Set og setberg 2.vika Flashcards
Hvað er set?
Set er - brot úr bergi og steindum Dæmi : Sandur, möl, lausar skriður - skeljabrot Dæmi: fjörusandur - útfallingasteindir Dæmi : salt og hverahrúður
Hvað ert setberg?
er samlímt set
t.d. kalksteinn og móberg
Setkápa?
Er berggrunnur jarðarinnar er þakin “kápu” af seti.
- mismunandi þykkt : allt frá mm upp í km
Mjög þunnt á fjöllum og hæðum
Þykkt í setfyllum
Veðrun:
Veðrun eru öfl sem brjóta upp berg og framleiða set
- Aflræn veðrun : frostsprengingar og hitabrigðaveðrun
- Efnaveðrun : Berg “leysist” upp með tilkomu vatns
Veðrun á sér stað þegar vatn hripar niður í jarðgrunninn.
- Berg getur verið lítið eða mikið veðrað
- veðrun á sér stað á yfirborði jarðar og niður á við.
- Veðrun myndar safn sundurlausra agna sem kallast set.
Alfræn veðrun?
- Rennandi vatn losar um, flytur og sverfur korn
- Jökulís losar um, flytur og sverfur korn
- Víxlverkan frosts og þiðu veldur áraun á efnið og brýtur það niður.
: Búsáhaldabyltingin
Efna veðrun?
- vatn er nauðsynlegt til efnaveðrunar
- súrefni leyst í vatni “oxar” járn í bergi
- koltvísýringur leystur í vatni myndar : karbonsýru
Jarðvegur í jarðfræðilegum skliningi
þá er jarðvegur sá hluti lausra jarðlaga sem plöntur vaxa í
- blanda af bergbrotum og steindum
- rotnandi lífrænar leifar plantna og smádýra
Laus jarðlög?
Er laust ósamlímt set á yfirborði jarðar. - sandur og möl í fjöru - ármöl - jökulruðningur - skriður - foksandur Manngert set - efni úr námu.
Aflveðrun
Berg brotnar upp en engar breytingar verða á efnasamsetningu.
- Mjög misstór brot verða til
- Brotin eru flokkuð eftir stærð brotanna :
1. stór brot - Hnullungar, steinar og völur
2. Meðalstór brot - sandkornastærðir
3. fínkorna - silt og leir (kornastærð)
Nokkrar gerðir aflveðrunar
- Sprungur
- frostsprengingar
- rótarskot
- saltfleygun
- þan vegna hita
- athafnir dýra
Kólnunarsprungur?
geta myndast í storkubergi.
þessi brot geta lsonað af vegna þyngdarafls
- stuðlaberg
- lauklaga sprungur í djúpberg
Frostsprengingar?
Gerist þegar vatn treður sér inn í sprungur og þennst út um 10% þegar það frýs og á endanum brýtur það upp bergið.
Rótarskot
Þá eru rætur jurta sem troða sér inn í sprungur
Saltfleygun
Salt þennst út þegar það fellur út - dæmi : klettar á sjávarströnd
Hitabreytingar
Frost og þíða brjóta upp berg með tímanum
Athafnir dýra
Dýr rótast um í jarðvegi
Efnaveðrun
Þar er samspil vatns og bergs og það leysir upp sumar steindir
er mest í röku og hlýju loftslagi
- mikil í hitabeltislöndum
- breytir granít í leir
Mismunandi hvernig steindir standast efnaveðrun fer mikið eftir hitastigi og þrýstingi.
Efna veðrun á Íslandi
Rannsóknir benda til þess að efnaveðrun á Íslandi sé töluverð og þá aðallega vegna þess að basaltgler er mjög auðleyst í vatni - við höfum mikið vatn
: Vatnið leysir upp ákveðnar jónir og plokkar þar með sér og eftir situr berg sem er með öðruvísi efnasamsetningu en þar var með. Eitthvað farið úr berginu.
