Grunnvatn og jarðhiti 5.vika Flashcards
Hvað er grunnvatn?
Grunnvatn er allt vatn sem við sjáum ekki og liggur fyrir neðan yfirborði jarðar.
- Töluvert magn af ferskvatni liggur neðan yfirborðs jarðar : viljum fá drykkjarvatnið okkar þaðan.
- Aðaluppspretta drykkjarvatns
- Mikilvæg auðlind sem er viðkvæm fyrir mengun
Grunnvatn mikilvæg auðlind, afhverju?
- Drykkjavatn fyrir menn og dýr
- Notað í áveitur
- Notað í iðnaði
og er bara ein mikilvægasta auðlind manna frá upphafi
Hringrás vatns?
- Uppgufun
- Útgufun
- Úrkoma
- Sig niður í jarðlög
- Afrennsli
Forðabúrið neðanjarðar:
- Vatn á yfirborði sitrar niður í jarðlög
- Vatnið sem sitrar niður bætist við raka í jarðvegi og grunnvatna
- Sumt af vatninu sem sitrar niður í gegnum jarðlög safnast saman við vatnsheld jarðlög og mynda grunnvatn
Gropa - Holrými
- Gropa jarðlaga ræður því hversu mikið vatn lekur í gegnum þau
- Gropa eru opin, holrými í bergi og seti
- Heildarrúmál þessara holrýma lýsir lekt jarðlaganna
- Holrými er oft gefin upp í % þ.e. hve mikið af holrýmum er í jarðlaginu
- Lekt jarðlaga og gropa þeirra er mjög misjöfn
tvennskonar Lekt :
Getur verið af tvennum toga: Frumlekt og síðlekt
Frumlekt jarðlaga er til staðar í jarðlaginu frá upphafi:
- Holrými milli korna í seti
- Gasblöðrur í basalti
- Opin bygging í kóralrifum
Síðlekt myndast í jarðlaginu eftir myndun þess:
- Sprungur og brot
- Uppleysing steinda
· vatn hripar niður eftir sprungum og leysir upp bergið á leið sinni = holrými stækka
Lekt:
Lekt jarðlaga getur hrakað:
- Jarðlagið þjappast saman
- Útfellingar stífla holrými
Vel kristallað berg hefur mjög lága lekt
Lekt jarðlags lýsir hæfileika þess til að leiða vatn í gegnum sig
- jarðlög með háa lekt leiðir vatn vel
- vatn streymir hægt eða jafnvel ekki neitt í gegnum þétt jarðlög með lága lekt
- því stærri sem holrýmin eru því betri lekt hefur jarðlagið
Vatnsveitar og vatnshemlar:
- Vatnsveitir: setlag eða berg með góða lekt
- Vatnshemill: setlag eða berg sem leiðir illa eða ekki vatn
- Vatnsleiðar og vatnshemlar skiptast oft á í jarðlögum
Góðir vatnsveita og vatnshemlar:
Góðir vatnsveitar:
- Möl
- Sandur
- Blöðrótt basalt
- Gjall og vikur
Góðir vatnshemlar:
- Þétt berg
- Þétt leirlög
- Þétt öskulög
- Ignimbrít
Opnir og lokaðir veitir:
Opin veitir - vatnsveitir sem er opin til yfirborðs
- Er í snertingu við andrúmsloft og er með breytilegan þrýsting
· sami þrýstingur í grunnvatninu og er í
andrúmsloftinu
- Viðkvæmir fyrir mengun
Lokaður veitir - Vatnsveitir sem er lokaður frá yfirborði undir vatnshemli
- Einangraður frá yfirborði
· Grunnvatn getur verið með yfirþrýsting
- Ekki eins viðkvæmir fyrir megnun
Hangandi veitar (perching):
· Geta myndast þar sem afmarkaðir bútar eru af illa vatnsleiðandi jarðlögum
· Vatn safnast þá saman fyrir ofan þessu vatnsheldu lög og vatnið nær ekki að leka niður í raunveruleggt grunnvatnsborð svæðisins
- mynda falskt grunnvatnsborð t.d. rauðavatn
- þessar linsur tæmast mun fyrr en raunverulegt grunnvatn
Grunnvatnsflötur?
- Fylgir landslagi: er dýpri á hæðum en í lægðum
Hvað er grunnvatnsborð?
Grunnvatnsborð er:
- yfirborð grunnvatnsins neðanjarðar
Fyrir ofan grunnvatnsborð eru holrými að mestu fyllt lofti
- jarðefnið er ómettað vatni, en raki er til staðar - Jarðrakalag
Fyrir neðan grunnvatnsborð eru holrými fyllt vatni
- jarðefnið er mettað vatni
Hárpípulag liggur fyrir ofan grunnvatnsborð
- Hárpípukraftar sjúga vatn úr grunnvatni
Grunnvatnsborð?
Er yfirborð mettunar lagsins og það liggur á mismiklu dýpi
Þar sem landslag sker grunnvatnsyfirborð myndast :
- Lindir
- Vötn og tjarnir
- Mýrar
Það breytist með árstíðum og úrkomu:
- Á rökum svæðum eða í vætutíð, liggur grunnvatnið rétt undir yfirborði
- Á þurrum svæðum, eða í þurrkatíð getur grunnvatn legið tuga eða hundruðu metra undir yfirborði og tjarnir þornað upp
Lega grunnvatnsborðs:
Því fylgir mikið til landslagi:
- Á hálendum svæðum liggur grunnvatnsborðið hátt
- Á laglendari svæðum liggur grunnvatnsborðið neðar
Grunnvatn streymir frá hálendari svæðum til láglendari
Oft hægt að nota landslag til að meta grunnvatnsflæði í grófum dráttum
Grunnvatnsstreymi:
- Grunnvatn streymir fremur hægt í jarðlögum og er udnir áhrifum af þyngdaraflinu.
- Flæði í ómettuðum jarðlögum er beint niður
- Í vatnsmettuðum lögum er flæðið flóknara og stjórnast af : þyngdaraflinu og þrýstingi
Grunnvatnsstraumar geta verið af ýmsum gerðum:
- Svæðisbundir grunnir straumar sem eru oft árstíðarbundnir
- djúpir straumar sem renna stöðugt undir stórum landsvæðum