Steindir og berg 1.vika Flashcards
Steindir
Allt berg er byggt á steindum, erum að finna nýjar steindir árlega.
Skilgreining á steind
- Verður að myndast í náttúrunni
- Í föstu formi
- Myndast jarðfræðilega
- Ákveðin efnafræðileg samsetning
- Kristölluð
- Aðallega ólífræn
Berg
Berg er jarðefni gert úr steindum - lego kubbarnir
flest berg inniheldur meira en eina tegund af steindum
Dæmi : Granít inniheldur - Feldspöt, kvars og hornblendi.
Frumsteindir
Myndast í kvikunni sjálfri við storknun. t.d. plagíóklas, kvars og pýroxen
Síðsteindir
myndast í holrýmum og glufum í berginu eftir að það hefur storknað. Vatn með uppleystum efnum leikur um bergið og steindir falla út í holrýmum - Holufyllingar t.d. Seólítar, silfurberg(kalsít) og sumar kvarssteindir
Gler
er fast efni þar sem atómin hafa ekki raðast upp heldur frosið saman
Kristallað efni
er efni sem hefur ákveðna kristalröðun sem byggist á því hvaða atóm taka þátt
Kristallar
Eru steindir sem hafa ákveðna kristalbyggingu.
- kristallar sem vaxa í opnu rými fá “rétt” lag
- dýrmætir
Atómtengi
Atómum í grind er haldið saman af atómtengjum.
- gerð tengjanna ræður eiginleika steindarinnar
Demantar og grafít
hafa sömu efnasamsetningu en ólíka kristalbyggingu.
Demantar - sterkt efnatengi, harðasta efni sem þekkist
Grafít - veik efnatengi og er mjög mjúkt t.d. blý í blýanti.
Kristalvöxtur
Vaxa þegar ný atóm bætast á yfirborð kristalsins.
- vöxtur byrjar með kristalfræi/kristalkími
- ef plássið er nægjanlegt þá fær kristallinn “rétta” lögun.
Þeir vaxa aðallega við storknun í bráð og við útfellingar úr lausn.
Eiginleikar kristalla
Eiginleikarnir ráðast af efnasamsetningu og kristalbygginu. Algengustu eiginleikar : 1. Litur 2. Striklitur 3. Gljái 4. Harka 5. Eðlisþyngd 6. Kristalbygging 7. Kristalform 8. Brot 9. Kleyfni 10. Lykt 11. Bragð 12. Tilfinning
Litur kristalla
Ólívín alltaf ólívugrænn
Azurite er alltaf blátt
Kvars - Allskonar liti t.d. tært, hvítt, gult, bleikt, fjólublátt (mismunandi litur í kvarsi er vegna óhreininda)
Striklitur kristalla
Oft gagnlegur - strikliturinn sá sami og á steindinni
magnetít - svört steind = svartur striklitur
Efnasamsetning steinda
Algengustu steindirnar eru myndaðar af aðeins 8 frumefnum í mismunandi blöndu
- Oxygen
- Silicon
- Aluminum
- Iron
- Calcium
- Sodium
- Potassium
- Magnesium