiturinn alltaf kyrr)
- En ejan er óstöðug og brotnar upp undan sjálfri sér með skriðföllum neðansjávar
Heitur reitur undir meginlandsskorpu?
Yellowstone
- Oft kemur upp bæði basísk og súr kvika:
· Basaltkvika - kemur úr möttulstróknum
· Ríolítkvika - möttulstrókurinn bræðir upp meginlandsskorpuna
Basísk flæðigos, stórir hraunflákar: - Basísk kvika kemur upp úr möttlinum í löngum sprungum
- Hraunskildirnir ná yfir stór landsvæði og endurtekin gos hlaða upp hraunlögum.
- Þegar dregur úr virkni möttulstróksins fara “venjuleg” eldfjöll að myndast.
Eldgos á úthafshryggjum?
- Mesta eldvirkni jarðar er á úthafshryggjum
- Um 70% af skorpu jarðar er úthafsskorpa
- Basalt kemur úr sprungum og bólstraberg myndast
- Bólstabergshrúgurnar fara í sitt hvora áttina og ný kynslóð bólstrabergspúða myndast.
Ísland
- Undir íslandi er heitur reitur og við erum þar að auki á úthafshrygg.
- Eldvirkni hefur byggt landið upp úr sjónum
- Landið gliðnar vegna plötureks
- Eldstöðvakerfin fylgja stefnu rekbeltsins
- Á gosbeltum er eingöngu eldvirkni engin gliðnun
- Á rek- og gosbeltum er bæði gliðnun og eldvirkni.
- Þverbrotabeltin einkennast af stórum jarðskjáftum en engin eldvirkni.
- Elsta berg sem við vitum um er um 16 milljóna ára gamalt og yngsta bergið í núverandi gosbelti
Eldstöðvakerfi á Íslandi
Það sem einkenni eldvirkni á Íslandi eru hin svokölluðu eldstöðvakerfi.
- Aðalvirknin í einni virknimiðju
- Innan hvers eldstöðvakerfis er mjög svipuð efnasamsetning í gosefnunum.
- Þroskuð eldstöðvakerfi skarta megineldstöð með kvikuhólfi.
- Sprungugos í sprungum sem liggja út frá megineldstöðinni.
Megineldstöðvar Íslands
Mesta eldvirkni í einni megineldstöð: kvikuhólf undir þar sem kvika safnast fyrir, ísúr. eða súr kvika.
Dæmi : Hekla, Öræfajökull og Hengillinn
Sprungusveimar
Þeir liggja útfrá og meðfram megineldstöðvunum.
- Basísk kvika
- Talin koma beint úr möttli
- Yfirleitt “róleg” gos (túrista gos)
- Þunnir hrauntaumar sem geta runnið langar vegalengdir.
Gliðnun meginlanda:
Margar ólíkar gerðir eldfjalla myndast : - undarlegar tegundir af kviku og undarleg jarðfræði - Hlutbráðnun í möttli (basísk kvika) - Hlutbráðnun í skorpu (súr kvika) Dæmi : Austur-Afríku sigdalurinn
Sökkbelti:
Er þar sem tvær plötur reka í átt að hvor annarri og má búast við öflugum sprengigosum sem geta valdið miklum hörmungum.
Felst eldfjöll eru á sökkbeltunum:
- vökvar (vatn og gas) frá plötunni sem sekkur koma af stað bráðnun.
- Eldfjallabogar (eyjabogar og meginlandsbogar) þróast á plötunni sem helst uppi.
Eldhringurinn (ring of fire) markar útlínur kyrrahafsins.
Hraunrennsli:
Eru aðallega basalt.
Geta kveikt í mannvirkjum eða kaffært þau.
Eru yfirleitt ekki mannskæð:
- Oftast góður fyrirvari
- hraun renna ekki hratt
- hefur þó komið fyrir að hraunrennsli hefi grandað áhugasömum áhorfendum.
Gjóskufall:
Geta verið hættuleg:
- geta kaffært heilu landsvæðin og eytt gróðri
- aska getur farið í flugvélahreyfla og drepið á þeim.
- goal er þungt og sigar oft húsþök
- gjall er hrjúft og skrapar það sem það lendir á.
- gjóska fer oft af stað sem banvæn leðjuflóð.
Gjóskuflóð / Eldský
Hættuleg fyrirbæri
- sjóðandi heit blanda af gjóskukornum og gasi, um 200 - 450 gráðu heitt og renna með 300 km hraða undan halla og yfir hæðir.
- Ferðast á púða af mjög heitu lofti : auðveldar flóðinu að æða af stað og eykur hraða flóðsins
- skilur eftir lög af Ignimbríti
Eðjuflóð / Lahar
Geta verið banvæn og renna með miklum hraða.
- vikur og öskukorn blönduð vatni renna sem eðjuflóð t.d. Kötluhlaup
Eðjuflóð verður þegar vatn blandast við gjósku: líkist blautri steypu.
Þrýstibylgja vegna sprenginga?
Sjaldgæft að þrýstibylgja fari til hliðanna: gerðist þó í St. Helens - norður hliðin sprakk 61 manns dóu.
Skriðuföll vegna eldgosa:
Eldgos geta komið af stað skriðuföllum :
- mikið magn af nýju efni hrúgast upp við gosop
- jarðskjálftar geta komið óstöðugu efni af stað
Dæmi : St. Helens
- skriðan barst 20 km frá fjallinu.
Eldfjallagös:
eldfjallagös geta verið eitruð:
Dæmi : Lake Nyos, Cameroon 1986
1.742 manns dóu
væntanlegt gos?
- jarðskjálftavirkni /kvikuhreyfingar
- Aukin hiti í og við fjallið - aðstreymi kviku
- Útlissbreytingar í fjallinu (lyfting og útþensla)
- útstreymi gasa og efnasamsetning getur breyst
Þessi atriði gefa til kynna að gos geti hafist á næstunni en maður veit ekki hvenær.
væntanlegt gos?
- jarðskjálftavirkni /kvikuhreyfingar
- Aukin hiti í og við fjallið - aðstreymi kviku
- Útlissbreytingar í fjallinu (lyfting og útþensla)
- útstreymi gasa og efnasamsetning getur breyst
Þessi atriði gefa til kynna að gos geti hafist á næstunni en maður veit ekki hvenær.
Eldgos og veðurfar:
eldgos getur haft áhrif á veðurfar - verður kaldara.
- gosgufur og fínkorna agnir geta byrgt fyrir sólarljós.
- hugmyndir um að lakagígagosið 1782 hafi orsakað frönsku byltinguna (uppskerubrestur vegna kulda)