Helstu gerðir efnaveðrunar:
- Uppleysing : þá leysist kalt upp
- Grotnun : granít og leirsteindir
- Oxun : mýrrauði og rauðamöl
- Vötnun : steindir taka til sín vatn og þenjast út.
Lífræn efnaveðrun?
Lífverur valda oft efnaveðrun t.d. - sveppir - fléttur - mosi - bakteríur sýrurnar frá lífverunum leysa steindirnar upp.
Samspil veðrunar
Aflræn veðrun og efnaveðrun vinna saman:
- aflræn veðrun myndar nýja brotfleti og efnaveðrun á þá greiðri aðgang að nýjum flötum.
- efnaveðrun veikir bergið - vatn á greiðari leið í sprungur og holrými og þá eykst alfræn veðrun.
Rof
heitir það þegar setmolar flytjast frá einum stað til annars.
rennandi vatn er áhrifaríkasti rofvaldurinn og veldur mikil úrkoma því mikilli aukningu á rofi
Hreyfiorka vatnsins magnast í bröttum hlíðum og eykur á ferlið
- burðageta vatns eykst
Setberg :
samlímt set.
set er mög fjölbreytt
3 meginflokkar setbergs
- Ólífrænt (molaberg) - gert úr bergbrotum
- Lífrænt - samlímdar skeljar lífvera og kolefnisríkar leifar lífvera
- Útfellingar - steinefni falla út úr vatni
Molaberg
algengasti flokkurinn af setbergi og hefur það upplifað ýmislegt
- veðrun - myndun bergmola við niðurbrots bergs
- rof - setkornin yfirgefa upprunastað
- flutningur - kornin flutt með vindi, vatni og jökulís
- samsöfnun - kornin safnast saman eftir flutning
- hörðnun - setkornin límast saman og mynda hart berg
Flokkun molabergs
Flokkað á grundvelli samsetningar og byggingar:
- kornastærð
- kornasamsetningu
- áferð og ávali
- aðgreiningu
- samlíming
Kornastærð?
kornastærð - þvermál kornanna
- dreifingin getur verið frá mjög grófu og yfir í mjög fínt :
1. hnullungar, steinar og möl
2. grófur sandur, sandur og fínn sandur
3. silt
4. leir (kornastærð en ekki leirsteindir)
með aukinni fjarlægð frá upprunastað verður setið fínna.
úr hverju eru kornin sem mynda setið?
geta verið kristallar, skeljabrot eða bergbrot
- gerð kristalla er mikilvæg: stöðugar steindir(kvars, jarnoxíð eða leirsteindir) eða óstöðugar steindir (ólivín eða plagíóklas)
- Með því að skoða samsetnignu hjálpar það til við að ákvarða uppruna og flutningsmáta
Áferð og ávali
gefur til kynna flutningsvegalengd og ferðamáta
- fersk brot eru hrjúf : korn komin lengra að eru sléttari
Ávali endurspeglar ferðasögu kornanna
- ávöl korn hafa ferðast langt
- köntuð korn hafa lítið sem ekkert ferðast
Samlíming
Eru steindir sem vaxa í loftrýmum milli korna.
- vökvi (grunnvatn): með uppleystum efnum renna í gegnum setið
- uppleystar jónir falla smámn saman út í holrýmum
· Samlímingin getur verið mismunandi
- veik samlíming - auðvelt að plokka einstök korn úr berginu
- sterk samlíming - erfitt að losa einstök korn
Algengar steindir (holufyllingar)
- Kvars (bergkristall)
- Kalsít (silfurberg)
- Hematít
- Leirstendir
- Zeolítar (geilsasteinar)
Þroski sets :
- byggingar þroski - hversu ávöl eða hrjúf kornin eru
- holufyllingaþroski - hversu mikil af steindur hefur fallið út.
