Set og setberg 2.vika Flashcards
Hvað er set?
Set er - brot úr bergi og steindum Dæmi : Sandur, möl, lausar skriður - skeljabrot Dæmi: fjörusandur - útfallingasteindir Dæmi : salt og hverahrúður
Hvað ert setberg?
er samlímt set
t.d. kalksteinn og móberg
Setkápa?
Er berggrunnur jarðarinnar er þakin “kápu” af seti.
- mismunandi þykkt : allt frá mm upp í km
Mjög þunnt á fjöllum og hæðum
Þykkt í setfyllum
Veðrun:
Veðrun eru öfl sem brjóta upp berg og framleiða set
- Aflræn veðrun : frostsprengingar og hitabrigðaveðrun
- Efnaveðrun : Berg “leysist” upp með tilkomu vatns
Veðrun á sér stað þegar vatn hripar niður í jarðgrunninn.
- Berg getur verið lítið eða mikið veðrað
- veðrun á sér stað á yfirborði jarðar og niður á við.
- Veðrun myndar safn sundurlausra agna sem kallast set.
Alfræn veðrun?
- Rennandi vatn losar um, flytur og sverfur korn
- Jökulís losar um, flytur og sverfur korn
- Víxlverkan frosts og þiðu veldur áraun á efnið og brýtur það niður.
: Búsáhaldabyltingin
Efna veðrun?
- vatn er nauðsynlegt til efnaveðrunar
- súrefni leyst í vatni “oxar” járn í bergi
- koltvísýringur leystur í vatni myndar : karbonsýru
Jarðvegur í jarðfræðilegum skliningi
þá er jarðvegur sá hluti lausra jarðlaga sem plöntur vaxa í
- blanda af bergbrotum og steindum
- rotnandi lífrænar leifar plantna og smádýra
Laus jarðlög?
Er laust ósamlímt set á yfirborði jarðar. - sandur og möl í fjöru - ármöl - jökulruðningur - skriður - foksandur Manngert set - efni úr námu.
Aflveðrun
Berg brotnar upp en engar breytingar verða á efnasamsetningu.
- Mjög misstór brot verða til
- Brotin eru flokkuð eftir stærð brotanna :
1. stór brot - Hnullungar, steinar og völur
2. Meðalstór brot - sandkornastærðir
3. fínkorna - silt og leir (kornastærð)
Nokkrar gerðir aflveðrunar
- Sprungur
- frostsprengingar
- rótarskot
- saltfleygun
- þan vegna hita
- athafnir dýra
Kólnunarsprungur?
geta myndast í storkubergi.
þessi brot geta lsonað af vegna þyngdarafls
- stuðlaberg
- lauklaga sprungur í djúpberg
Frostsprengingar?
Gerist þegar vatn treður sér inn í sprungur og þennst út um 10% þegar það frýs og á endanum brýtur það upp bergið.
Rótarskot
Þá eru rætur jurta sem troða sér inn í sprungur
Saltfleygun
Salt þennst út þegar það fellur út - dæmi : klettar á sjávarströnd
Hitabreytingar
Frost og þíða brjóta upp berg með tímanum
Athafnir dýra
Dýr rótast um í jarðvegi
Efnaveðrun
Þar er samspil vatns og bergs og það leysir upp sumar steindir
er mest í röku og hlýju loftslagi
- mikil í hitabeltislöndum
- breytir granít í leir
Mismunandi hvernig steindir standast efnaveðrun fer mikið eftir hitastigi og þrýstingi.
Efna veðrun á Íslandi
Rannsóknir benda til þess að efnaveðrun á Íslandi sé töluverð og þá aðallega vegna þess að basaltgler er mjög auðleyst í vatni - við höfum mikið vatn
: Vatnið leysir upp ákveðnar jónir og plokkar þar með sér og eftir situr berg sem er með öðruvísi efnasamsetningu en þar var með. Eitthvað farið úr berginu.
Helstu gerðir efnaveðrunar:
- Uppleysing : þá leysist kalt upp
- Grotnun : granít og leirsteindir
- Oxun : mýrrauði og rauðamöl
- Vötnun : steindir taka til sín vatn og þenjast út.
Lífræn efnaveðrun?
Lífverur valda oft efnaveðrun t.d. - sveppir - fléttur - mosi - bakteríur sýrurnar frá lífverunum leysa steindirnar upp.
Samspil veðrunar
Aflræn veðrun og efnaveðrun vinna saman:
- aflræn veðrun myndar nýja brotfleti og efnaveðrun á þá greiðri aðgang að nýjum flötum.
- efnaveðrun veikir bergið - vatn á greiðari leið í sprungur og holrými og þá eykst alfræn veðrun.
Rof
heitir það þegar setmolar flytjast frá einum stað til annars.
rennandi vatn er áhrifaríkasti rofvaldurinn og veldur mikil úrkoma því mikilli aukningu á rofi
Hreyfiorka vatnsins magnast í bröttum hlíðum og eykur á ferlið
- burðageta vatns eykst
Setberg :
samlímt set.
set er mög fjölbreytt
3 meginflokkar setbergs
- Ólífrænt (molaberg) - gert úr bergbrotum
- Lífrænt - samlímdar skeljar lífvera og kolefnisríkar leifar lífvera
- Útfellingar - steinefni falla út úr vatni