- Vegalengd og tími ákvarða setþroskann
Lífrænt set
gert úr leifum lífvera - kalk - kalksteinn (CaCO3) · gerður úr skeljabrotum · leifar kóralrifja · leifar af svifi
Dæmi um lífræn set :
Kol - ummyndaðar plöntuleifar
- myndast í votlendi í fornum hitabeltislöndum
- plöntuleifar grafast niður í mýrum þar sem súrefni kemst ekki að.
Olíuríkur siltsteinn (oil shale)
- siltsteinn með ummynduðum lifrænum leifum.
Efnaset
Er gert úr steindum sem falla út úr vatnslausn.
uppgufunarset myndast þegar innlyksa sjór gufar upp
- steindirnar kristallast þegar vatnið gufar upp
Dæmi : halít(salt) og gifs
Setbygging
Setlög eru yfirleitt lagskipt
- raðast upp í afmörkuð lög
- oft er hægt að rekja þessi lög langa vegalengd
- Einstök lög eru oft svipuð innan hverrar seteiningar
Lagskipting seta
hún endurspeglar breytilegar aðstæður þegar setið settist til.
breytingar í :
- orku og þar með kornastærð
- getur þó verið upphrært vegna lífvera
lagskipting getur líka verið vegna rofs eða minnkuðu aðstreymi setkorna
Setlag
hvert setlag hefur mismunandi byggingu
- skálögun (vindur feykir kornum sem skera bergið)
- lagskifting
- lóðgreining (rétt og öfug lóoðgreining)
Yfirborðseinkenni :
Þurrksprungur í leir
Roffletir eða gárur
Spor eftir risaeðlur og önnur dýr eða steingervinga.
Seteining
Mörg setlög mynda seteiningu
rö seteininga sem endurspeglar svipaðar aðstæður á stærra svæði kallast setsyrpa
- setsyrpur koma í góðar þarfir við jarðfræðikortlagningu.
Setmyndunarumhverfi
er það umhverfi sem set sest fyrir - mjög mismunandi umhverfi sem endurspegla orku umhverfis, hvaðan setið fluttist, hvernig fluttist það, har endar það, efnafræðilegar, aflrænar og umhverfisaðstæður
- það eru mismunandi aðstæður á landi (fjallalækir, eyðimerkur, stöðuvötn, ár, fljót og lækir) og í sjó (árósar(á sem rennur til sjávar), strendur, grunnsævi (kóralrif),
Setfyllur
Setfyllur myndast oft vegnaplötuhreyfinga.
Þykkustu setlögin má finna í setfyllum
- þyngd setsins veldur því að landið sígur
· skorpan brotnar eða bognar
· orsakast af sífelldu framboði sets
Það má finna ýmsar náttúruauðlindir í setfyllum
- Kol
- Olíu
- náttúrulegt gas
- Úranium
Jarðvegur
Er set sem er gert úr bergmylsnu (laus yfirborðslög) blandaðri lífrænum efnum.
- hlutfallið á milli lífræna efna og steinefna í jarðvegi er mjög breytilegt
- jarðvegur getur verið örþunnur (mm) upp í marga metra á þykkt
myndun jarðvegs?
- mosar og fléttur nema land á beru og veðruðu yfirborði
- lífrænt efni eykst vegna framvindu vistrænna ferla. Veðrun undirlagsins heldur áfram. Fæðukeðja hafin og jarðvegur verður dýpri
- Þróaður jarðvegur: Aðskilinn í mismunandi jarðvegslög og í jafnvægi við umhverfi sitt.
íslenskur jarðvegur
Uppruni rekja til elsdvirkni landsins
- jarðvegurinn veðrast auðveldlega. við veðrunina myndast nýjar leirsteindir í jarðveginum, einkum allófan sem er einkennissteind eldfjallajarðar, en einnig imógólít og ferrihýdrít
- Þessar leirsteindir móta eiginleika jarðvegarins ásamt lífrænum efnum sem safnast fyrir í jarðveginum
- Þessir eiginleikar vala m.a. því að þúfnamyndun er mun virkari á Íslandi en annarsstaðar.